Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Síða 28
2/2. Inflúensa breiðist hægt út f Reykjavík, en er yfirleitt væg. 184 inflúenzusjúklingar í síðustu viku. — Bretar heiðra íslenzka björgunar- menn. Gefa Slysavarnarfélaginu einnig 10 fullkomin taltæki, og fer hið fyrsta að Látrum. — Skipaút- gerð ríkisins hefur gert óvirk 1858 tundurdufl. • 3/2. Jón forseti lagður af stað heim frá Grimsby. — Bæjarútgerðin gerir 3,1 milij. króna björgunarlauna- kröfu. — Tvö skip leituðu flugvélar- flaksins í gærdag og slæddu á Flekkuvík, en ekkert hefur fundizt. Þeirra, sem fórust með Glitfaxa, minnzt á Alþingi í gær. — Mikið magn af saltfiski var flutt út í jan- úar. Alls fluttar út í mánuðinum 7000—8000 lestir. • 5/2. Aflabrögð Faxaflóabáta hafa yfirleitt verið fremur léleg í vikunni sem leið. • • 6/2. Aðeins tveir bátar róa nú frá Bíldudal. Hreppurinn ábyrgist útgerð þeirra til að bæta úr hinu bágborna atvinnuástandi. — Skip Eimskipafélagsins hafa komið 70 sinnum á hafnir úti á landi frá ára- mótum. 7/2. Rannsókn á Glitfaxaslysinu hófst í gær. — I ráði mun vera að síldveiðiskipið Fanney fari út í dag, ef veður leyfir, til að Ieita að flaki Glitfaxa. Hefur komið til tals, að skipið hafi meðferðis rafsegul. — Tundurdufl rekur á land á Seyðis- firði. — Fiskverð hækkar í Reykja- vik. — Langvarandi gæftaleysi á Hornafirði. — Togarar gera tals- verðan usla á miðum Grundarfjarð- arbáta. — Almennt sjómannaverkfall boðað í Eyjum. Búið að lögskrá á- hafnir á um þrjátíu báta þar, sem byrjaðir eru fiskiróðra. — V.s. Ægir verður fyrir miklu tjóni við ásigl- ingu í höfninni í nótt. Verður jafn- vel frá björgunarstörfum í vetur. Hekla og Magni löskuðust líka. Var það Hallveig Fróðadóttir, sem rakst á skipin, en hún var að fara á veið- ar. — Mikill áhugi fyrir að fá einn nýju togaranna til verstöðvanna við Eyjafjörð. Líklegt að Dalvíkingar og ólafsfirðingar leggi saman i togara — ef íinnt verður að fá skipið. • 8/2. Þýzkur togari strandaði og sökk við Reykjanes í nótt. Mann- bjö'rg varð, enda gott veður. — Held- ur tregur afli Akranesbáta. • 9/2. Poki úr Glitfaxa fannst í gær. — lsfiskútflutningurinn s.I. ár er fjórðungur þess, sem var 1949. Freðfiskútflutningurinn helmingi minni 1950 en 1949. — Síldaraflinn varð 60 þús. lestir á síðasta árL — Tveir skipsfarmar af heyi sendir frá Akranesi til Austur- og Norðurlands- ins. — Tólf bátar byrjaðir róðra úr Hafnarfirði. • 10/2. Togarar gerast ágengir við Garðskaga. — Verkfallinu í Vest- mannaeyjum lokið. — Togararnir hafa selt fyrir rúml. 7,4 millj. kr. síðustu daga. — Næturferðir togara upp við land á Snæfellsnesi. Sjómenn þar orðnir kvíðandi um framtíð sína vegna vaxandi ágangs veiðiþjófa. — Bandaríkin og Holland beztu við- skiptalönd íslands 1950. Keyptu þau íslenzkar afurðir fyrir 55 millj. kr. hvort um sig. • 12/2. Danskt skip strandar á Odd- eyrartanga, en komst sjálfkrafa út og mun ekkert hafa laskast. • 14/2. Sambandsskipin fluttu 74.- 216 lestir af vörum á siðastliðnu ári. Höfðu 18 sinnum viðkomu á Ak- ureyri. — Akureyrarbátar taka fisk í Hornafirði og munu sigla með hann til Bretlands. — Verðmæti fyrir 4 millj. kr. með einu skipi til Banda- ríkjanna. Dettifoss fer vestur með freðfisk, aðallega hraðfrystan karfa. • 15/2. Herðubreið tók niðri við Arnarstapa í fyrrinótt, en komst síð- an á flot af eigin rammleik. — Slysavarnardeildin Ingólfui vill nýj- an björgunarbát. — SlS fær nýtt kæliskip í apríl, „Jökulfell". — Enn- þá er mjög tregur afli á vetrarver- tíðinni. — Vonast eftir höfn á Rifi á næstu þrem árum. Hætta á að fyrri framk^æmdir við höfnina- þar spillist, verði ekki haldið áfram í vor. — Varastöð Akureyrarbæjar brann til ösku í gærkvöldi. Vélar skemmdust og olíubirgðir brunnu, en gæ?Iumaður komst naumlega úr eldhafinu. — Fjórir bátar við róðra í Þorlákshöfn.. — Skip SlS í förurn til þrettán landa. Höfðu þau við- komu í fjörutíu íslenzkum höfnum og 32 erlendum síðastliðið ár. • 16/2. Fisksjáin hefur enn komið að litlum notum. En með aukinni æfingu við að þekkja fiskinn ætti hún að verða að miklu gagni. — Iskyggilegt atvinnuleysi á Bildudal. Meðaltekjur margra fjölskyldufeðra kr. 68,00 til 98,00 á mánuði á hvern fjölskyldumeðlim. • 17./2. Útgerð með mesta móti f Vestmannaeyjum í vetur. Fjöldi að- komufólks í vertíðarvinnu. — Góð- ur færafiskur út af Papey. — Ingólfs- garðurinn í Reykjavík verður lengd- ur til muna og ný bryggja byggð. 9—10 þús. bílförmum af grjóti ekið árlega í uppfyllinguna við Granda- garð. • 20/2. Hefja togararnir brátt veið- ar fyrir innanlandsmarkaðinn? Er- lendis þrengist markaðurinn á ný. — Vélbáturinn Björn Jörundsson frá Ólafsvík sekkur. Fimm manna áhöfn bjargað nauðulega. — Þungar horf- ur á isfiskmarkaðnum brezka. Verð- ið fallið, fiskur ónýtist vegna sölu- tregðu, togarar komast ekki að. — Góður afli á handfæri úti fyrir Austfjörðum. — Norðfirðingar ráð- gera fiskflutninga frá Hornafirði til vinnslu heima. 112 V í K I N Q U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.