Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 7
GRÍMUR frORKELSSON: VEÐRÁTTAN Vindáttir. Þegar talað er um vindátt, þá er átt við átt- ina, sem vindurinn blæs úr. Stundum er logn, þá er enginn vindur. Þá blaktir ekki hár á höfði. Stundum er talað um áttleysu. Þá er mjög lítill vindur. Áttin er þá óákveðin og óráðin, sá vind- ur, sem fyrir hendi er, rokkar til, frá einni átt til annarrar. Vindurinn getur blásið úr hvaða átt sem vera skal. Þar er engin undantekning til, en allar áttir eru þó ekki jafn miklar vind- áttir eða ekki virðist það vera hér á landi. Vind- áttin er venjulega tilgreind í strikum og miðuð við seguláttir upp á f jögurra strika nákvæmni, t. d. N, NA, A, SA o. s. frv. Stundum er notuð tveggja strika nákvæmni, t. d. N, NNA o. s. frv., en sjaldan eða aldrei er meiri nákvæmni við höfð, þegar greint er frá vindátt. Stundum er annar háttur haf ður á. Þá er sagt: Norðlægur, norðaustlægur, austlægur o. s. frv. Þegar þessi háttur er við hafður, þá getur vindurinn ýmist verið rakinn á þeirri átt, sem tilgreind er eða þá dálítið öðru hvoru megin þar við. Aðeins tvær vindáttir eru fullkomlega sjálfstæðar. Þær eru norðrið og suðrið. Allar aðrar vindáttir eru hjálparáttir þeirra og ganga erinda þeirra að meira eða minna leyti. Vindáttin hefur mikla þýðingu fyrir gæði veðursins. Allar norðlægar áttir boða kulda og snjókomu, en suðlægar áttir boða hlýindi og hláku. Skáldin hafa kunnað að lýsa þessu eins og flestu öðru. Um sunnanátt- ina stendur skrifað: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, á sjðnum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum". En um norðanáttina þetta: • „Nordan hardan gerdi gard. Geysi hardur vard hann". Hér er mikill. munur á veðurlýsingu, enda er reginmunur á sunnan blíðu og norðan garði. Þó VÍKINGUR norðlægar áttir valdi yfirleitt köldu veðri, en suðlægar áttir hlýju alls staðar á landinu, þá valda þó hinar ýmsu vindáttir mjög mismun- andi veðri í hinum ýmsu landshlutum. Hér að framan skipti ég öllum vindáttum í tvo flokka, norðlægar áttir, sem allar ganga erinda norð- ursins og kuldans og suðlægar áttir, sem ganga erinda suðursins og hlýindanna. Þessum tveim- ur aðalf lokkum og andstæðingum má svo skipta í smærri flokka. Ég læt nægja að skipta hvor- um flokki fyrir sig í tvennt. Verða þá áttirnar jafnmargar og fjórðungarnir. 1 fyrsta fjórð- ungi verður norðaustanáttin, í öðrum f jórðungi suðaustanáttin, í þriðja f jórðungi suðvestanátt- in og í fjórða fjórðungi norðvestánáttin. Fara nú hér á eftir nokkrar lauslegar athugasemdir um þessar f jórar aðaláttir. Norðaustanáttin. Sennilega má slá því föstu, að norðaustan- áttin boðar lítið gott hér á landi, þegar allt er fram talið. Þrálát norðaustanátt að sumri. þýð- ir síldarleysi fyrir norðan, vegna dimmviðris og illra sjóa, sem henni fylgja þar.Tillandsinsveld- ur þetta hallærisástandi vegna óþurrka á Aust- ur- og Norðurlandi. Varla næst nokkur baggi í garð meðan ótíðin stendur, en það litla, sem næst, er hrakið og skemmt og því varla skepnu- matur. Að vetri er þrálát norðaustanátt einnig hinn mesti vágestur, bæði til lands og sjávar. Henni fylgir oftast nær stormur, frost og snjó- l koma einhvers staðar á landinu, en stundum um land allt. Afleiðingin af þessu er sú, að snjóa- og svellalög leggjast yfir landið svo hvergi sést á dökkan díl, en haglaust verður með öllu í mörg- um landshlutum. Fénaður kemst á gjöf, en ófærð verður svo mikil, að samgöngur teppast á fjall- vegum. Fylgi þessari átt mikil og langvarandi hvassviðri, er heldur ekki hægt að róa til fiskj- ar, að minnsta kosti ekki á smáskipum, stærri skip eiga líka í erfiðleikum á djúpmiðum vegna frosthörku og stórra sjóa. Afleiðingum þéssarar veðráttu hefur verið lýst þannig: 91

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.