Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 17
Bréfið var undirskrifað „Svarta höndin" og fylgdi viðeigandi teikning. Bjelland fékk lög- reglunni bréfið, setti hún vörð um staðinn og tók þar fastan, daginn sem við komum, íslenzk- an mann, sem var að fara á hausinn með kaup- sýslubrask þarna í Stavangri. Hann reyndist síðar sannur að sök, enda var hann alls óvanur glæpamaður og bráðlega útlægur ger af Noregi. Ekki er að því að spyrja, að eftir umtöluðu braskara-sýnishorni voru Islendingar .dæmdir í Stavangri þar til yfir fyrntist, allt eins og við á Isafirði dæmdum norska fiskimenn eftir doríuköllunum. Ekki varð ég þó var við tor- tryggnislegar augnagotur hjá öðru fólki en ég hélt vera ómerkilegt. Ég umgekkst hina, og þeir voru fleiri, er ekki dæmdu menn óreynda. Nú er að geta þess, að ég átti reyndar all- brýnt erindi til Noregs, og hefði varla verið þangað kominn án þess. Ég hafði nefnilega unnið 21/2 ár í verksmiðjunni Island, fyrstu reglulegu niðursuðuverksmiðjunni er stofnuð var hér á landi og rekin á Isafirði í nokkur ár. Ég réði mig sem lærling til þriggja ára, en að þeim loknum átti ég að hækka í tign- inni og kallast útlærður f agmaður. Áður en sá tími var liðinn, var sýnilegt að fyrirtækið myndi veslast upp. Þar yar heldur ekkert meira að læra. Ófarir verksmiðjunnar voru að kenna vöntun á faglegri þekkingu stjórnendanna, á- samt féleysi. Hins vegar bentu heiðursskjöl og gullmedalíur þær er framleiðslan hafði hlotið á mörgum vörusýningum til þess, að hráefnið íslenzka væri óviðjafnanlegt. Mig dreymdi stundum til stórra hluta í þessu efni og var nú kominn til Noregs og ætlaði, að dæmi margra góðra Islendinga, að ganga fyrir konung, í þetta sinn fyrir niðursuðukonung þó, og sjá hvað af því'gæti hlotist. Eftir það, sem á undan var gengið og áður er sagt, vildi ég ekkert eiga undir viðtökum Bjellands kóngs. Ætlaði a. m. k. að athuga minn gang fyrst um sinn. Mátti líka muna áminningu báruhnútsins vel ennþá. Ekki sá ég Bjelland þá né síðar. Fékk líka bráðlega meiri áhuga á öðru en niðursuðu, og sneri mér eindregið að því. 1 þetta sinn dvaldist mér í landi í Stavanger um tveggja mánaða skeið, við bezta atlæti allra er ég hafði saman við að sælda. Þó f annst mér að miklu ver ræktu Norðmenn frændsemina (ímyndaða eða raunverulega, eftir því sem hverjum þóknast) við Íslendinga, en Islendingar við þá. Ég gerði mér far um að lesa öll norsk blöð er ég náði til og lét mér ekki yfirsjást ef eitt- hvað stæði þar um ísland. Sjaldan var þess getið, og aldrei sá ég neitt vinsamlegt. Það var helzt smáskítlegt nudd um landhelgismál og síþrengdan kost norskra brask- ara hér á landi. Eina smágrein rakst ég á illkvittnislegasta. Þess var getið, að nú væri hinn nýstofnaði há- skóli Islendinga tekinn til starfa. Svo var dreg- ið dár að aðsókninni og sagðist þeim svo frá að prófessorarnir væru mun fleiri en stúdent- arnir. Getið var um, að Islendingar hefðu lengi látið svo sem þá vanhagaði ekki um annað meir en háskóla. Þarna sæist nú þörfin, ráðslagið og — mikillætið. Það var nú víst eitthvað til í þessu. En óþarft fannst mér og óvinsamlegt af þessum norsku blaðamönnum að geta stofnunar háskóla okkar á þennan hátt. Ég var allheitur sjálfstæðispiltur í þann tíð og hef máske þess vegna átt bágt með að gleyma þessum og öðrum hnippingum Norðmannanna. Síðar komst ég á þá skoðun, að áhöld muni vera um kosti og galla íslendinga og Norð- manna, þó flest virðist mér með sínum hætti hjá hvorum; margt óskylt og ólíkt. Þó. mér hafi á stundum, eins og fleirum, fall- ið þung orð til Norðmanna, er hitt þó miklu fleira, sem ég, að fullu tilefni hef sagt, og á vonandi ósagt, fallegt um þessa ágætu þjóð; þó að í þetta sinn sé því miður ekki tími til að fara nánar út í það. v Góðir áheyrendur! Ykkur hefur sjálfsagt þótt þessi för mín til útlanda ganga bæði skrykkjótt og hægt. En það verður að segja hverja sögu eins og geng- ur. Þetta var þá. Mér fannst hraðinn eftirsóknarverður lengi vel. Og stundum ennþá. Nú er ég ykkur alveg sammála um það, að heimurinn sé alltaf að batna. Þó þætti mér hann nú miklu betri — ef hraðinn væri svolítið minni. En það er ekki einu sinni tími til að fara nánar út í það. Þökk fyrir áheyrnina. VIKINEUR IOI

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.