Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 20
Aumingja Jónatan! Hann stendur víst i þeirri melningu, aS hann sé ennþá i sjóhernum! Hangigetið. Einu sinni bar svo til í móðuharðindunum, að kolniða- myrkur gerði um hábjartan dag. .Fólkið á bæ einum varð lafhrætt, eins og von var, ög settist við bæn og guðsorðalestur, því að það hélt, að dómsdagur væri kom- inn. Þá er lesið hafði verið, tók fólkið eftir því, að karl einn var ekki í baðstofunni. Var nú farið að svipast eftir honum, og fannst hann þá frammi í eldhúsi. Karl- sauðurinn hafði sett upp pott og var farinn að sjóða hangiket í mestu makindum. Pólkið sagði, að ósköp væri á honum að vera að hugsa um mat, þegar svona stæði á, en karl brást reiður við og svaraði, að það gæti látið öllum illum látum fyrir sér, — „en ég held nú fyrir mitt leyti", sagði hann, „að nóg fari til helvítis, þó að hangiketskreistan sú arna fari þangað ekki". Á átjándu Sld ofanverðri bjó Jón Arinbjarnarson á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu. Hann var auðugur mjög. Þegar hann frétti að Reynistaðarbræður hefðu orðið úti (1780), sagði hann: „Ojá, maður", — það var orð- tal hans — „skaðinn var mikill að mönnum, en peninga- tjónið, maður, það var óbætanlegt". . * Einu sinni var prestur að spyrja börn á kirkjugólfi, og voru tvær systur á meðal þeirra, sem engu gátu svarað. Poreldrar þeirra voru við, og þótti þeim það leiðinlegt, hve stelpurnar stóðu sig illa. Loksins þoldi kerling ekki lengur mátið og sagði: „Þið getið ekkert sagt prestinum, stelpur mínar. Alténd getið þið sagt honum það, þegar Andskotinn rotaði hann Golíat með sleggjuskaftinu". Þá sagði karl: „Lengi megið þið læra, ID4 A FRÍV stelpur minar, þangað til þið verðið eins vel að ykkur í heilagri ritningu og hún móðir ykkar". Sigurður bóndi var stundum nokkuð meinlegur í svör- um. Einhverju sinni að loknum framboðsfundi, þegar fjögur þingmannsefni höfðu leitt saman hesta sína, sagði vinur Sigurðar: — Hvernig lízt þér á þingmannsefnin okkar? — Og svona, sagði Sigurður. Það er þó alltaf dálítil huggun, að ekki kemst nema einn þeirra að. Þórólfur Tálknfirðingur. Þórólfur hét maður Jónsson. Hann bjó að Litla- Bakka og Arnarstapa í Tálknafirði. Þórólfur var hag- mæltur og þðtti ákvæðaskáld. Hann komst í kvennamál svo mikið, að lífleysi lá við, enda var tekið mjög hart á slíkum sökum um þær mundir og farið beint eftir Stóradómi. Þá er málið hafði verið tekið fyrir, sá einn heimamanna Þórólfs hann reika einan úti eitt kvöld og heyrði, að hann kvað vísu þessa fyrir munni sér með miklum áhyggjusvip: Þú, sem hefur gæzkugeð, guð, til þinna vina, í kulinu norðan komdu með, Kristur, Hollendina. Um kvöldið rann á norðanbyr, og lagði hollenzk dugga inn á fjörðinn. Þessa nótt hvarf Þórólfur, og höfðu menn fyrir satt, að hann hefði komizt í dugguna, en aðrir ætluðu, að haim hefði týnt sér. Löngu seinna kom Þórólfur aftur út með Hollending- um og dvaldi þrjú ár í Tálknafirði, áður en farið var að hrófla að nýju við máli hans. Þá heyrðu menn, að hann kvað enn: Nýr norðangarður neyði Hollenzke, hlérinn svo harður, að haldist segl frá tré. Varla fyrir voða i - verði bdran stór. Eins og brimboðar belji mestur sjór. / Ég bið rætist ósk min há. Allt mótlæti kvelji þd, þar til sæíi d firði fd fyrir öldujór. Þá kom þegar drif mikið, og lögðu Hollendingar inn. VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.