Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 44
Grímur Þorkelsson: Lögun jarðarinnar Vorir fyrstu foreldrar. Sagnir segja, að Adam og Eva hafi orðið að fara að vinna fyrir mat sínum með líkamlegri vinnu, eftir að þau borðuðu hinn forboðna ávöxt. Hvort þau hafa haft nokkurn tíma til að hugsa eða hvað hugsanir þeirra snerust um, er ekki gott að vita. Ef þau hafa hugsað um það, hvern- ig jörðin væri í laginu, er sennilegt að bæði þau og afkomendur þeirra í marga ættliði hafi hald- ið að jörðin væri flöt og héldi kyrru fyrir í loftinu. Þannig hefur þetta litið út í þá daga í fljótu bragði séð og gerir það líka enn í dag. Stœröfrœöingar Forn-Grikkja. Á dögum Forn-Grikkja var svo komið þess- um málum, að hugsandi menn þeirra tíma voru farnir að brjóta heilann um þessi mál í fullri alvöru og þeir voru farnir að efast um að jörð- in væri flöt og kyrrstæð. Mestu spekingar þeirra voru jafnvel farnir að gera sér ákveðnar hug- myndir, sem hnigu í þá átt, að jörðin væri hnatt- laga og gengi í kringum sólina. Eftir því sem tímar liðu eignuðust þessar skoðanir fleiri og fleiri áhangendur í löndunum við Miðjarðarhaf. Kirkjan gerir sig gildandi. Þegar kom fram á 4. öld eftir Krist brá svo við, að sú hugmynd, sem verið hafði á uppsigl- ingu um lögun jarðar frá því á dögum Forn- Grikkja, féll ekki lengur í góðan jarðveg hjá ráðandi mönnum hins þekkta heims. Ástæðan var sú, að kirkjan tók í taumana. Skoðunin um hringsól jarðar og hnattlögun virtist ekki geta samræmst hugmyndum kirkju þeirra tíma um guðsótta og góða siði. Kirkjan tók því rögg á sig og boðaði þá kenningu í þúsund ár, að jörð- in væri flöt, héldi kyrru fyrir í loftinu og væri miðdepill alheimsins. Eftir þessum kenningum áttu allir að hegða sér. Allar aðrar skoðanir á þessum málum voru frá „þeim vonda“ og þeir, sem þær aðhylltust, skyldu dregnir fyrir lög og dóm sem villutrúarmenn. Þessi afstaða kirkj- unnar var auðvitað fráleit, enda hafði hún lam- andi áhrif fyrir alla framvindu öldum saman, BD en nútímamaðurinn hefur þó ekki ástæðu til að vera harður í dómum. Hann hefur að vísu margt og mikið afrekað, en á þó eftir að glíma við margt, svo ekki er að fullu séð hversu fastheld- inn hann verður við skynsamlega hugsun. Fáránlegar hugmyndir. Á þessu tímabili voru hugmyndir manna um jörðina yfirleitt hinar fáránlegustu. Margs kon- ar kynjasögur gengu ljósum logum meðal lærðra og leikra, einkum í sambandi við siglingar. Hættulegt var talið að sigla langt á haf út. Eng- in vissi hvar jarðkringlan endaði eða hvað þar tók við. Skip, sem hættu sér langt frá landi, máttu eiga þess vísa von að sigla fram af jarð- brúninni hvenær sem var og steypast út í botn- laust gímald. Þekking manna í siglingafræði var sáralítil og miðaði hægt áleiðis eins og eðli- legt var, því siglingafræðin byggðist á þekk- ingu á gangi himintungla og stærð og lögun jarðar. Sannleikurinn sigrar. Þrátt fyrir allar fjarstæður og fáránlegar kenningar voru þó alltaf til menn, sem að vísu höfðu hægt um sig, en leituðu sannleikans af einlægni. Sú leit lét ekki að sér hæða, en bar góðan ávöxt í fyllingu tímans. Órækar sann- anir fengust fyrir því, að jörðin væri hvorki kyrrstæð, flöt né miðdepill alheimsins. Þvert á móti var hún hnöttur, sem gekk í kringum sól- ina. Lengi hafði sannleikurinn orðið að lúta í lægra haldi fyrir bábiljum einum í þessu máli, en hér fór sem oftar, að þekkingarþrá manna og það, sem hún leiddi í ljós, varð ekki barið niður endalaust. Hótanir um eilífar kvalir og útskúfun og hræðsla manna við slíkt gat ekki lengur stöðvað flóð þeirra sannana, sem fyrir lágu. Þegar líða tók að lokum 15. aldar var kenn- ingin um það, að jörðin væri flöt og kyrrstæð, sú fjarstæða í hugum lærðra manna, að ekki var til neins að reyna til að bera hana á borð lengur með nokkru hugsanlegu móti. V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.