Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Síða 9
Síðasta sjóferðin d m.b. Þormóði ramma Kl. 5 aðfaranótt 26. nóvember 1950 var skips- höfnin á m.b. Þormóði ramma „ræst“ í sjóferð. Veðrið var ágætt og spáin sæmileg fyrir Norð- urland, hægviðri fram á kvöldið, en hvass norð- austan út af Vestfjörðum. Fóru því allir á sjó héðan frá Siglufirði. Farið var í rúman klukku- tíma frá Siglufirði í NV. Kl. 8,30, er búið var að leggja línuna, var vindur ennþá hægui’, en kvika. Fara þá skipverjar niður, til að fá sér bita, en þar sem áliðið var orðið, var ekki búizt við, að lengi yrði legið yfir. En kl. rúmlega 9 kallar skipstjóri, að bezt sé að fara að draga, og fóru skipverjar þá þegar á þilfar. En þá var veður orðið æði breytt og veðurútlit hið versta, dimm kafaldsél komin og haugasjór. Línan var nú dregin eins fljótt og hægt var, og gekk ágæt- lega að draga til kl. 12, en þá fór línan að fara í sundur, enda gömul, og veður og sjólag orðið mun verra. Kl. 3 var búið að draga alla línuna. Var nú allt gert vel sjóklárt, og gengið frá öllu eins örugglega og frekast var unnt, m. a. allir strengirnir teknir af hekkinu og látnir fram í • fiskikassa. Síðan var vegmælir settur út og haldið af stað í land. Á landleiðinni voru þrír skipverjar í stýris- húsi, þeir Kristján skipstjóri, Tómas vélstjóri og Jón Sæmundsson háseti, en Halldór Péturs- son var frammi í lúkar og lagði hann sig á landleiðinni. Kominn var nú norðaustan storm- ur og þreifandi bylur. Ferðin gekk allvel, og fengum við á bátinn aðeins einn hnút, sem telj- andi var. Kl. rúmlega 4,40 sáum við Sauðanes- vitann, og virtist afstaða af honum vera góð. Fórum við nú að hugsa um, að ekki væri löng stund þar til við kæmumst í lygnan sjó. En inn á fjörðinn áttum við samt ekki að komast á Þormóði í þetta sinn. Því, sem skeði á næsta augnabliki, er ekki gott fyrir neinn að lýsa svo sem skyldi. Við finnum hvar ægilegur brotsjór skellur ofan á bakborðshornið, og erum í sama vetfangi allir á kafi í sjó. Við heyrum, að vélin rásar, eins og skrúfan missi sjó, en nokkru síðar hægir hún á sér og stöðvast. Eins og allt var umhorfs, er V í K I N G U R báturinn hafði rétt sig, virtist allt benda til þess, að hann hefði farið veltu. Eftir áfallið var útlitið í stuttu máli þannig: Stýrishúsið brotið, allt lauslegt farið af þilfari, lóðaflækjur hangandi út af bátnum og uppi í reiða, vélin stöðvuð og báturinn hálfur af sjó. Aðeins einn strengur var fastur uppi í bómustag og náðum við honum og notuðum í belginn, sem við létum reka í land, eins og síðar segir. Þannig útlít- andi var báturinn nokkuð langt frá landi, og vissum við, að hann héldist ekki lengi á floti, fengi hann á sig fleiri slíka sjóa. Gerðum við þá það eina, sem við gátum gert, komum upp fokkunni og hugðumst komast þannig sem næst landi og vestar. Stýrið var í lagi, og stóð skip- stjórinn við það og reyndi að halda bátnum sem bezt undan veðri og sjó, því okkur rak nú all- hratt að landi. Við vissum ekki með neinni vissu hvernig landtakan yrði þarna, en útlitið var mjög ljótt, eins og við síðar sáum betur, því þarna er afar skerjótt, en við eygðum ekkert fyrir hafróti og byl. Eftir þetta fengum við ekki á bátinn neinn stórsjó, svo ekki bættist neitt við í hann, þar til nokkru síðar, er hann tók niðri. Voru þá sker fram af honum, út af hliðinni og fyrir aftan hann. Hefði báturinn lent á einhverjum af þessum skerjum, hefði hann brotnað í spón og sokkið, en nú hlífðu þau okkur fyrir stærstu sjóunum. Við vissum það einnig, að sú staðreynd, að þannig tókst til, var ekki okkar verk, heldur þess, sem öllu stjórnar. Megum við vera og erum Guði þakk- látir fyrir að okkur var bjargað. Síðar kom í ljós, að þarna mátti engu muna. Þetta var ein- asti staðurinn, þar sem hægt var að komast svona nærri landi á þessum slóðum. Síðan rak okkur vestur með landinu og allnærri landi. Langar okkur nú til að segja, með nokkrum orðum, frá veru okkar í bátnum eftir að hann strandaði, aðstöðu til björgunar, björgun og móttöku á Sauðanesi. Eftir að báturinn var orðinn réttur aftur, fór Tómas vélstjóri ofan í káetu og kallaði í talstöðina hvað komið hafði fyrir, og að við óskuðum aðstoðar, ef hægt væri. 93

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.