Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 21
iKTINNI Þórólfur fór utan með þeim öðru siiini, og spurðist eigi til hans síðan. * Hjónin hafa lent í harkalegri deilu. Hann: — Ég segi þér það í hreinskilni, að það voru peningarnir þínir en ekki þú, sem ég giftist. Það er eins gott að þú vitir það, þó seint sé. Hún: — Já, það var þó ástæða, en ég skil ekkert í mér, að ég skyldi nokkru sinni lofast þér, því þar var enginn skapaður hlutur til að gangast f yrir, hvorki pen- ingar, vit né hæfileikar. Jón gamli: — Alltaf kemur vatn fram í munninn á mér, þegar ég heyri lesið í Bjarnabænum: „Allt það sem vér þörfnumst til líknar, skjóls og svölunar vor- um sálum". Þá dettur mér ævinlega í hug blessað kaffið og brerinivínið. * Úr gömlum annál. Anno 1653. Kom ókyrrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík með því móti og oft á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var; vissu menn ei betur en hann hlypi ofan í kverkarnar á fólkinu, svo að það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það ekkert á sér; fengu það þær kven- persónur, sem óspilltar píkur voru. Anno 165U. Brenndir þrír galdramenn í Trékyllisvík; yar þá bil á harmkvælum fólksins fram að jólum; kom plágan á það aftur, öllu meir en áður. Þjóðsaga um Passíusálmana. Einu sinni kom Brynjólfur biskup Sveinsson að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, í vísitazíuferð. Þar var þá séra Hallgrímur Pétursson. Þegar biskup reið í hlaðið, stóð svo á, að koppur stóð í hlaðvarpanum. Sveinar» biskupanna voru gáskamiklir í þá daga, og sveinar Brynjólfs ekki barnanna beztir, svo að þeir fóru að velta koppnum aftur og fram, og hættu ekki fyrr en þeir voru búnir að brjóta hann allan í sundur. Svo vísiterar biskup nú, og er ekki annars getið en hann hafi verið ánægður með prest í alla staði. . Þegar Hallgrímur heyrði koppssöguna, þá fauk í hann við sveina biskups, svo að hann yrkir brag um viður- eign þeirra við koppinn, og nefndi Koppsbrag. Þar lauk hanri miklu lofsorði á hreysti biskupssveina, þar sem þeir hefðu getað lagt eins mikinn kappa að velli og koppurinn hefði verið, og þar fram eftir götunum. — Þér hafið vlst ekki einhverja tusku, kœra fröken, aem við getum uotað fyrir veifu? Bragurinn flýgur út um allt Suðurland eins og fiski- saga, og líður ekki á löngu áður en hann kemur fyrir eyru biskupi. Honum þótti séra Hallgrímur hafa svívirt sveina sína, svo að hann verður nú fokvondur við prest. Hvorugur vildi verða fyrri til að leita um sættir, svo að það hefst fullur fjandskapur með þeim. Nú líður og bíður þangað til séra Hallgrímur yrkir Passíusálma sína. Hann var svo fátækur, að hann hafði engin ráð með að koma þeim á prent, svo að hann til- einkar Ragnheiði dóttur biskups sálmana, og sendir henni þá, þótt hann ætti nú reyndar eigi von á neinu góðu frá föður hennar. Biskup komst á snoðir um, að dóttir sín mundi hafa eitthvað undir höndum eftir séra Hallgrím, og beitir hann nú öllum brögðum til að kom- ast eftir, hvað það sé, en Ragnheiður fer svo laumu- lega með sálmana, að honum verður ekkert ágengt lengi vel. Einu sinni var Ragnheiður að lesa í sálmunum í rúmi sínu einn morgun. Þegar minnst að vonum varir, vindur biskupi inn til hennar. Hann er heldur ófrýnilegur, með svarta skotthúfu á höfðinu. Biskup spyr, hvað hún se að lesa, það sé þó víst ekki neitt rugl eftir hann Hall- grím. Hún ætlar að skjóta sálmunum undan, en biskup þrífur þá af henni. Svo sezt hann niður og fer að lesa í þeim. Þegar hann er búinn að lesa svolitla stund, tek- ur hann ofan húfuna og heldur svo áfram, þangað til hann er búinn að lesa sálmana spjaldanna á milli. Að því búnu fær hann dóttur sinni bókina og segir, að óhætt sé henni að lesa þetta, þótt það sé eftir hann Hallgrím. Eftir þetta sættust þeir Hallgrímur og biskup heil- um sáttum, og voru sálmarnir prentaðir að undirlagi biskups. * — Er sonur yðar úr allri hættu? — Nei, læknirinn á eftir að koma til hans nokkrum sinnum ennþá. VIKlN B U R ID5.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.