Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 8
Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: „Minnkar stabbinn minn magnast harðindin. — Nú er hann enn á norðan næðir kulda él yfir móa og mel myrkt sem hel“. Um ástandið til sjós stendur þetta meðal annars: Mararbára blá brotnar, þung og há, unnarsteinum á ygld og grett á brá; yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn harmar hlutinn sinn hásetinn. Ekki væri rétt að hafa ekkert nema last um norðanáttina að segja, því fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Á Suður- og Suð- vesturlandi er norðaustanáttin stórum betri en annars staðar á landinu. Að vetri til er snjó- koma venjulega minni henni samfara og að sumri til er þetta yfirleitt ágætis átt, sem flyt- ur sólskin og heyþerri. Suðau8tanáttÍTU Ekki man ég til að hafa heyrt talað um still- ur í sambandi við suðaustanátt, sem ekki er heldur von, því helztu einkenni þessarar áttar eru þýðviðri, stormur og rigning. Allar áttir eru vindáttir, ef svo ber undir, rétt er það, en suðaustanáttin virðist þó vera það fyrst og fremst. Ekki er þó sama hvar á landinu hann blæs, þegar hann kemst á suðaustan. Harðast blæs hann á þessari átt við suður- og suðaustur- ströndina. Snúist hann á annað borð til suð- austurs með eitthvað, sem er annað og meira en venjuleg góðviðrisgola, þá er óðara kominn stormur í Vestmannaeyjum og þar í grennd, en oft er það hreint og beint ósvikið rok. Svæðið kringum Vestmannaeyjar er mesta stormasvæði við Island og oftast er það suðaustanáttin sem þar ræður ríkjum. Af þessu má sjá, að sjósókn frá Vestmannaeyjum er erfið og hættuleg á vetrarvertíð. En sjórinn við Vestmannaeyjar er gjöfull á vetrarvertíð. Hann er því sóttur af kappi. Aðeins í verstu veðrum er ekki farið á sjó. Suðve8tanáttin. Þegar hvöss suðvestanátt er um land allt að vetri til, þá veldur hún venjulega illviðri við suður- og suðvesturströndina. Fylgir henni þá ákaflega úfinn sjór með koldimmum hríðar- 92 byljum. Hvernig stendur á þessum kuldahryss- ing hinnar suðrænu áttar, veit ég ekki, en ekki er ólíklegt, að þar gæti áhrifa frá jökulbreið- um Grænlands. Fyrir austan og norðan land veldur suðvestanáttin allt öðru veðri. Upp við landið og inn á flóum og f jörðum er sléttur sjór. Þar eru þá venjulega hlýindi og bjartviðri. Þeg- ar því þrálátir útsynningar og illviðri eru á Suður- og Suðvesturlandi, þá er venjulega ein- munatíð og himinblíða á Austfjörðum og Norð- austurlandi. Norðvestanáttin. Norðvestanáttin er skilgetið afkvæmi Norðra gamla og því köld. Á vetrum er hún nístings- köld og veldur harðindum. Henni fylgir venju- lega ekki nærri eins mikil snjókoma og norð- austanáttinni, enda er hún ekki nærri því önn- ur eins illviðrakráka. Þegar norðvestanáttin er norðlæg og búin að rusla dálítið til, hægir hún oft á sér, hreinsar loftið og stendur stundum lengi með stillum og björtu veðri. Norðvestan- áttin verður oft ákaflega hvöss á Austf jörðum. Þegar það ber til, sést ekki skilsmynd á yfir- borði láðs og lagar. Allt hylst í einum mekki, þá er gufurok. Gamlar veðurspár (Úr rími Þorláks biskups, prentuðu 1671 o. fl. heimildum). Gott veður fyrst og síðast í Januario halda sumir góðs vetrar teikn. Þurr skyldi Þorri, þeysöm Góa, votur Einmánuður, — þá mun vel vora. Sjái ekki sól þriðjudag í föstuinngang, mun oft heið- ríkja um föstuna. Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji. Þá mun Góa góð verða. Ef hún Góa öll er góð, — að því gæti mengi — þá mun Harpa, hennar jóð, herða á snjóa strengi. Heiðríkt veður með frosti í Martio halda sumir góðs árs teikn. Votviðri í Aprílmánuði merkir frjósamt sumar. Sumarið og veturinn á að frjósa saman: Frjósi sumars fyrsta nótt, fargi enginn á né kú. Gróðakonum gerist rótt. Gott mun verða undir bú. ' VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.