Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 25
í næsta skipti kom spottinn laglega á fótlegg- ina á honum og vafðist um þá marga hringi. Hann valt um. Ég kastaði utan úr lóninu, og jafnskjótt og hann datt, hljóp ég til og tók að sarga með hnífnum á hálsinum á honum... Mér fellur illa að hugsa um þetta jafnvel íjú. Mér leið eins og morðingja á meðan, þó reiður væri. Þegar ég stóð yfir honum, sá honum blæða út á hvítum sandinum og sá fallega, stóra fæt- urna á honum og hálsinn engjast í dauðateygj- unum ... Úff! Eftir þennan sorgaratburð kom einveran jfir mig eins og bölvun. Drottinn minn! Þú getur ekki ímyndað þér, hversu ég saknaði þessa fugls. Ég sat hjá líki hans og syrgði hann, og það fór hrollur um mig af að horfa yfir eyði- lega, þögla eyna. Ég rifjaði upp, hversu skemmtilegur hann hafði verið, þegar hann var nýskriðinn úr egginu, og óteljandi gamansöm uppátæki, sem hann hafði haft í frammi, áður en fjandinn hljóp í hann. Ég hugsaði, að hefði ég aðeins sært hann, myndi ég hafa getað hjúkrað honum og blíðkað hann. Ég hefði graf- ið hann, ef ég hefði haft nokkur tæki til að grafa í kóralklöppina. Mér fannst alveg eius.og hann hefði verið mannlegur. En ég gat ekki hugsað mér að éta hann, svo ég dró hann út í lónið, og smáfiskarnir hreinsuðu utan af bein- unum. Ég geymdi eklci einu sinni fjaðriraar. Svo kom einn góðan veðurdag náungi siglandi á skútu, til að gá hvort þetta hringrif væri enn- þá ofansjávar. Hann kom sannarlega ekki of snemma, því ég var orðinn svo leiður, að ég var kominn á fremsta hlunn með að drekkja mér. Ég seldi beinin manni að nafni Winslow, og hann sagðist hafa selt þau Havers gamla. Það er að sjá, að Havers hafi ekki gert sér ljóst, að þau voru óvenju stór, og það var ekki fyrr en eftir dauða hans, að þau vöktu athygli. Þau voru kölluð Æpyomis — hvað var það?“ Æpyornis vastus“, sagði ég. „Það er skrítið, að kunningi minn minntist einmitt á þetta við mig. Þegar þeir fundu Æpyornis með lærlegg eins metra langan, héldu þeir, að hann væri hámarkið og kölluðu hann Æpyornis maximus. Svo kom einhver með fjögra feta lærbein, og hann kölluðu þeir Æpyornis Titan. Svo fannst vastus þinn, eftir dauða Havers, og svo kom vastissimus í leit- imar“. „Winslow minntist á þetta“, sagði maðurinn með örið. „Ef þeir finna stærri Æpyorna, held- ur hann, að einhver af vísindamönnunum muni fá heilablóðfall. En þetta var merkilegt — að það skyldi gerast, var það ekki?“ V í K I N □ U R Sextugur: Björgvin Guðmundsson, tónskáld Hinn 26. apríl á sextugsafmæli Björgvin Guð- mundsson tónskáld á Akureyri. Hann er sjó- mönnum, sem öðrum Islendingum, að góðu kunnur fyrir tónlist sína. Meðal annars hafa birzt eftir hann lög við sjómannaljóð hér í blaðinu. Björgvin Guðmundsson er fæddur 26. apríl 1891, að Rjúpnafelli í Vopnafirði. Nítján ára að aldri fluttist hann vestur um haf. Dvaldist hann þar um 20 ára skeið. Kom snemma í ljós, að hann hafði óvenjulega listgáfu, einkum á tón- listarsviði. Fyrir atbt'ina íslendinga í Vestur- heimi var Björgvin stvrktur til náms við tón- listarháskólann í Lundúnum, og lauk hann þar námi á tiltölulega sköimnum tíma. Að námi loknu dvaldist hann allmörg ár í Winnipeg, þar sem hann fékkst einkum við hljómlistarkennslu. Árið 1931 fluttist Björgvin heim til íslands og settist að á Akureyri. Hefur hann alla stund síðan verið söngkennari við Menntaskólann á Akureyri og leiðandi maður í tónlistarmálum Akureyrar. Björgvin Guðmundsson er hinn mesti dugn- aðarmaður, enda mun hann einna athafnasam- astur og afkastamestur íslenzkra tónskálda. Liggja eftir hann margar tónsmíðar, bæði söng- lög og stór hljómsveitarverk. Hafa mörg lög hans náð alþýðuhylli. Björgvin hefur einnig sinnt nokkuð ritstörf- um. Hefur hann samið leikrit, er nefrnst 109

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.