Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 22
Framh. af bls. 103. á negrasvínið að koma, þangað til ég var orð- inn þegjandi hás. Það var ekki um annað að gera en synda á eftir honum og láta slag standa með hákarl- ana. Ég opnaði vasahnífinn og hafði hann milli tannanna og óð út í. Ég synti hraustlega, þó mig tæki brátt að verkja í limina. Og ég komst út að bátnum, en mér var hálfvegis um og ó að skreiðast um borð. Ég vildi fyrst vita, hvað náunganum liði. Hann virtist hnipra sig saman í skutnum, því stefnið var hátt úr sjó. Ég synti að stefninu og togaði það niður og bjóst við að negrinn vaknaði. Svo fór ég að skreiðast um borð með hnífinn í hendinni, reiðubúinn að taka á móti fólinu. En hann bærði ekki á sér. Ég settist niður og sat lengi, svo kallaði ég til hans með nafni, en hann anzaði engu. Ég var of þreyttur til að hætta á neitt og fara til hans. Svo við bara sátum. Ég held mér hafi sigið í brjóst öðru hvoru. Þegar dagaði sá ég, að hann var dauður eins og súr síld og allur úttútnaður og rauður. Eggin þrjú og beinin lágu í miðjum bátnum, og vatnskútur og dálítið af kaffi og kexi vafið innan í Argus frá Höfða- borg við fæturna á honum, og sprittdós undir honum. Það var engin ár, né neitt, sem hægt var að nota sem slíkt, nema þá helzt spritt- dósin, svo ég ákvað að láta reka þar til einhver fyndi mig. Ég setti rétt yfir negranum, skellti sökinni á eiturflugu eða eitthvert annað kvik- indi og velti honum útbyrðis. Síðan fékk ég mér vatnssopa og nokkrar kex- kökur og leit í kringum mig. Madagaskar var með öllu horfin og hvergi land að sjá. Þegar sólin hækkaði á lofti, varð hitinn óþolandi, mér fannst heilinn í mér vera að soðna. Svo kom ég auga á Argusinn og lagðist flatur í bátinn og breiddi blaðið ofan á mig. Það eru dásam- leg plögg, þessi dagblöð! Ég hafði aldrei áður lesið blað orði til orðs, en það er furðulegt, hvað maður getur tekið til bragðs, þegar maður er einmana. Ég held ég hafi lesið þennan bless- aðan Argus tuttugu sinnum“. ,,Ég var á reki í tíu daga“, sagði maðurinn með örið. „Það er ekki mikið að segja frá því. Hver dagmnnn var öðrum líkur. Ég gáði ekki umhverfis mig nema á morgnana og kvöldin — hitinn var svo helvízkur á daginn. Á öðrum degi braut ég eitt æpyomis-eggið, gerði smá gat á breiðari endann og bragðaði á því,' og varð feginn að það virtist vel ætt. Dálítið skrítið á bragðið — ekki ólíkt andareggi. Það var dálítill blettur, um sex þumlungar í þvermál, á rauð- unni á einum stað, og blóðtrefjar og hvítar agnir, sem mér fannst heldur skrítið, en þá skildi ég ekki, hvað þetta táknaði, og ég var ekki í skapi til að velta því fyrir mér. Eggið entist mér í þrjá daga með kexi og ofurlitlu vatni. Annað eggið opnaði ég á áttunda degi, og það gerði mig smeikan". Maðurinn með örið þagnaði. „Já“, sagði hann, „ungað“. „Ég veit þið trúið því varla. Ég gerði það, af því ég horfði á það. Þama hafði eggið legið á kafi í svartri, kaldri leðjunni, sennilega í þrjár aldir. En það var ekki um að villast. Þarna var fóstur með stóru höfði og hjartað sló og himnur og taugar út um allt eggið. Þama var ég að unga út eggjum hins stærsta af öll- um útdauðum fuglum, í lítilli kænu úti á miðju Indlandshafi. Ef Dawson gamli hefði vitað það! Ég hafði sannarlega unnið fyrir fjögra ára kaupi. Hvað finnst þér? En hvað um það, ég varð að éta þennan dýrmæta grip, upp til agna, áður en ég kom auga á rifið, og sumir bitarnir voru hroðalega ólystugir. Ég lét það þriðja eiga sig. Ég hélt því upp að birtunni, en skurnið var of þykkt til að ég gæti nokkuð ráðið í hvað væri að ger- ast inni fyrir, og þó ég ímyndaði mér, að ég heyrði æðaslátt, gat það hafa verið suðan fyrir eyrunum á mér sjálfum". „Svo kom hringrifið. Birtist um sólarupprás, fast hjá mér. Mig rak beint á það, þar til ég var um hálfa mílu frá ströndinni, en þá sner- ist straumurinn og ég varð að róa eins og óður maður með höndunum og skurnbrotum til að komast þangað. En ég komst þangað. Þetta var venjuleg hringeyja um það fjórar mílur ummáls með nokkrum trjám og lind á einum stað og lónið fullt af páfagaukafiski. Ég fór með eggið í land og lét það á góðan stað, þar sem sólar naut bezt, ég vildi veita því sem bezta mögu- leika. Ég dró kænuna á öruggan stað á landi og fór að kanna staðinn. Það er furða hvað hringeyjar eru leiðinlegar. Um leið og ég var búinn að finna lindina, var ekkert meir að skoða. Þegar ég var krakki, hélt ég að ekkert gæti verið ævintýralegra en Robinson Krúsó fyrir- tækið, en þessi staður var eins tilbreytingar- laus og sálmabók. Ég svipaðist um eftir ein- hverju ætilegu, en ég get sagt þér, að ég var hundleiður áður en fyrsti dagurinn var liðinn. Ég svaf undir bátnum, og eggið var vel geymt í sandinum hærra uppi í fjörunni. Ég rankaði við mér við það, að það var eins og hundrað steinum væri kastað í bátinn í einu, svo kom steypiflóð og þrumur. öldurnar komu brátt æðandi, svo ég varð að forða mér. Svo varð mér hugsað til bátsins, en hann var þá horf- 106 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.