Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 14
Samt komst ég að sem háseti á Elliðann á útmánuðum 1911. Hafði þá norskur maður, Andreas Förland, leigt skipið. Var áhöfnin norsk að hálfu leyti og skyldi nú haldið í suð- urveg, þ. e. suður í Eyrarbakkabugt. Þar átti að kaupa lifur fyrir lítið verð af allra þjóða fiskiskipum, sem annars köstuðu lifrinni. Hana átti svo að bræða til meðalalýsis um borð í Elliða. Var komið við í Reykjavík og tekinn um borð gufuketill og annar umbúnaður. M. a. nokkur hundruð sementspokar undir lifrina og doría svo stór, að hún varð ekki innbyrt, en höfð í eftirdragi. Ennfremur voru meðferðis 3 kassar af whisky til að mýkja viðskiptin við væntanlega trollaraskipstjóra. Svo var lagt af stað frá Reykjavík með birt- ingu í suðvestan slætti. Ekki hafði vél Elliða á móti kulinu. Var því tekið til segla og slagað út flóann. Náðum við til Hafnarfjarðar um kvöldið með doríuna í kafi og sligaða aftan í. Sagði þá skipstjórinn, Jón Pálsson, Norð- mönnunum ákveðið, að fenginni reynslu, að hvorki væri leggjandi í Eyrarbakkabugt með skipið né aðrar áætlanir þeirra. Lágum við í Hafnarfirði það sem eftir var vertíðar, og þurfti ekki lengra að fara. Feng- um við þar lifur af margra þjóða skipum, sem inn komu. Aðallega enskum togurum og norsk- um lóðaveiðurum. Gegndi ég tveim embættum um borð^var aðstoðarbræðslumaður og formað- ur á doríunni við lifrarflutningana. Kynntist ég nokkuð ýmsum viðskiptavinunúm og hélt mig þá mest að skipstjórunum, enda voru þeir stéttarbræður að heita mátti. Ég var þó á doríunni. Segir ekki meira af þessu, nema við fórum heim til ísafjarðar á Elliðanum um lokin. Nokkru síðar mætti ég Marselíusi Knudsen, skipstjóra á norska línuveiðaranum „Alken", á götu á Isafirði. Hann þekkti mig frá lifrar- flutningunum í Hafnarfirði. Spurði hann mig nú, hvort ég gæti vísað sér á mann, sem hann gæti fengið fyrir háseta. Datt mér þá samstundis í hug að látast vera maður, og fannst jafnvel í svipinn, að ég væri það. Varð mér nú hugsað til orðstírs þess, er norskir fiskimenn höfðu á Isafirði um þær mundir. En þeir voru dæmdir eftir þeim, sem menn höfðu mest kynni af. Það voru nokkrir norskir kútterar, vélarlausir, sem stunduðu dor- íuveiðar fyrir Vestfjörðum. Þetta voru árlegir gestir á ísafirði og vikulegir meðan vertíðin stóð. Þeir komu inn á laugardögum og fóru á þriðjudögum eða seinna. Enginn vissi til, að þeir ættu þangað annað erindi en að fara á fyllirí. En það var stundað af svo mikilli alúð, að ef ekki var til annar kaupeyrir, þá seldu þeir af sér stígvélin og olíufötin fyrir brenni- vín. Það var ekki óalgengt, að þeir væru reknir um borð eða settir inn á sokkaleistunum, og fyrir kom víst, að þeir væru buxnalausir. Þetta voru álitin sluddamenni. Og lítill vandi hélt ég að væri að jafnast á við svoleiðis kalla. Ég bauð því sjálfan mig fram í skiprúmið hjá Knudsen. Aðspurður hvort ég væri vanur og fljótur að beita, lét ég vel yfir því, en þótti vissara að geta þess, að Norðmenn myndu hafa ýmsar aðrar aðferðir við lóðir en ísfirðingar. Kannaðist Knudsen við það, en sagði ég myndi fljótt venjast því, sem frábrugðið væri. Þar með réði hann mig. Ég fór samstundis um borð og við út á veiðar. Er ekki að orðlengja það, að skiprúmið var miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugar- lund. Þarna var valinn máður í hverju rúmi — nema Islendingsins. Ég var engu vanur, nema nokkuð á skaki. Þeir þaulvanir og hörkumenn. Ég óharðnaður heimaalningur. Ég held það almennt viðurkennt, að f iskimenn séu hraustustu sjómenn hverrar þjóðar og á þessum árum voru Háleygir og aðrir norðlend- ingar taldir hraustastir fiskimenn í No.regi og eru máske enn. Skipshöfnin á „Alken" var öll frá Hálogalandi og býsna ólík doríuköllunum, sem áður er getið. Við þeim hefði ég haft, en hvernig sem ég reyndi, gerði meira en ég gat og hélt við gráti af bræði að geta ekki haldið í við Háleygina, þá varð ég að þola þá smán þessa þorskvertíð til enda að vera seinastur að beita. Fyrir utan dugnaðinn var skipshöfnin á „Alken" fyrirmyndarfólk. Hef ég eignast eins góða félaga síðan, en enga betri. . Skipstjórinn sómdi sér vel með slíkum mönn- um. Fiskikóngur þessa vertíð og fleiri, yfir Norðmönnum á Islandsmiðum. Og sá prúðasti yf irmaður, sem ég hef kynnst. Ég var með honum tvö sumur. Hann bölvaði aldrei fyrra sumarið, en tvisvar hið seinna, enda voru þá ærin tilefni pg þó oftar hefði verið. Honum gekk þó ekki til trúhræsni. Og hef ég aldrei heyrt annars eins hófsmanns getið í þessum efnum. . Svo fórum við á síldveiðar. Þar;þarf ekki að verða eins mikill mannamunur, þó óvaningur slæðist innan um. Enda líkaði mér nú betur. Við héldum út frá Raufarhöfn. Þar átti út- gerðarmaður „Alken", Th. S. Falck í Stavang- er, söltunarstöð og rak hana sem íslenzkur væri. Allir ráðamenn á þeirri stöð voru norskir. Is- lendingar þóttu þá almennt, hvorki þarna né 9B VI Kl N QU R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.