Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 15
annars staðar, varla hæfir í ánnað en undir- tyllustöður á síldarstöðvum. Ekki var nú hátt á okkur risið þá. Þó var þetta ár hert á landhelgislögunum. Skyldu nú útlend skip draga nótina úr bátun- um og hafa þá uppi í „davídum" er þau væru í landhelgi. Þetta varð til þess að lítill gufu- bátur frá sama útgerðarfélagi varð að hætta við að fara á síld. Þótti of lítill til að hafa báta uppi — og svo bjó hreppstjórinn á Eaufarhöfn í næsta húsi við söltunarstöðina. Annars held ég þeim hefði verið óhætt að hafa bátana aftan í. Aldrei sá ég íslenzkt' (eða danskt) varðskip þær tvær vertíðir, er ég var á síld með Norðmönnum. Hefðu þau þó stund- um átt erindi við okkur. Það var oftast þari í síldinni, sem við lönduðum á Raufarhöfn. Hreppstjórinn mun hafa vandað um það. En ekki gat hann aðhafst meira. Það eru sumsé þaragrunn fyrir utan landhelgi líka. Ekki voru Þistilfjarðarsíldarmiðin fjölsótt á þessum árum. Eitt íslenzkt mótorskip sá ég þar á lóðaveiðum. Á því skipi sagði mér skip- stjórinn, að hann hefði séð skip, er hann hélt strandað á Þistilfirði, enda sá hann, að þeir hleyptu út gufu eins og eimpípan væri notuð til neyðarkalla. Hélt hann því skipinu til hjálpar eins hratt og vélin í hans skipi þoldi. Þegar nær kom, sá hann, að þetta var Norðmaður að háf a síld. Að heita mátti uppi í vararvéggjum út- ræðis eins, er þarna var. Það vissu bæði guð og menn, að á þessum árum fiskuðu Norðmenn meira af síld innan landhelgi en utan. 1 landi létu þeir eins og þeir væru heima hjá sér. Lítt eða ekki var um þetta fengizt. Islenzk síldveiðiskip voru fá. Alls staðar var nóg síld fyrir alla. Margar aðrar ástæður lágu til þess, að Islendingar bekktust ógjarna við Norðmenn þá. E. t. v. fannst mönnum þeir ekki eiga neina landhelgi. Var hún ekki dönsk? Og átti að heita að vera varin af dönskum skipum. Þegar skipstjórinn fór að búa sig til heim- f erðar í lokin, sagði hann við mig eins og það væri löngu f ullráðið: „Þú verður með til Noregs, Magnús", og játti ég því. Svo lögðum við upp í þá ferð um miðjan september frá Seyðisfirði, að kvöldi dags í hægjandi norðangarði, og var þó enn talsverð- ur sjór. Skipstjórinn, sem einn kunni siglinga- fræði, var vaktfrí. Allir aðrir stóðu tveggja tíma vaktir, tveir og tveir í einu. Anton Lund Nicolajsen frá Vega, vökufélagi minn, og ég áttum vakt um miðnættið. Við stýrðum til skipt- Höfrungur atekkur. VÍKINBUR 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.