Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Blaðsíða 29
1/2. Sameinuðu þjóðirnar munu í dag lýsa Kína árásarríki í Kóreu. 44 ríki greiddu atkvæði með því. • 2/2. Stórslys varð í skipasmíða- stöð í Belfast. 16 skipasmiðir biðu bana, en 48 meiddust, er Iandgöngu- brúin brotnaði. — í gær var barizt í návígi norðan Ichon. Annars stað- ar sækja herir S. Þ. hægt fram. — Yfir 100 þús. hl. síldar bárust til Álasunds í gær. — Ný ferja hefur flutninga milli Danmerkur og Þýzka- lands f maí. — Sprenging í brezku olíuskipi verður 7 manns að bana. — Kolaverð í Bretlandi fer hækkandi. • 3/2. Óráðið hvort haldið skuli yf- ir 38. breiddarbaug í Kóreu. — MiIIjónir Kóreubúa þjást af mat- vælaskorti og illri aðbúð. Tauga- veiki í her Kínverja í Kóreu. Tveir sjúkir fangar teknir í gær hjá Seoul. — Inflúenzan skæð i Englandi. Dauðsföll á 13. hundrað á viku. • 5/2. Kommúnistar hófu ný gagn- áhlaup í Kóreu í morgun, sem var hrundið. Harðvítugir bardagar fjrir norðan Suwon. • 6/2. Her S. Þ. nálgast Seoul hægt en örugglega. Hefur tekið bæinn Anyangni og sækir nú fast að hafn- arborginni Inchon. — Yerkfall í Bandaríkjunum tefur hergagnaflutn- inga til Kóreu. Engin lausn á verk- falli járnbrautarmanna. — Fimm atomsprengingar látnar springa á 11 dögum. Nýlega sprakk ein í Nevada og sást blossinn í 500 km. fjarlægð. • 7/2. Finnar stórauka svarðar- vinnslu sína í ár. Fá stórvirkar, þýzkar vélar til upptöku. 8/2. 83 skip biða nú afgreiðslu í þrem hafnarborgum í Norðvestur- Englandi, en unnið er í 30 skipum. • 9/2. Stórbruni varð á flugvellin- um „Bluie West“ á Grænlandi. — Fiskimaður frá Knippla í Bóhúsléni var að rækjuveiðum norður af Skag- en og fékk þar rækju, sem var sextán sentimetra löng. • 10/2. Hafnarverkföllin i Englandi magnast. 7000 lögðu niður vinnu í London i gær. — Hersveitir S. Þ. hertóku Seoul og Inchon í morgun. Ennfremur hafa þær náð Kimpo- flugvellinum á sitt vald. — Rússar hafa ekki enn skilað japönskum stríðsföngum. Talið að 324 þús. Jap- anir séu ennþá í Sovétríkjunum. • 13/2. Aðfaranótt sunnudagsins rakst norska flutningaskipið „Kron- prinsene< á fiskiskútu, sem sökk þeg- ar í stað. Aðeins einum manni af sjö manna áhöfn var bjargað. — Matvælaframleiðsla heimsins óx nokkuð á síðastliðnu ári. Fram- leiðsluhorfunar fara stöðugt versn- andi. • 14/2. Fjölmargar erlendar hrávör- ur hafa hækkað stórkostlega siðan í september, segir í dönskum blöð- cm. — Ellefu selfangarar leggja bráðlega af stað frá Noregi norður í íshaf til veiða. — Ný varnarlína S. Þ. sunnan Hoengson. 500 banda- rískir hermenn innikróaðir af fram- sveitum norðanhersins. — Hafnar- verkföllunum í Bretlandi Iéttir. • 15/2. Suður-Kóreumenn gera strandhögg 130 km. fyrir norðan 38. breiddarbaug. — Brezkt herfylki verður sent til Þýzkalands í ár. Bretar hafa þá fjögur herfylki í landinu. Ætla sér að koma upp 800.000 manna her fyrir áramót. 17/2. Vetrarsíldveiði Norðmanna 6,3 millj. hl. Er það metveiði. 18/2. Þjóðnýting brezka stál- og járniðnaðarins gengin f gildi. 80 stórfyrirtæki urðu ríkiseign á fimmtudaginn. • 20/2. í Kóreu virðist baráttu- þróttur kommúnista lamaður um sinn. Enn hafa þeir samt ógrynni Iiðs á að skipa. — Danakonungur fer til Grænlands í júnílok. Kemur sennilega við hér á landi. • 22/2. Her S. Þ. var í sókn í Kóreu í gær. — Rússar hafa 35 herfylki í Austur-Þýzkalandi og Póllandi. — Norðmenn auka framlög til land- varna. • 23/2. Her S. Þ. sækir fram á 80 km. Iangri víglínu. Norðurherinn hefur búizt um í skotgröfum skammt sunnan 38. breiddarbaugs. — Upp- gripasíldveiði er enn við Álasund. — Norðmenn eru að selveiðum við Nýfundnaland. — Norskt skip, Flor- entine frá Tönsberg, sökk í Kyrra- hafi fyrir stuttu. 25/2. Þjóðverjar fara enn út í Helgoland í því skyni að setjast þar að. — Herir S. Þ. eiga aðeins 30 km. ófarna að 38. breiddarbaug. Tóku járnbrautarbæinn Hongchon á mið- vígstöðvunum í gær. 27/2. Samningar hafa nú tekizt milli vestur-þýzku stjórnarinnar og brezkra hernámsyfirvalda um að hætt verði að nota eyna Helgoland sem skotmark herflugvéla við æf- ingar. — Rigning og for stöðvar sókn herja S. Þ. i Kóreu. Norðan- menn endurskipuleggja lið sitt og búast til gagnárása. — 250 þúsund Bandaríkjamenn í Kóreu. 3,5 millj. verða kvaddir til vopna. • 28/2. Samkvæmt frásögn brezks læknatímarits dóu 7071 maður í Bretlandi af völdum inflúenzu í jan- úarmánuði einum saman. — Banda- ríkjamenn hafa nú gert uppkast að friðarsamningum við Japan og munu senda það Bretum og Frökkum til athugunar. VÍKINGUR 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.