Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 16
is, en sá, sem var laus, lét fara vel um sig á stýrishúsbekknum og sagði hinum sögur. Nú sagði Anton draugasögur frá heimahögum síh- um, en ég hlustaði með áhuga og stýrði. Allt í einu fannst mér dollan láta eitthvað undarlega. Rétt eins og sleði rynni á svimandi ferð niður hengiflug í mjallroki — og um leið kvað við skerandi útburðarvæl, svo að nísti merg og bein. Kom nokkurt fát á Anton, því engu var líkara en draugurinn, sem hann var að segja frá, væri kominn og hefði tekið orðið. Ég var heldur minna sekur við drauginn og fékk því Anton stýrið og fór út úr stýrishús- inu að svipast eftir ef til vælsins kynnu að vera eðlilegar orsakir. Stjórsjór hafði brotið fram yfir skipið, sem allt var í kafi enda á milli. Vælið kom úr meistaranum í vélarúminu. Þar fossaði niður eins digur sjóbuna og efri hluti vélarúmshurðarinnar leyfði, en um öll göt og ventla gaus upp feigðarbleik gufa með glóðar- lykt úr undirheimum. 1 þessu skreið einhver vera í mannsmynd upp á bátapallinn, hvít og voveifleg. Varð mér þá bylt við, tvisvar sinn- um, en þó meira í seinna skiptið, þegar ég sá, að þetta var skipstjórinn á nærklæðunum. Svo ótrúlegt f annst mér, að hann væri kominn þarna lifandi upp úr ketukappanum, sem var í kafi. Og víst var hann gustillur, þegar hann spurði hvaða bjáni hefði verið við stýrið. Sagði ég eins og satt var um það. „Hvernig stýrðirðu, drengur?" „Það var nákvæmlega á strikinu", sagði ég. „Og ertu þá svo vitlaus, að þú vitir' ekki, að það þarf að víkja fyrir báru?" sagði skipstjórinn og rak mig til að fara ofan á dekk, að opna sjóportin á skansklæðningUnni. Þegar ég var búinn að því, fór döllan að lyfta sér, og var þá hægt að halda áfram. Þegar ég hafði haft fataskipti eftir kaffæringarnar við sjóportin, hlýnaði mér strax vel, en þó eink- anlega um hjartaræturnar. Þetta gat varla tal- ist aðgæzluveður, hvað þá að hrakfallasjóa ætti að vera von. Ég tók þessa einstöku báru sem móðurlega kveðju og áminningu frá fósturjörð- inni, að ég anaði ekki athugalaust áfram út í bláinn, hvernig sem á stæði í framtíðinni. Svo gaf Maríuleiði og seinast logn og sól- skin og þá komum við til Noregs. Það er eins um löndin og mennina, að hvað hefur sér til ágætis nokkuð. Engan veginn get- ur landsýn við Noreg jafnast á við þá íslenzku. Þar ber af heiðríkjan okkar, litirnir, f jallalín- urnar og landsýnin. Aftur á móti veit ég ekki til, að nokkrum manni hafi enzt lýsingarorðin ef þeir þurftu að segja frá yndislegri siglingu um norska skerjabeltið í sólskini og sumarblíðu. Tómlátur held ég að sá Islendingur megi kall- ast, sem ekkert finnst um, er hann kemur til Noregs í fyrsta sinn. Mér fannst mikið um. Kom mér m. a. í hug kvæði Matthíasar, Noregur: Nú hef ég- litið landið feðra minna, það landið, sem mér hló á bernskudögum, er sál min drakk af helgum hetjusögum frá Hálegg upp til Gríms 'ins loðinkinna. Þá var ég talsvert yngri er ég las kvæðið fyrsta sinn og varð hrifinn af, enn þykir mér það jafn ágætt. Hitt er annað mál, að ég var þá, þegar þetta gerðist, kominn á þá skoðun, að ég, a. m. k. væri ekki af Norðmönnum kom- inn og svo myndi um fleiri Islendinga. Tókst mér eitt sinn síðar að sanna þessa skoð- un mína svo rækilega fyrir norskum áheyrend- um að ekki var óskað fleiri raka. En það er allt önnur saga. Við lögðumst um kvöld, í heimahöfn Alken, Stavanger. Þegar búið var að flytja í land skipstjórann og aðra kvænta menn, fór ég í land með Anton vökufélaga mínum. Ég beið úti meðan hann vék sér inn í hús að vitja sendibréfa. Kom þá til mín maður nokkur, að mér virtist úr alþýðustétt, en dá- lítið hreifur af víni. Hann bað mig um að lána sér 25 aura. Ég sagði, sem satt var, að ég hefði ekki pen- inga á mér, annars hefði þetta verið velkomið. Hann færði sig þá niður í 15 aura og gaspraði ýmislegt, en ég svaraði öllu í einlægni, eins og sveitamaður. Síðast spurði hann hvaðan ég væri, og þegar hann heyrði, að ég væri Islend- ingur, sagði hann: „Það er auðséð á þér, þú ert í „Svörtu hönd- inni". 1 því kom Anton að og heyrði til dónans, og kvaðst skyldi gefa honum svarta hönd á and- litið, ef hann færi ekki strax, og með risaskref- um, þangað, sem hann ákvað. Lét sá aðkomni samstundis að orðum hans. Sagði Anton mér nú, að talsverður slæðingur væri af þessum bethflækingum í norskum borg- um, og skyldi ég hér eftir afgreiða þá eins og hann hefði sýnt mér. Hvorugur okkar skildi hvað róninn átti við með svörtu höndinni, fyrr en daginn eftir, að við lásum blöðin. Þar var frá því skýrt, að niðursuðukóngin- um Bjelland hafði verið sent hótunarbréf, og skyldi hann hljóta verra af nema hann léti 5 þús. kr. á ákveðinn stað fyrir tiltekinn tima. ina VIKiNGUH

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.