Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 46
Bendix - dýpta rmœla r Eins og kunnugt er, eru sjálfritandi dýptar- mælar orðnir á síðari árum einhver hin allra nauðsynlegustu tæki um borð í skipum, bæði vegna siglingaöryggis, en einnig og í stöðugt vaxandi mæli í þágu fiskveiðanna. Dýptarmælarnir hafa smám saman verið að fullkomnast, enda má nú orðið telja þá afar örugg og hentug tæki. Bendix-dýptarmœlir. BZ Um miðjan desembermánuð síðastliðinn var hér á ferðinni dýptarmæla-sérfræðingur frá Bendix-verksmiðjunum í Ameríku, en Danir og Norðmenn kaupa nú dýptarmæla þessarar teg- undar í stórum stíl í fiskibáta sína. Hafði sér- fræðingurinn meðferðis sýnishorn af dýptar- mælum þessum, sem þykja miklum kostum búnir. Meðan sérfræðingur þessi dvaldist hér, gafst skipstjórum, ritstjórum Víkings og Ægis og nokkrum útgerðarmönnum tækifæri til að kynn- ast Bendix-dýptarmælinum í notkun um borð í m.b. Dagsbrún, þar sem mælinum hafði verið komið fyrir til bráðabirgða. Var m. a. farin reynsluför hér inn á sund og reyndist mælir- inn mjög vel. Svo heppilega vildi til, að mælir- inn sýndi síldartorfu, og gafst þeim, sem í för- inni voru, kostur á að sjá hve greinilegar upp- lýsingar slíkt tæki sem þetta getur gefið um fiskitorfur. í reynsluför þessari kom í ljós, að hinir reyndu skipstjórar, ,sem þarna voru staddir, töldu Bendix-dýptarmælinn hafa ýmsa kosti fram yfir þá dýptarmæla, sem hér eru í notkun. Einkum eru -það eftirfarandi atriði, er þeir telja mæli þessum til gildis: Mælirinn er fyrirferðarlítill og mjög auðvelt að koma honum fyrir í fiskibátum, þar sem rúm er að sjálfsögðu takmarkað. Botnstykki hans er einfalt, aðeins 4 þumlungar í þvermál, svo að ekki þarf að skera sundur bönd til þess að koma því fyrir. 'Mælirinn sýnir botninn frábærlega glöggt, svo og fiski- og síldartorfur. Hann myndar botninn og fiskitorfurnar jafnt V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.