Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 26
Minningarorb: Sölvi Ingibjartur Bjarnason Sölvi Ingibjartur Bjarnason lézt í Landsspítalanum 11. september s.l. Sölvi Bjaniason var einn af hinum mörgu þjóðkunnu skútualdarmönnum vestanlands og sunnan, fyrir hans mikla og fórnfúsa afrek í fiskidrætti. Það væri bæði gaman og gagnlegt ef til væru skýrslur um fiskidrátt hinna miklu fiskimanna skútualdarinnar og mundi þá nafn Sölva standa þar hátt. Það væri líka mjög fróðlegt og skemmtilegt fyrir okkar gömlu skútu- aldarkarlana að sjá öll þau verðmæti og gjaldeyri er einn maður áorkaði að framleiða, að vísu afburðar- maður. Hver veit nema það væri bæði gagnlegt og nauðsyn að slíkar skýrslur væru til. Þær gætu verið hvatning fyrir eftirkomandi kynslóð. Engin veit nema handfærið geti enn orðið bjargráð nú sem fyrr, ef við gefum gaum hvernig fjárhagsafkoma okkar er nú. Ódýrasta og viðráðanlegasta veiðiaðferðin er okkar gamla og happasæla skútualdarskak. Sölvi Ingibjartur Bjarnason var fæddur á Laugar- bóli í Mosdal í Auðkúluhreppi við Arnarfjörð 5. ágúst 1878. Foreldrar hans voru hjónin Bjami Bjarnason skipstjóri og bóndi og Jónína Jónsdóttir. Sölvi byrjaði ungur sjómennsku með föður sínum, að- eins tíu ára gamall. Með föður sínum var hann til fermingaraldurs, eftir það réði hann sig sjálfur á skip. Það kom snemma í Ijós hjá Sölva, hvað hann var sjálf- stæður í skoðun og athöfnum. Sölvi vildi á þeim árum engu öðru sinna en sjónum. Óslitið starf hans var það að vera á skútum sumarvertíðir. Réri við Arnarfjörð haust vertíðir, fór svo að ísafjarðardjúpi strax eftir hátíðar, réri þar nokkrar vetrarvertíðir frá Ósi við Bolungarvík, en hætti svo Djúpróðrum sínum þegar þilskipunum fjölgaði við Faxaflóa, þá fór hann þangað og var þar fjölda margar vetrarvertíðir. Sölvi var rösklega 18 ára þegar faðir hans dó. Það skeði með þeim hætti, að faðir hans Bjami Bjarnason var skipstjóri með skútuna Þráinn, gerð út frá fsa- firði, en hún fórst með allri áhöfn í NV aftaka veðri 1. maí 1897. Við það áfall var mikill harmur kveðinn „Skrúðsbóndinn", og var það sýnt við góðan orðstír á Akureyri fyrir nokkrum árum'. Á síð- astliðnu ári komu út endurminningar Björgvins, mikið rit og athyglisvert. Sjómannablaðið Víkingur óskar Björgvin Guðmundssyni allra heilla á sextugsafmælinu. að bemskuheimili Sölva. Jónína móðir hans treystist ekki til að halda búskapnum áfram, sagði því jörðinni lausri, enda mun sonur hennar Sölvi ekki hafa viljað binda sig við búskap. Á þeim árum var hugur hans bundinn hafinu svo sterkum böndum, er torvelt var að slíta. Sölvi reyndist móður sinni vel, sá henni farborða og átti heimili hjá henni þær stundir er hann dvaldi heima, en þær stundir voru tíðast fáar. Sölvi kvongaðist árið 1910 eftirlifandi konu sinni Pálínu Ehususdóttur, ágætiskonu af góðum og merkum arnfirzkum ættum komin. Sex börn hafa þau eignast, en þrjú af þeim eru dáin. Eftir að Sölvi giftist, gerðist hann bóndi í sveit og mun hafa búið sveitarbúskap samtals 24 ár, en stundað sjóinn jafnframt. Sölvi var ekki hneygður fyrir sveitarbúskap. Honum fórust einu sinni þannig orð, þegar við ræddum um búskap og sjó- mennsku. Hann sagði: „Ég hefði aldrei átt að stunda búskap, en ég hef nú samt gert það, því maður verður oft að gera fleira en gott þykir“. Þótt hneigð hans stefndi í aðra átt, þá vann Sölvi við búskapinn eins og við allt annað, með stakri elju og dugnaði, samt mun kona hans hafa verið honum í þessari grein önnur og betri hönd. Eins og áður er sagt var Sölvi margar vetrarvertíðir á Reykjavíkurkútterum. Á kútter Sigríði var hann, en flestar vertíðir mun hann hafa verið með skipstjóra Pétri Mikael á kútter Valtý, og var Sölvi þar met- no VÍKINBUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.