Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Side 19
En það var eins og glænýtt, ekki einu sinni lykt að því. Og móðir þess dauð fyrir fjórum öldum. Hann sagði, að fluga hefði stungið sig. Jæja, en nú er ég farinn að rugla inn í söguna. Það hafði tekið okkur allan daginn að grafa í leðjuna og ná þessum eggjum heilum, og við vorum allir útataðir í andstyggilegri, svartri leðju, svo það var von, að mér yrði gramt í geði. Að því er ég bezt vissi, voru þetta einu eggin, sem náðst höfðu alveg heil. Ég hef séð þau, sem til eru á Náttúrugripasafninu í Lond- on, þau eru öll brotin og límd saman og vantar í þau. Mín voru ógölluð og ég ætlaði að blása úr þeim“. Maðurinn með örið tók út úr sér pípuna. Hann tróð aftur í hana annars hugar. „Hvemig fór um hin? Komust þér heim með þau? Ég man ekki — “. „Það er nú það skrítnasta við söguna. Ég átti þrjú eftir. Glæný egg. Við settum þau í bátinn og svo fór ég upp í tjaldið til að hita kaffi og skildi báða heiðingjana eftir hjá bátn- um. Ég var alveg grunlaus. En ég býst við, að flugueitrið og barsmíðarnar hafi hleypt illu blóði í annan þeirra — og hann svo talið hinn á að fylgja sér“. „Ég sat og reykti, sauð vatn á sprittlampa og dáðist að litbrigðunum á fenjunum undir sólarlagið. Og fimmtíu metrum að baki mér voru þessir bölvaðir heiðingjar að brugga svik- ráð sín. Ég heyrði skvamp, og þarna voru þeir á fleytunni — það var varla hægt að kalla það bát —og um tuttugu metra frá landi. Ég skildi samstundis hverskyns var. Ég hafði ekki aðra byssu en litla skammbyssu, og ég tók hana upp úr vasanum um leið og ég hljóp niður í fjör- una“. . „Komið undir eins!“ sagði ég heldur höstugur. „Þeir. böbbluðu eitthvað, og sá, sem braut eggið, skældi sig. Ég skaut, en hæfði ekki. Þeir hlógu. Ég skaut aftur, og nú hlógu þeir ekki, annar stakkst á höfuðið fyrir borð. Svo tók ég að hrópa á hinn að koma — það var sá, sem eggið braut — en hann lagðist niður í bátinn og anzaði ekki. Ég var ekki vel staddur, get ég sagt ykk- ur. Þama stóð ég í fjörunni og á allar hliðar var flatt, svart fenið, nema fyrir framan mig flatur sjórinn, það kólnaði eftir sólskinið, og fleytuna rak til hafs. Ég bölvaði öllum söfn- um og söfnurum heitt og innilega. Ég orgaði Framh. á bls. 106. Á túnfi8kaveiðum, VÍKINGUR 103

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.