Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 40
Als-báturinn. þess, að þar sé um að ræða fiskibáta, sem að- eins einn eða tveir menn hafa róið. Annar flokkur er talinn sýna húðkeipa eða skinnbáta. Þeir bátar eru einnig litlir og virð- ast ekki mjög algengir eftir að kemur fram á bronceöld. Hefur tímabil þeirra þá verið að mestu eða öllu leyti undir lok liðið. Þi'iðji flokkur sýnir myndir af allstórum, margrónum skipum, löngum og rennilegum. Á mörgum þeirra er trjóna, er minnir að ýmsu leyti á galeiðutrjónur þær, sem algengar voru á herskipum Rómverja. Talið er, að þetta séu myndir af meiri háttar herskipum broncealdar- manna, fyrirrennurum langskipanna á víkinga- tímunum. Fjóröi floklcur táknar tiltölulega stutt, en breið og borðhá skip. Þar er vafalaust um að ræða kaupför og hafskip. Virðist þegar á þessu tímabili hafin sú tvískipting stórskipa, sem síð- ar nefndust langskip annars vegar, en knerrir hins vegar. Mjög er það athyglisvert um þessa síðastnefndu tegund skipa, hversu þau líkjast skipum Kríteyinga og Fönikíumanna, þótt minni hafi sennilega verið. Hlýtur sú spurning að\ vakna, hvort norrænir menn hafi ekki að ein- hverju leyti lært skipagerð af þessum fornu siglingaþjóðum við Miðjarðarhaf. Munu flestir fornfræðingar þeirrar skoðunar, að svo hafi verið. Hitt er vafasamara, með hverjum hætti þau kynni hafa orðið. Engan veginn er það óhugsandi, — raunar einna líklegast, -—- að Fönikíumenn eða Kríteyingar hafi komizt á hin- um tiltölulega góðu skipum sínum alla leið til Englands og Norðurlanda. Þótt mjög skorti á, að bergristumyndirnar varpi björtu ljósi á sögu norrænnar skipagerð- ar langt aftur í tímann, virðist óhætt að full- yrða þetta: Norðurlandabúar hafa stundað fiskiveiðar á bátum allt frá þeirri stundu, er fyrstu stein- aldarmenn tóku sér bústað í Skandinavíu. Á elztu tímum hafa farkostirnir einkum verið eih- trjáningar og skinnbátar. Síðar hófust meiri háttar siglingar og fjáraflaferðil’ á stórum við- arnökkvum. Einhvern tíma áður en bronceöld hófst var tekið að smíða báta eða seyma saman. Á bronceöld voru siglingar þessara þjóða komn- ar á allhátt stig. Þegar á fyrri hluta þess tíma- bils áttu þær allmikinn flota svo góðra skipa, að þau gátu, í sæmilegu veðri, siglt milli landa, t. d. til Bretlandseyja, og jafnvel lengra. Elztu leifar af skipi, sem fundizt hafa á Norð- urlöndum, er AZs-báturinn svonefndi. Hann er frá því á fyrri hluta járnaldar, eða 200—300 árum eldri en tímatal okkar. Bátur þessi fannst fyrir 26 árum, á eynni Als, úti fyrir austur- strönd Suður-Jótlands. Báturinn, ásamt farviði miklum og ýmsum gripum, sem með fylgdu, var í mýri einni, og svo meyr oi’ðinn, sem von- legt var, að hvergi mátti fingri á drepa. Samt tókst kunnáttumönnum að ná bátsleifunum upp og skeyta allt saman að nýju, svo að nákvæm- lega er vitað, hvernig skip þetta hefur verið. AZs-báturinn er. rúmlega 13 metra langur milli stafna og aðeins tveggja metra breiður miðskips. Dýpt hans er 68 cm. um miðjuna, en 77 cm. til endanna. Má af því sjá, að þeir rísa nokkuð, þótt lítið sé. Efnið í bátnum er lindi- tré, og er skrokkurinn allur gerður úr aðeins fimm plönkum, einum botnplanka, tveimur hliðarplönkum og tveimur borðstokksplönkum. Borðþykktin er mjög lítil, aðeins 1^/2 cm- Tré þau, sem plankarnir eru unnir úr, hafa verið mjög stór. Botnplankinn er um 50 cm. breið- ur um miðjuna, en mjókkar til endanna. Báðir endar bátsins, barki og skutur, hafa verið smíð- aðir í einu lagi, holaðir út úr stórum trjástofn- um og festir hvor á sinn enda botnplankans. Við endana eru svo hliðar og borðstokksplankar festir. Bönd bátsins eru örmjóar hesligreinar, bundnar við oka, sem skornir eru út innan á borðunum. I öllum samskeytum bátsins er hvergi nagli, hvorki járn né annar málmur hef- ur verið notaður til smíðinnar. Barki, skutur og borð hafa verið saumuð saman með harð- tvinnuðum ullarþræði og rifurnar þéttar með viðarkvoðu. Þófturnar eru reyrðar við efstu okana innan á borðstokksplönkunum. Þær eru 76 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.