Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 3
Runólfur Jóhannesson: Fyrri grein Islenzk skipasmíði I nýlegum fréttum er frá því sagt, að bæði Norðmenn og Danir hafi byggt nýja gerð af fiskibátum og veki þeir á ýmsan hátt athygli manna. Þetta er ekki nema eðlileg og sjálfsögð þróun fiskveiðiþjóða, og sem alltaf á sér stað við og við, að eitthvað, sem kallast nýjung, og sé það máske raunverulega, komi fram á sjónarsviðið qg taki fram því, sem áður þótti gott eða við- unandi. Ætlunarverk og starfssvið fiskiskipsins er ætíð breytingum háð, þótt að sameiginlegu marki sé keppt. Veiðiaðferðirnar breytast að heita má frá ári til árs, veiðisvæðin breytast einnig, sum hinna gömlu og góðu fiskimiða hverfa og önnur ný finnast, máske langt frá þeim slóðum, sem áður hafði fiskast á um lang- an aldur. Það hlýtur að vera hverri þjóð, sem á heil- brigðum grundvelli starfar, metnaður, að þau tæki, sem hún á mest undir hvað afkomu snert- ir, séu sem haganlegast gerð, og helzt heima- gerð, ef þess er nokkur kostur. En hjá okkur íslendingum eru það ábyggilega fiskiskipin, sem afkoma okkar byggist mest á. Um langan aldur hefur sú stefna skipað önd- vegissess, að skip og bátar væru heimabyggð, eftir því sem frekast var kostur, og má rekja sögu innlendra skipasmíða jafnlangt landnáms- sögu Islands að heita má. Maður gæti nú haldið, að þessi stefna hefði haldizt, svo mjög sem öll afkoma okkar bygg- ist á miklum og góðum skipakosti, og öll okkar minni skip væru byggð hér heima, t. d. öll tré- skip allt að 300 lesta. Milli fiskimannsins og fiskiskipasmiðsins voru ætíð mikil tengsl, sem eðlilegt var. Báð- um var það metnaðar- og nauðsynjamál, að skipið yrði sem bezt og haganlegast gert. Af- koma fiskimannsins gat oltið á því, hvernig skip reyndist, og á sama hátt gat það orðið' skipasmiðnum dýrt spaug, að kasta höndunum til slíkra hluta. Það var og algengt, að skipa- smiðurinn væri tvennt í senn, sjómaður og v í K l N G u R er þjóðarnauðsyn skipasmiður. Höfuðatriðið í þessari iðju var það, að jafnframt því að skipið væri vel smíð- að og vandað að því leyti, varð það að vera gott sjóskip. Til þess nú að þetta gæti tekizt sem bezt, var það bezta ráðið fyrir skipasmið- inn, að stunda sjó eitthvert tímabil, svo hann af eigin reynd gæti kynnt sér sem bezt allar aðstæður, og hagað sér svo samkvæmt þeirri reynslu, er hann fékk á sjónum. Fiskibáturinn þarf að hafa ýmsa kosti fram yfir önnur för, af þeirri einföldu ástæðu, að honum er ætlað að vera gott sjóskip bæði með og án farms. Venjulega fer hann úr höfn án farms eða þá mjög létthlaðinn, en kemur svo einatt að landi mjög hlaðinn, þegar vel gengur með veiði- ferðina, en venjulegast þarf að hafa á hinn mesta flýti. Að vetrinum til er það birtan, sem skammtar af, þegar landróðrabáturinn á í hlut. Skipið, sem fiskar í ís, fær ákveðinn dagafjölda í veiðiferðina, þar verður einnig að flýta sér. Undir slíkum kringumstæðum er mikils kraf- ist af fiskibátnum. Fyrst og fremst þarf hann að fara vel í sjó, hvort sem hann er með eða án farms. Er vélin venjulegast látin knýja hann áfram eins og orka hennar leyfir, þótt vont sé í sjó, og jafnvel treyst á það tæpasta, hvað það snertir. Méðan á drætti veiðarfæranna stendur, ligg- ur báturinn venjulegast ferðlaus eða ferðlítill undir flötu, og á ýmsan hátt, eftir því sem bezt þykir henta. Hann þarf einnig þar að gera skyldu sína, helzt þarf hann að vera rólegur og léttur í andófi, og liggja vel á veiðarfærum, sem kallað er. Það er því ekki furða, þótt lag og fyrirkomu- lag fiskibátsins sé umdeilt, svo mikið sem það gildir, að hann sé sem haganlegast gerður á allan hátt. Svo mikið liggur hér við, að menn leggja ein- att á sig kostnaðarsöm ferðalög í þessu skyni, ef þeir á einhvem hátt gætu aflað sér meiri fræðslu, með því að hitta starfsbræður sína í fjarlægum löndum, kynnast högum þeirra og B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.