Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Qupperneq 20
Aumingja Jónatan! Hann stendur víst í þeirri meiningu, aö hann sé ennþá í sjóhernum! * Hangigetið. Einu sinni bar svo til í móðuharðindunum, að kolniða- myrkur gerði um hábjartan dag.. Fólkið á bæ einum varð lafhrætt, eins og von var, og settist við bæn og guðsorðalestur, því að það hélt, að dómsdagur væri kom- inn. Þá er lesið hafði verið, tók fólkið eftir því, að karl einn var ekki í baðstofunni. Var nú farið að svipast eftir honum, og fannst hann þá fi-ammi í eldhúsi. Karl- sauðurinn hafði sett upp pott og var farinn að sjóða hangiket í mestu makindum. Fólkið sagði, að ósköp væri á honum að vera að hugsa um mat, þegar svona stæði á, en karl brást reiður við og svaraði, að það gæti látið öllum illum látum fyrir sér, — „en ég held nú fyrir mitt leyti“, sagði hann, „að nóg fari til helvítis, þó að hangiketskreistan sú ama fari þangað ekki“. * Á átjándu öld ofanverðri bjó Jón Arinbjamarson á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu. Hann var auðugur mjög. Þegar hann frétti að Reynistaðarbræður hefðu orðið úti (1780), sagði hann: „Ójá, maður“, — það var orð- tal hans — „skaðinn var mikill að mönnum, en peninga- tjónið, maður, það var óbætanlegt“. * Einu sinni var prestur að spyrja böm á kirkjugólfi, og voru tvær systur á meðal þeirra, sem engu gátu svarað. Foreldrar þeirra voru við, og þótti þeim það leiðinlegt, hve stelpumar stóðu sig illa. Loksins þoldi kerling ekki lengur mátið og sagði: „Þið getið ekkert sagt prestinum, stelpur mínar. Alténd getið þið sagt honum það, þegar Andskotinn rotaði hann Golíat með sleggjuskaftinu". Þá sagði karl: „Lengi megið þið læra, A FRÍV stelpur mínar, þangað til þið verðið eins vel að ykkur í heilagri ritningu og hún móðir ykkar“. * Sigurður bóndi var stundum nokkuð meinlegur í svör- um. Einhverju sinni að loknum framboðsfundi, þegar f jögur þingmannsefni höfðu leitt saman hesta sína, sagði vinur Sigurðar: — Hvemig lízt þér á þingmannsefnin okkar? — Og svona, sagði Sigurður. Það er þó alltaf dálítil huggun, að ekki kemst nema einn þeirra að. * Þórólfur Tálknfirðingur. Þórólfur hét maður Jónsson. Hann bjó að Litla- Bakka og Amarstapa í Tálknafirði. Þórólfur var hag- mæltur og þótti ákvæðaskáld. Hann komst í kvennamál svo mikið, að lífleysi lá við, enda var tekið mjög liart á slikum sökum um þær mundir og farið beint eftir Stóradómi. Þá er málið hafði verið tekið fyrir, sá einn heimamanna Þórólfs hann reika einan úti eitt kvöld og heyrði, að hann kvað vísu þessa fyrir munni sér með miklum áhyggjusvip: Þú, sem hefur gæzkugeö, guö, til þinna vina, í kulinu noröan komdu meö, Kristur, Hollendina. Um kvöldið rann á norðanbyr, og lagði hollenzk dugga inn á fjörðinn. Þessa nótt hvarf Þórólfur, og höfðu menn fyrir satt, að hann hefði komizt í dugguna, en aðrir ætluðu, að hann hefði týnt sér. Löngu seinna kom Þórólfur aftur út með Hollending- um og dvaldi þrjú ár í Tálknafirði, áður en farið var að hrófla að nýju við máli hans. Þá heyrðu menn, að hann kvað enn: Nýr norðangarður neyöi Hollenzke, hlérinn svo harður, að haldist segl frá tré. Varla fyrir voða verði háran stór. Eins og hrimhoðar belji mestur sjór. Ég bið rætist ósk min há. Allt mótlæti kvelji þá, þar til sæti á firði fá fyrir oldujór. Þá kom þegar drif mikið, og lögðu Hollendingar inn. 104 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.