Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 6
Reykjavíkurteikningum, er þau voru reynd í Stat. Skeppsprövningsanstalt í Gautaborg 1944, var samt hiklaust látið byggja eftir þeim, og er mér þó ekki grunlaust um að Svíarnir, sem þetta framkvæmdu, hafi gert einhverjar smá- athugasemdir, sem þó mun alls ekki hafa verið tekið tillit til. Hvers vegna voru svo Svíamir beðnir um að gera tilraun með nýtt skipalag einu ári seinna en smíði flestra báíanna var hafin eftir þessum Reykjavíkurteikningum, eða þegar aðeins var eftir að smíða f jóra báta af þeim 52, sem ákveð- ið eða samið hafði verið um byggingu á í Sví- þjóð? Hvers vegna veitti ríkisstjórnin fé til rannsókna og athugana á lagi fiskibátsins, þeg- ar aðeins var eftir að smíða fjóra báta? Hefði hún gert þetta, ef allt hefði verið með felldu? Nei, þess hefði varla þurft með. En hér fór eins og fyrri daginn, það var leitað langt yfir skammt. Hér heima höfðum við skip og báta, með góðu lagi, sem allir hefðu unað við. Það var því algjörlega ónauðsynlegt að leggja fram fé á nýjan leik til rannsókna á nýju skipa- lagi. Við gátum fengið þetta hér heima, kostn- aðarlaust, og lofað Svíunum að eiga sig, í það skiptið að minnsta kosti. * í fjórða tölublaði Ægis 1942 er grein eftir Davíð Ólafsson fiskimálastjóra með fyrirsögn- inni: Fullkomin skipasmíðastöS er þjóöarnauösyn. í grein þessari, sem er mjög athyglisverð, er m. a. sagt frá því, að ef allur fiskiflotinn er tek- inn í heild, frá minnstu þilfarsbátum allt upp í stærstu togara, verður útkoman sú, að 46,7% eru 20 ára og meira. Þá segir einnig, að stærsti aldursflokkurinn sé 25—30 ára og sé það nær því fimmti hluti alls flotans. Ennfremur segir: „Yfirlitið leiðir í ljós, að skipaflotinn er á hnignunarstigi. Hin yngri og betri skip verða stöðugt færri hlutfallslega, og hlýtur slíkt að leiða til ófarnaðar, ef áframhald verður á þeirri þróun“. í niðurlagsorðum greinarinnar eftir þennan framsýna mann segir svo: „Islenzka þjóðin sýndi glögglega hvers hún er megnug, ef málefnið er gott og forustan ör- ugg, þegar hún lyfti því Grettistaki, að leggja grundvöllinn að eigin skipastól með stofnun Eimskipafélags Islands. Ég vil hiklaust halda því fram, að nauðsyn á byggingu fullkominnar skipasmíðastöðvar er nú engu minni til tryggingar framtíð íslenzks sjávarútvegs og þar með íslenzku þjóðarinnar, 9D en nauðsyn á stofnun Eimskipafélagsins var á sínum tíma“. Það er dálítið athyglisvert, að bera saman þær staðreyndir, sem áttu sér stað á árunum eftir að grein þessi er skrifuð. I stað þess að fara að ráðum þessa manns, sem einnig er á margvíslegan hátt að öðru leyti tengdur sjávarútveginum og framþróun hans með störfum sínum, þá er þveröfugt farið að. í stað þess að efla innlenda skipasmíði eftir því sem mögulegt var og hægt hefði verið, þá er hún teygð út úr landinu, en innlendum skipa- smiðum sýnt tómlæti og skilningsleysi á marg- víslegan hátt. Og eftir að ríkisvaldið sleppti for- ustu um byggingu fiskibátanna, þá er það látið afskiptalaust, að efniviður, eik, er flutt héðan af landi og fengin í hendur finnskum skipa- smiðum og þeir síðan látnir smíða báta í stór- um stíl fyrir Islendinga. Ráðsmennska sem þessi var bæði mér og fleirum harla óskiljanleg. En tökum nú ennþá svolítinn samanburð. Ár- ið 1942 eru 46,7% fiskiflotans íslenzka 20 ára og eldri. Ef tekin er til samanburðar stærsta verstöð landsins, Vestmannaeyjar, nú 8 árum seinna, ,eða um síðustu áramót, þá verður útkoman þessi: Það eru ekki 46,7 % tuttugu ára og eldri af fiskibátaflota þeirrar verstöðvar, ónei, það verða 100% — eða meðalaldur 21 ár. Slík hnignun, sem hér er fyrir dyrum, kemur sennilega mörgum á óvart, og hér er raunveru- lega stefnt í voða, ef breyting verður ekki á þessu ástandi. Með tilliti til þess, að smálestatala bátanna er frekar lág, eða um 40 smál., má búast við að menn reyni að fá sér stærri báta, enda nokkur skriður kominn á í þeim efnum. Nú eftir ára- mótin hafa t. d. verið keyptir hingað þrír að- komubátar, en hver verður meðalaldur þeirra? Hann er rétt 30 ár!! Ég efast um, að nokkurn tíma í útgerðarsögu Eyjanna hafi slík afturför átt sér stað, og ekki nóg með það, það er útlit fyrir samskonar áframhald í skipakaupum, að óbreyttum að- stæðmn. Það er langt gengið, þegar góðir og gegnir útgerðar- og sjómenn, eins og segja má um marga í þessu plássi, vilja fá sér stærri bát, þá skuli engin leið fær önnur en sú, að fá það, sem aðrir vilja kasta frá sér fyrir elli, og ýmislegt miður gott, sem henni fylgir. Slíkt hefur ekki þekkst hér fyrvað heita má. Yfirleitt var það talið sjálfsagt, ef breytt var um bát, að láta byggja nýjan. Annað kom vart til greina, nema þá ef um sérstaklega góða eða svo til nýja báta var að ræða. — Framh. V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.