Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 13
Magnúa Vagnsson: Ferð til útlanda 1911 Eftirfarandi frásögn flutti Magnús heitinn Vagnsson á fundi í Rotaryfélagi Siglufjarðar 6. september 1950. Mun þetta vera síðasta ritsmíðin, sem eftir hann liggur. Það atvikaðist svo, að ég fór til útlanda 1911, — og var ekki vonum fyr, því nokkur undan- farin ár haf ði áhugi á utanferðum marga nótt- iha haldið vöku fyrir mér og jafnöldrum mín- um og stallbræðrum á Isafirði. Umræðurnar snerust um dýrðlega möguleika í hinum og þess- um f jarlægum löndum. Helzt lítt numdum eða alveg óbyggðum. Argentína, Grænland eða Jan Mayen voru á dagskrá, og það var meira að segja dálítil von um, að við kæmumst til Jan Mayen. Maður hét Hrólfur Jakobsson, Húnvetningur að ætt, afburða duglegur og snjall skipstjóri. Hann hafði einsett sér að nema land á Jan Mayen. Ætlun hans var að kaupa eða leigja mótorskip nokkurt, er Elliði hét, um 30 tonn að stærð. Á þetta skip ætlaði hann sér að ráða nokkra menn, helzt einhleypinga, unga stráka, sem þó kynnu vel að fara með byssu. Skipið átti að búa vel að vistum. Sigla því síðan um haustið til Jan Mayen, þar átti að lenda skip- inu á hentugum stað, hrófa það upp og búa í því yfir veturinn og jafnframt að byggja hús á landi úr rekavið. Næsta sumar átti svo, ef ástæða væri til, að senda Elliðann heim með grávöruna og að sækja vistir og vera síðan í förum fyrir leiðangurinn, sem þá væri fluttur í land. Þriggja ára búsetu var sagt að þyrfti til að helga sér eða sínu landi landnámið, að alþjóðalögum eða venju. Þessar fyrirætlanir Hrólfs voru á fárra vit- orði. Gunnar Kristinsson, „einn af oss", komst að þessu og sagði okkur Árna Guðjónssyni eftir órjúfandi svardaga um þagmælsku. Gunnari var svo falið að leita hófanna um skiprúm handa okkur þremur og var því vinsamlega tekið, þegar þar að kæmi, álitumst við brúklegar skytt- ur. Æfðum við svo þessa íþrótt af kappi, — og mátti ekki á milli sjá, hver þættist beztur. En svo drukknaði Hrólfur Jakobsson 20. des. 1910. Hann var aðeins 32ja ára. Þar mátti með sönnu segja að varð óbætanlegur mannskaði. Minnist ég ekki annars manns, sem eins al- mennt og vel var treyst til stórra afreka og Hrólfi. Svo hafði honum vel farnast við allt, er hann tók sér fyrir hendur. Aldrei hef ég efast um, að Hrólfi hefði lánast landnámið á Jan Mayen, ef honum hefði auðnast lengri líf- dagar. Ekki átti það heldur fyrir okkur þre- menningunum að liggja að komast til Jan Mayen. ; Ýmsir kveinkuðu sér og dómarnir voru ekki alltaf sem elskulegastir. En hafi Magnús eiristaka sinnum verið svalari en nauðsyn krafði, hygg ég að þar hafi þá verið um að ræða álika „frostrósir" og Bjarni Thor- arensen talar svo meistaralega um í eftirmælum Odds Hjaltalín. Magnús missti aldrei sjónar af settu marki og karlmennska hans var slík, að hann kaus heldur að verða skotspónn, jafnvel eitraðrá örva, heldilr en að víkja hársbreidd frá því, sení hann vissi sannast og réttast og áleit þjóðárarnauðsyn. Þessi fátæklegu orð mín eru þegar orðin fleiri en ég bjóst við í upphafi, en þó ekki nema lítið brot þess, sem á leitar, þegar nú hugurinn hvarflar til Magnúsar Vagnssonar að honum öllum. Þ6 langar mig til að minn- ast þess að lokum, hve skemmtilegur og góður félagi hann var; f jölfróður, víðlesinn, notalega Mminn og leik- VÍKINtaUH andi hagmæltur — hrókur alls fagnaðar í glöðum hóp. Frásagnarhæfileiki hans var ljómandi; málið oft mergj- að og litauðugt og stundum eilítið forneskjulegt, þegar hann brá slíku fyrir sig tilgamans, og finnst mér nú, er ég eftir á hugsa til þess sérstaklega, sem hann á sínum béztu stundum hafi átt skilið hina klassisku lýs- ingu Einars Benediktssonar: „ ... þfnar sögur, þfn svör voru sjóir með hrynjandi trafi". ¦— Vinátta Magnúsar var traust og sonn, og hann var sá yinur, sem til vamms sagði. Um hvort tveggja þetta get ég persónu- lega borið af eigin raun. Ég kveð þennan ágæta vin minn og mæta mann með þökk og virðingu. Og ég óska honum unaðslegrar hvíld- ar eftir erilsaman dag. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.