Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 23
inn. Nóttin var dimm eins og sót svo ekki sá handa skil; ég fór að hugsa um eggið í öllum þessum hamförum og þreifaði mig að því og settist hjá því eins og félaga. Drottinn minn! hvílk nótt! óveðrið var liðið hjá um morguninn. Það var ekki skýhnoðri á lofti þegar dagaði, en út um alla fjöruna var spýtnarusl úr kænunni minni. En þetta veitti mér nokkuð að starfa. Þar sem tvö tré stóðu saman, hróflaði ég upp vindskjóli úr brakinu. Og þennan dag kom unginn úr egginu. Ungi, lagsmaður, og ég lá með höfuðið á því eins og kodda og steinsvaf. Ég heyrði högg og settist upp, og þarna út um gat á egginu gægð- ist brúnn haus og horfði á mig. „Drottinn minn dýri!“ sagði ég, „þú ert sannarlega velkominn“, og eftir smávegis fyrirhöfn komst hann út. Hann var góðlátlegur, lítill náungi í fyrstu, á stærð við hænu — mjög svo líkur öðrum ung- um, bara stærri. Fiðrið á honum var skolbrúnt í fyrstu, með gráum kleprum, sem fljótlega duttu af, það mótaði varla fyrir fjöðrum, held- ur einungis grófum dún. Ég get varla lýst því, hversu feginn ég varð af að sjá hann. Ég get sagt þér, að Robinson Krúsó gerir allt of lítið II úr einmanaskap sínum. En þarna var athyglis- verður félagi. Hann leit á mig, og gaut augunum aftur undan sér eins og hæna, kvakaði og byrj- aði strax að vappa, eins og það væri ekki orð á því gerandi, þó hann fæddist þrjú hundruð árum eftir tímann. „Gleður mig að sjá þig, Frjádagur minn!“ sagði ég, því auðvitað hafði ég ákveðið, að hann skyldi heita Frjádagur, ef hann ungaðist út, þegar ég sá, að eggið í bátn- um var orðið ungað. Ég hafði dálitlar áhyggjur út af fæðu handa honum, svo ég gaf honum strax dálítinn bita af hráum páfagaukafiski. Hann gleypti hann í sig og opnaði ginið eftir meiru. Ég varð feginn, því ef hann hefði verið matvandur, eins og á stóð, hefði ég líklega orðið að éta hann eftir allt saman. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað hann var skemmtilegur, þessi æpyornisungi. Hann elti mig alveg frá byrjun. Hann var vanur að stan^a hjá mér og horfa á þegar ég fiskaði í lóninu og fá sinn hluta af veiðinni. Og hann var líka skynsamur. Og hann óx. Maður sá hann næstum vaxa. Og þar sem ég hef aldrei verið neinn samkvæm- ismaður, var hæglát og vingjarnleg framkoma hans alveg eftir mínu höfði. í næstum tvö ár vorum við eins hamingjusamir og frekast var unt á þessari eyju. Við sáum stöku sinnum segl, en þau voru ætíð langt í burtu. Ég skemmti mér við að skreyta eyjuna með því að búa til orðið —igras'u VÍKIN B U R l brimgaröinum. IB7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.