Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Page 27
aflavertíðina, er Pétur Mikael setti á kútter Valtý. Sölvi var einnig ráðinn á Valtý vertíð þá er skipið fórst með allri áhöfn og mætti segja, að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Konu Sölva dreymdi ískyggilegan draum um skipið Valtý og beiddi hún mann sinn að hætta við suðurferðina. Sölvi var lengi tregur, en að lokum lét hann það eftir konu sinni og fór ekki. Draumurinn rættist. Valtýr fórst með allri áhöfn. Sölvi Ingibjartur Bjarnason var skemmtilegur og ágætur skipsfélagi, skapstór að vísu, en hreinlyndur og glaðlyndur, mælskur vel, kom vel fyrir sig orði, var ágætlega orðheppinn, gagnyrtur, jafnvel hnífilyrtur svo undan gat sviðið þegar því var að skipta, en fljótur til sátta, sagði ágætlega frá, hafði undra gott lag á að haga orðum sínum þannig, að þeir sem hlýddu, kom- ust í gott skap. Af þessu og fjölda mörgu öðru í fari Sölva var hann mjög vinsæll maður. Á öllum þeim skipum, sem Sölvi var á, mun hann ævinlega hafa verið hæstur í fiskidrætti, en ekki var Sölvi allskostar ánægð- ur nema skip það, er hann var á, væri einnig hæst að afla miðið við skip frá sama útgerðarfélagi. Sölvi var mjög eftirsóttur, enda gat hann valið um skiprúm. Það mætti skrifa langa og merka grein um Sölva Ingi- bjart Bjarnason og athafnalíf hans, en það verður ekki gert í stuttri minningargrein. Börn Sölva og konu hans, sem á lífi eru, eru þessi: Svava, gift kona í Reykjavík, og bræðurnir Elías og Páll, báðir til heimilis á Bíldu- dal, en eru nú fjarverandi. Ég hef með línum þessum leitast við að draga upp mynd af starfsorku og skapgerð Sölva Bjarnasonar, og er henni í mörgu áfátt, ef til vill geta eftirfarandi ljóð- línur bætt þar eitthvað um: Við munum hann Sölva á hafinu breiða, sá hélt vel í spottann, án nokkurs leiða, og lyfti takinu stóru, styrkur, stafnbúa llkur, í engu myrkur. Að sofa mikið var synd er hann latti sjálfsbjargarviðleitninni alla matti, — glaður og reifur gekk hann að verki, glöggur á txkni að lyfta hátt merki. Með víkingseðlinu valkesti hlóð hann, vökull á þilfari ákafur stóð ’ann og 8kútutlmanna skreytti vel merki, skapstór en lundglaður, heill í verki. Guðm. Valdimar Jónsson. ATLAS-dýpftarmælir Þau íslenzk fiskiskip, sem hafa bergmálsdýptarmæla, munu flest vera með mæla framleidda í Bretiandi. Allir, sem reynt hafa, vita, hve mikið gagn og öryggi er í að hafa dýptarmæla í skipum, og er því sífellt unnið að endurbótum á þeim. En það eru fleiri en Bretar, sem ATLAS-dýptarmœlir. framieiða bergmálsdýptarmæla. T. d. framleiða Þjóð- verjar þessi tæki, og skal hér lítillega getið um eitt þeirra, bergmálsdýptarmælinn ATLAS, sem búinn er til í ATLAS-verksmiðjunum í Bremen. ATLAS-mælirinn er framleiddur í ýmsum stærðum og lóðar sá krafmesti allt niður á 1200 metra dýpi. Er um tvær gerðir að ræða, aðra með sjálfritara eingöngu og hina með sjálfritara og neista eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Er hægt að nota neistann og sjálfritar- ann hvorn í sínu lagi og má spara við það pappír. Mælirinn er lítill fyrirferðar og notar eingöngu skips- strauminn, þannig að rafhlöður eru ekki notaðar. Það er hægt að fá hann fyrir hvaða spennu sem er, allt frá 24 voltum upp í 220 volt. Botnstykkin eru frekar lítil og þarf ekki að taka í sundur bönd til að koma þeim fyrir. > Vegna þess hvernig botnstykkjunum er fyrir komið, sleppir mælirinn síður úr lóðningu, og er það talinn einn af aðalkostum hans, hve vel hann lóðar í slæmu veðri. Má segja, að tæki þetta vinni með þýzkri ná- kvæmni. Þá má það og ótvírætt teljast kostur, að í mæl- inn er notaður þurr pappír. Tæki þetta er tilvalið til síldar- og fiskileitar, enda byggt með það fyrir augum. ATLAS-mælirinn er ekki með öllu ókunnur íslenzkum fiskimönnum, því ýmsir hafa séð hann um borð í þýzk- um og færeyskum fiskiskipum, er hér hafa komið. Þeir, sem nota mælinn, láta mjög vel af honum. ATLAS-verksmiðjurnar framleiða einnig fisksjá og er hægt að hafa hana í sambandi við sjálfritarann. VIKINGUR m

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.