Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 12
Hinn 4. júlí 1919 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni Valgerði, dóttur Ólafs Theódórs Guðmundssonar byggingameistara í Reykjavík og fyrri konu hans H61m- fríðar Pétursdóttur. Börn Magnúsar voru sjö: Bragi, lögregluþjónn á Siglufirði, sem hann átti fyrir gift- ingu með Jóhönnu ljósmóður Jónsdóttur dýralæknis Þórðarsonar — og hjónabandsbörnin Hólmfríður, Pétur Ólafur, Vigdis Valgerður og Guðrún — 511 á Siglufirði, eftir því, sém ég bezt veit, tvö ennþá í foreldrahúsum — Sigriður, sem dó £ æskubernsku og Magnús, er lézt 15. apríl 1946 — 10 dögum fyrir lát ömmu sinnar — aðeins 16 ára gamall, mesti efnispiltur. Voru erfiðir dagar hjá Valgerði og dapurleg heimkoma hjá Magnúsi þá um vorið, en hann hafði dvalið erlendis, svo sem oft endranær, er báðir þessir atburðir gerðust. Hann var hinn umhyggjusamasti heimilisfaðir og fundu börn hans vel, hvern félaga og vin þau áttu í honum. Fyrr á árum tók Magnús drjúgan þátt í opinberum málum á ísafirði, skrifaði greinar, talaði á fundum og var ofarlega á framboðslistum við bæjarstjórnarkosn- ingar. Á þeim baráttuárum var mörgum áhugamann- inum heitt í hamsi, og það átti áreiðanlega ekki við skapferli og gáfur Magnúsar að sitja hjá. Hann var róttækur jafnaðarmaður alla tíð; lengst af f Alþýðu- flokknum. En svo skapmikill og herskár, sem hann var að eðlisfari, reyndist þó drengskapurinn og hreinskiln- in alltaf öllu öðru sterkara. Það brást aldrei. Man ég mörg dæmi þess síðar, að þá er samherjar hans stund- um gerðu harða hríð að f jarstöddum andstæðingum — og þótt þeir segðu e. t. v. ekki aukatekið orð umfram það, sem hann sjálfur hugsaði og myndi hafa mælt ófeiminn og eftirminnilega upp í opið geðið á þeim — reis hann til varnar og dró fram sjónarmið mótherj- anna. Og þetta gerði hann svo heils hugar, að taka varð tillit til. Það var ekki til að sýnast, og gilti við- víkjandi hvaða ágreiningsmálum sem var. Á síðari árum stóð Magnús framarlega í ýmsum félagssamtökum á Siglufirði og átti beinlínis frum- kvæði að stofnun eða endurreisn sumra. Þannig var hann formaður Byggingarsamvinnufélagsins þar á staðnum, ritari Slysavarnadeildarinnar, skipstjórafé- lagsins „Ægis", og Rotaryklúbbsins um tíma, og gjald- keri Sjómannadagsráðsins þar um margra ára skeið. Þá var hann og áhugasamur kaupfélagsmaður og trúði á heilbrigðan mátt samvinnusamtakanna, svo langt sem honum fannst þau ná. Magnús var ágætur félagsmað- ur, að vísu í frekara lagi gagnrýninn, fannst sumum, en glöggskyggn, ósérhlífinn og áhugasamur, vel máli farinn og prýðilega ritfær. Hann vildi alltaf láta eitt- hvað gerast. Alþingishátiðarárið gerðist Magnús starfsmaður Síld- areinkasölu ríkisins. Árið eftir flutti hann atvinnu sinnar vegna búferlum frá Reykjavík til Akureyrar fyrst, en síðar til Siglufjarðar 1934. Má segja, að þá fyrst hafi hann fyrir alvöru sveigzt inn á það verk- svið, sem hans mun lengst minnst í sambandi við. Eftir að einkasalan var lögð niður, annaðist Magnús síldarverkun fyrir ýmsa stærstu síldarsaltendur, svo sem t. d. Ingvar Guðjónsson og Kaupfélag Eyfirðinga, annað hvort sem verkstjóri eða eftirlitsmaður. Skömmu eftir að Síldarútvegsnefnd tók til starfa á miðju ári 1935, réðist hann svo til hennar og hafði með höndum eftirlit með matjessíldarsðltun aðallega og yfirtSku er- lendra síldarkaupenda á þeirri vörutegund. Fór hon- um allt það mætavel úr hendi og hélt hann þeim starfa til ársins 1938 að Síldarmat* ríkisins var stofnað, en þá varð hann síldarmatsstjóri og gegndi þeirri þýð- ingarmiklu stöðu til dauðadags. En Magnús átti merki- legan þátt í undirbúningi hins nýja embættis og í hans hlut féll einnig að bera hitann og þungann af fram- kvæmd viðkomandi landslaga, sem vissulega voru þá mjög umdeild og snertu ýmsa á mjög svo viðkvæman hátt. Þar var því ábyrgðarmikið vandaverk að vinna. Persónuleg kynni okkar Magnúsar hófust ekki fyrr en við vorum báðir starfsmenn síldarútvegsnefndar. En frá þeim tíma fylgdist ég vel með störfum hans og þykist nokkuð geta um þau borið. Það sýnir vel, hvernig Magnús skildi og tók hlut- verk sitt, að á meðan hann enn var hjá Síldarútvegs- nefnd og á fyrstu árum Síldarmatsins, tók hann sér fyrir hendur margháttaða forystu í síldverkunarmál- unum, sumpart algerlega fyrir utan það, sem trúnaður hans og embættisskylda kröfðu. Þá stofnaði hann Lands- samband síldarverkunarmanna, gerðist aðalhvatamaður að útgáfu blaðsins „Síldin", sem einkum átti.að ræða síldverkunarmál, og skrifaði „Handbók síldverkunar- manna", er prentuð var sem handrit 1939, en áður og samtímis veitti hann forstöðu námskeiðum fyrir eftir- litsmenn við síldverkun. Enginn værukær embættismað- ur, sem launin eru aðalatriðið, hefði lagt á sig það mikla erfiði, sem allt þetta kostaði. En Magnúsi var ljúft og létt hvert spor, sem lá að því takmarki að hefja síldverkun landsmanna á hærra stig. Það var honum kært hugsjónamál, og á því sviði var honum ekkert óviðkomandi. Með eigin breytni sem síldverkunarmaður, trúnaðar- maður Síldarútvegsnefndar, síldarmatsstjóri og síðast en ekki sízt sem áhuga- og hugsjónamaður, hefur Magn- ús innt af höndum merkilegt og erfitt brautryðjanda- starf, er mun seint verða metið sem vert er. Viðvíkj- andi þessum málum voru menn löngum ekki á eitt sátt- ir, að ekki sé dýpra tekið í árinni, en með einstæðum hæfileikum sínum, víðsýni og með fádæma viljaþreki tókst Magnúsi að sigla þessum viðsjárverðu málum heilum í höfn, þannig, að andófsraddirnar hafa nú flestar eða allar þagnað hér innanlands, og tiltrú er- lendra síldarkaupenda, sem til þekktu, var fljótt slík, að þeir í mörgum tilfellum þorðu óhræddir að kaupa síldarframleiðslu okkar óséða fyrir milljónir króna sam- kvæmt gæðaflokkun og mati embættis Magnúsar. Er það að mínum dómi einn mesti sigur íslenzkrar vöru- vöndunar og viðskiptasiðgæðis á þessu sviði, unninn við erfiða aðstöðu, og hlýtur að verða skráður gullnu letri í sögu útflutningsframleiðslu þjóðarinnar. Þarna vann Magnús — að visu með þýðingarmikilli samvinnu við ýmsa góða forvígismenn síldarútvegsmálanna, en líka, og því má ekki gleyma, í fullkominni óþökk og and- stöðu margra — stórkostlegt afrek, sem honum var aldrei fullþákkað í lifandi lífi, en ætti a. m. k. að við- urkennast að honum látnum. Við vitum nú, hvað Magnús gerði, en ekki hvað það kostaði hann. Ég man hann í styrnum, einbeittan, viljafastan og óhvikulan, enda þótt hann gengi e. t. v. sjaldnast heill til skógar. Hann þótti þá oft viðskotaillur og þver. 96 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.