Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 5
ir þeirra byggðir upp að meira og minna leyti. Það lá því í augum uppi, að þar sem mikið var starfað á þessu sviði, þar hlutu einnig beztar upplýsingar að vera fáanlegar. Þessi fundarhöld stóðu yfir í tvo daga, og þegar svo var spurt að því seinni fundardag- inn, hvort til stæði að láta smíða báta í Svíþjóð, var því til svarað, að samningar stæðu yfir, en væru enn ekki fullgerðir. Svo fór um sjóferð þá. Að fengnum þeim upp- lýsingum, að það væru Svíarnir, en ekki við hér heima, sem öðlast hefðu náð í augum valdhaf- anna, og væri ætlað að inna þessi nýsköpunar- verk af hendi, máttum við fara heim, — og fórum heim. Við tveir, sem héðan f órum, f órum með varð- skipinu Ægi, lentum í austan stormi og vorum í 18 kl.st. frá Reykjanesi til Vestmannaeyja, en urðum svo að bíða í 20 tíma undir Eiðinu, þar til fært var í land. Þessar línur um ferðalagið heim set ég hér aðeins til gamans, en ekki vegna þess að það sé nein nýjung að tefjast vegna austanáttar á þessari leið, en það lá við að maður teldi þessa fyrirhöfn eftir sér, svona eftir á, þar sem ferða- lagið var farið í hreinu tilgangsleysi eða án nokkurs þess árangurs, sem þó fyllilega var bú- izt við að yrði af þessari skipasmiðaför til Reykjavíkur. Áframhald sögunnar er öllum kunnugt. Bái> arnir, sem byggðir voru í Svíþjóð, hafa ekki þótt hingað til sýna nokkra yf irburði f ram yf ir skip og báta, sem gerð hafa verið hér heima. Mikið dróst með smíði þeirra f ram yf ir það, sem upphaflega var gert ráð fyrir eða samið um, og sitt af hverju er vitað í sambandi við þá, sem ekki skal farið út í að þessu sinni. Hvort verðið var minna, sem þeir fengust fyrir, en verð báta smíðaðra hér heima, geta þeir bezt um borið, sem keyptu þá, en ég hefi ekki heyrt neitt um að svo hafi verið. Aftur á móti munu margir þeirra manna, sem sóttu bátana, hafa haft gott af þeim ferðalögum, viðvíkjandi kaup- um á ýmsum heimilisáhöldum og húsgögnum, sem með þeim voru flutt hingað til lands. Nýsköpunaráformin héldu áfram, margt var ennþá óunnið af því, sem ráð var fyrir gert. Eitthvað mun hafa verið farið að dofna með Svíana, og litið í fleiri áttir, því að í apríl 1945 sendir Nýbyggingarráð bréf til skipasmíða- stöðva hér, og óskar tilboða í smíði á 35 smál. bátum, og var í bréfinu sagt, að ákveðið sé að láta smíða 25 báta af þeirri stærð. Þessum bréf- um fylgdu uppdrættir af 35 smál. bát, og einnig af 55 smál. bát, sem ætlast var til að smíðað yrði eftir. 1 bréfi þessu segir ennfremur: „Ef þér kynnuð að eiga í fórum yðar teikn- ingu af bát af svipaðri stærð, sem þér þegar hafið smíðað eftir og reynzt hefur vel, eða þér teljið betri, er Nýbyggingarráð reiðubúið að ræða við yður smíði báta samkvæmt þeirri teikningu". Nú hittist einmitt svo á, að á þeirri smíða- stöð, sem ég vann við, höfðu tveir bátar með svipuðum stærðum og hér um ræðir verið smíð- aðir og höfðu að allra dómi reynzt mjög vel. Það þótti því ekki nema sjálfsagt, að smíða eftir þeim teikningum áfram, ef um semdist, enda var sú ákvörðun Nýbyggingarráðs mjög viturleg og í alla staði réttmæt, að reynslan yrði frekar höfð með í ráðum heldur en það, sem óvissan ríkti um hvort vel reyndist. Samt var nú reyndin sú, að örðugt ætlaði að verða að fá að smíða eftir öðrum teikningum en sendar höfðu verið frá Reykjavík, þrátt fyrir gefin loforð Nýbyggingarráðs. Ýmislegt var fundið til sem sönnun þess, að okkar bátalag hér í Eyjum væri ekki sem heppilegast, og í bréfi sem hingað barst, var m. a. sagt, að höfn- in hér í Vestmannaeyjum væri ekki nógu djúp fyrir þessa báta. Slíkar staðhæfingar sem þessar eru varla þess verðar, að segja þær eða setja á prent, nema í eitt skipti, en ég verð þó að minnast þeirra hér, þótt mér leitt þyki, því þær sýna berlega þá óvandvirkni, sem í frammi var höfð, og ókunnugleika á staðháttum, sem þó hefði vart mátt eiga sér stað í þessu tilfelli. Þessum viðskiptum við Nýbyggingarráð lauk nú samt svo, að hér voru byggðir f jórir bátar, tveir 65 smál. og tveir um 40 smál., án þess að stuðst væri á nokkurn hátt við aðkomuteikn- ingar, og er mér ekki kunnugt um annað en að þeir komist leiðar sinnar bæði utan hafnar og innan. Ég hef nú að nokkru reynt að lýsa því, hver áhrif afskipti ríkisvaldsins höfðu á innlenda skipasmíði og skipasmíðastöðvar yfirleitt. Þrátt fyrir góða hugmynd Nýbyggingarráðs um að taka tillit til skipasmíða almennt, varð reyndin önnur er til framkvæmdanna kom. Svo virtist, sem menn utan Reykjavíkur kæmu hér ekki til greina sem neinir ráðamenn um lag eða fyrirkomulag skipa og báta, þótt þeir gætu sýnt það og sannað, að þeir hef ðu byggt skip, sem vel hefðu reynzt og væru reiðubúnir að vinna áfram á sama hátt. Nei, „sirkilpunkturinn" var settur í Reykjavík, um hann varð allt að snú- ast, og oddur hans var meira að segja teygður alla leið austur í Svíþjóð, og þrátt fyrir vafa- sama reynslu af líkönum eftir hinum svokölluðu VÍKINGUR B9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.