Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 24
Æpyorniseyja í afar stórum stöfum úr ígulker- um og allavega skeljum. Og ég lá oft og horfði á blessaðan fuglinn vappa um og stækka og stækka, og hugsa mér hvernig ég gæti grætt á því að sýna hann, ef ég kæmist einhvern tíma burt. Þegar hann náði þroskaaldri varð hann fallegri, með kamb og bláum sepa og brúsandi stéli úr grænum f jöðrum. Og ég velti fyrir mér, hvort Dawson hefði nokkurn rétt til að krefj- ast hans. 1 stormi og regni lágum við notalega í skýlinu, sem ég hafði búið til úr bátnum, og ég sagði honum lygasögur um kunningja mína heima. Og þegar storminn lægði, gengum við saman umhverfis eyna til að vita hvort nokkuð hefði rekið. Þetta var unaðslegt líf. Ef ég hefði bara haft dálítið af tóbaki, hefði það verið full- komið. Það var í lok annars ársins, að paradísin okk- ar fór í hundana. Frjádagur var þá um f jórtán feta hár upp í nef, með stóran, breiðnn haus og afarstóð brún augu með gulum hvörmum; þau voru samsýn, eins og í manni, en vissu ekki í sitt í hvora áttina eins og í hænu. Hann var fagurlega fiðraður, miklu skrautlegri en strútur. Og svo fór hann að skaka að mér kamb- inn og reigja sig og láta í Ijós geðillsku ... Svo kom að því, að fiskveiðin varð heldur treg, og hann fór að vaka yfir mér, íbygginn og undarlegur í hátt. Ég hélt hann hefði ef til víll etið marglittur eða annan óþverra, en þetta var einungis óánægja af hans hálfu. Ég var svangur líka, svo þegar ég loks dró fisk, ætlaði ég mér hann sjálfum. Við vorum báðir sttrðir í skapinu þann morgun. Hann greip fiskinn í nefið, og ég sló hann í hausinn til að láta hann sleppa honum. Og þá réðst hann á mig. Drott- inn minn dýri.! | Hann gaf mér örið að tama á andlitið. Svo sparkaði hann í mig. Það var eins og hestur væri að slá. Ég stóð upp og sá, að hann var ekki hættur, svo ég flúði í dauðans ofboði með handleggina fyrir andlitinu. En hann var fljót- ari á löngum leggjunum en nokkur hestur, og hélt áfram að sparka og höggva nefinu eins og exi í bakið á mér. Ég óð út í lónið, alveg upp í háls. Hann stanzaði við sjávarmálið, því honum var illa við að blotna í lappirnar, og rak upp arg, ekki ósvipað páhana, en dimmra. Hann hélt áfram að arka fram og aftur um fjöruna. Ég skal viðurkenna, að mér fannst ég heldur lítill karl þegar ég horfði á bölvaðan fornaldarfuglinn reigja sig þarna. Og svo lag- aði blóðið úr höfðinu á mér og andlitinu, og skrokkurinn var allur blár og marinn. Ég ákvað að synda yfir lónið og láta hann eiga sig um stund, þangað til þetta jafnaði sig. Ég klifraði upp í hæsta pálmatréð og hugsaði um þetta allt. Ég held mér hafi aldrei sárnað neitt jafn mikið, hvorki fyrr né síðar. Það var þetta hroðalega vanþakklæti skepnunnar. Ég hafði verið honum meira en bróðir. Ég hafði ungað honum út, alið hann upp. Stór, álappa- legur, úreltur fugl! Og ég mannleg vera — drottnari jarðarinnar.og allt það. Ég gerði mér von um eftir nolckra stund, að hann væri sjálfur farinn að sjá hlutina í því ljósi og sjá eftir hegðun sinni. Ég hugsaði, að ef ég fengi nokkra góða fiska handa honum og færði honum þá ótsköp blátt áfram, myndi hann ef til vill hegða sér skynsamlega. Það tók mig nókkiin tíma að komast að raun um, hversu ósáttfús og þverlyndur útdauður fugl getur ver- ið. Svei því! Ég ætla ekki að segja þér frá öllum þeim ráðum, sem ég reyndi til að sættast við fuglinn. Ég get það blátt áfram ekki. Ég roðna ennþá af skömm af að hugsa um alla þá snoppunga og sneypu, sem þessi blövaður furðufugl galt niér. Ég reyndi að beita valdi. Ég kastaði í hann kóralkögglum úr öruggri f jarlægð, en hann bara gleypti þá. Ég skaut opnum skeiðahnífnum mín- um að honjím, en hann var of stór fyrir hann að gleypa. Ég reyndi að sve'ta hann til hlýðni og gaf honum engan fisk, en hann tók þá að róta í f jörunni með útfallinu og tína orma og tórði á því. Helminginn af tímanum stóð ég uppi í háls í lóhinu, og hinn helminginn uppi í pálma. Sum trén voru varla nógu há, og hann skemmti sér konunglega við fótleggina á mér. Þetta varð óþolandi. Ég veit ekki, hvort þú hefur reynt að sofa uppi í pálma. Eg þjáðist af hroðalegustu martröð. Og hugsaðu þér skömmina! Þarna var þessi útdauða skepna arkandi um eyna mína eins og úrillur hertogi, en ég fékk ekki að stíga fæti á landið. Ég grét af þroytu og gremju. Ég sagði honum skýrt og skorinort, að ég ætlaði ekki að láta útdautt illfylgi elta mig um eyðioy. En hann glefsaði bara í mig með nefiriu. Stór og Ijótur fugl, ekkert nema fætur og háls! Ég kæri mig ekki um að skýra frá, hversu lengi þessu hélt áfram. Ég hefði drepið hann fyrr, ef ég hefði getað.. En svo hugkvæmdist mér loks bragð til að ráða niðurlögum hans. Þao var suður-amerísk aðferð. Ég batt saman allar fiskilínurnar mínar ásamt þangþráðum og fleiru og fékk sterkan spotta, um það tíu metra langan, ög batt kóralköggla á endana. Ég var alllengi að þessu, því öðru hvoru varð ég að flýja út í lónið eða upp í tré. Ég sveifl- aði þessu hratt yfir höfði mér og slöngvaði því að honum. 1 fyrstu atrennu mistókst mér, en IDQ VÍ Kl N ? Ui

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.