Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1951, Qupperneq 30
Elliheimili sjómanna Margt hefur verið rætt og ritað um heppilegan stað fyrir heimili aldraðara sjómanna. Þó hefur, eftir því sem ég bezt veit, engin lausn fengizt á því máli. Fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið, þegar Lauganes- spítalinn brann, fannst mér að á Lauganesi mundi verða hinn ákjósanlegasti staður fyrir heimilið, og var ég tvi- mælalaust ekki einn um þá skoðun, en framförin hjá okkur nú hin seinni ár hefur verið það ör, að líkur benda til að innan tíðar verði Lauganesið innan hafnar Reykjavíkur, og þess vegna álít ég að sá staður komi ekki til greina úr því sem komið er, enda litlar líkur til þess að hann fáist. En hvar væri þá heppilegur staður? Einhver hefur stungið upp á að byggja heim- ilið í brekkunni í norðanverðum Lauganesdalnum. Ég fyrir mitt leyti er ekki ánægður með þann stað, því það líða ekki mörg ár þar til þar verður orðið þétt- byggt og ekki lengur hátt til lofts og vítt til veggja fyrir aldraða sjómenn. Sjómannaheimilið verður að hyggjast á stað, þar sem aldrei verður hægt að byrgja útsýnið. Þá fyrst er hinum rétta tilgangi náð. Sá stað- ur er að mínu áliti enginn annar en Viðey. Þessi forn- frægi staður mundi verða tilvalin hvíldarstaður fyrir aldraða sjómenn, í alla staði og um alla framtíð. Skal ég nú í fáum orðum færa rök fyrir þessari skoðun minni. Það er nú fyrst, að hvergi nálægt Reykjavík er eins þægilegt að fylgjast með skipakomum eins og þarna. Með góðum sjónauka er hægt að þekkja hvert skip, sem inn í höfnina fer. í öðru lagi er útsýnið svo guðdóm- legt á alla vegu, að hvergi nærri sjó nálægt Reykjavík er það öllu fegurra, og er þá mikið sagt. Fyrst er Esjan, þá útsýnið út flóann til Snæfellsjökuls, þá sjálf höfuðborgin, með öllum sínum glæsileik, og svo hinn fagri Mosfellsdalur. í þriðja lagi er þarna bú, og bú- skap væri án efa mjög æskilegt að starfrækja í sam- bandi við heimilið. Nú mun margur að sjálfsögðu líta svo á, að erfitt mundi fyrir aldraða menn að fleyta sér yfir sundið milli eyjunnar og lands. Ég skal gjam- an viðurkenna það. Einkum á vetrum mundi það vera erfitt og varla gerandi. En ég hef hugsað mér að með þeirri tækni, sem nú er, mundi það verða auðvelt og ekki kostnaðarmikið að byggja brú frá austurenda eyj- arinnar og í Gufunes. Þar er mjög stutt á milli lands og eyjar, og í sundinu miðju er sker, sem hægt væri að nota sem undirstöðu undir stöpul í miðja brúna. Svo er önnur hlið þessa máls, og hún er sú, að á þessari ypdislegu eyju er nóg landrými. Væri því hægt að leyfa öldruðum sjómönnum, sem það vildu, að byggja sér lítil sumarhús til sumardvalar sér til hressingar og ánægju. Og svo þetta: Mér er fullkunnugt um, að Viðey er í einkaeign, og veit ekki til þess að hún sé til sölu, en það veit ég, að eigandi eyjarinnar hefur haft mikil kynni af sjómönnum allt sitt líf, og án efa vildi hann heldur vita eyjuna sem bústað aldraðra sjómanna í nútíð og framtíð, en að hún kannske eftir hans daga lenti í braskara höndum. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ég skora því á þá menn, sem þessum málum ráða, að vera nú í eitt skipti sammála, og gera sitt ýtrasta til þess að fá Viðey sem framtíðarheimili fyrir aldraða sjómenn. Ef það skyldi heppnast, þá hafa sjómenn stigið það spor fram á við, sem við munum aldrei iðrast. Að endingu þetta: Þessi áðumefndi staður fyrir elli- heimili sjómanna er við sjó, hann er í sveit, og þó er hann raunverulega í sjálfri borginni. v Guðm. Gíslason. ATHS.: Sjómannablaðið Víkingur vildi ekki neita yrein þessari um rúm, þar sem hún er frá starfandi sjó- manni og fjallar um mál, sem nú er ofarlega á baugi og nokkur skoðana/rminur virðist ríkja um. Hugmyndin um brú úr Viðey til lands virðist að vísu loftkastalay- smíði, sem tæpast komi til greina. En hvað sem þvi líður, þá er fyllilega tímabært að dvalarheimilinu vænt- anlega verði hið fyrsta ákveðinn staður. — Ritstj. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmannas- og fiskimannasamband íslands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson. Ritnefnd: Júlíus Kr. Ólafsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson (Sigl.), Þorsteinn Stefánsson (Ak.), Runólfur Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 40 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 565S. Prentað l ísafoldarprentsmiðju h.f. 114 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.