Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 1
9JÓMAIUNABLABID UÍKIHSUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XIII. árg. 5. tbl. Reykjavík, mai 1951. Hefjum sókn í landhelgismálinu Atvinnuvegum íslendinga hefur lengstum veriS þannig hátta‘8, a8 landsmenn hafa or8i8 a8 sœkja björgina í hafi8 og treysta á þaö í mörgum efnum, og mun svo enn ver8a um ófyrir• sjáanlega framtíö. Ætti því hverjum manni a8 vera Ijós þörf þess, a8 uppeldisstöövar íslenzkra nytjafiska séu verndaSar fyrir ránveiöi og miöin umhverfis landiö ekki eyöilögö, hvort heldur þaö mundi gert af fiskimönnum okkar sjálfra eöa annarra þjóöa. Því miÖur viröist allmjög á þaö skorta, aö landsmenn almennt hafi gert sér þess fulla grein, hversu mikilvœgt og brýnt þetta nauösynjamál er, og hvílík fyrirmunun þaö vœri, ef viö flytum sofandi aö feigöarósi. Er sízt vanþörf á, a8 gera enn einu sinni tilraun til aö opna augu alþjóöar fyrir því, hve mikiö er í húfi — hvorki meira né minna en möguleikar þjóöarinnar til sjálfsbjargar. Landhelgislína sú, sem nú er miöaö viö, var ákveöin fyrir hálfri öld af Dönum og Bretum, án þess aö íslendingar fengju þar neinu aö ráöa. Síöasta áratug 19. aldar haföi ágengni brezkra togara á íslenzka landhelgi veriö svo áköf og gegndarlaus, aö íslenzkir sjómenn fengu nálega hvergi aö vera í friöi meö veiöarfœri sín fyrir botnvörpum Englendinga. Hinir brezku fiskimenn óöu inn á hvern flóa og fjörö, þar sem afla var von, skófu botninn meöan nokku!8 var aö fá, og létu sig litlu skipta þótt línur og net íslenzkra sjómanna fylgdu meö. Fólkiö var varnarlaust gegn þessum ófögnuöi. Danir áttu aö hafa landhelgisgœzluna á heridi, en létu sér helzt til oft hœgt um þaö mál. Ásælni hinna erlendu togara annars vegar og varnarleysi Islendinga hins vegar náöi aö lokum hámarki rétt fyrir aldamótin, þegar landshöföingi þóttist tilneyddur aö gera samning viö brezkan sendimann um aö nema úr gildi í framkvœmdinni viss ákvœöi land- helgislaganna, gegn því loforöi af Breta hálfu, aö láta í friöi nokkur fiskimiö í innanveröum Faxaflóa. Slíkt var ástandiö er danska stjómin geröi áriö 1901 hinn illræmda samning viö Bretastjórn um þriggja sjómílna landhelgi. Rétt kann þaö aö vera, aö í bili muni þessi samningur heldur hafa bætt hiö ríkjandi ástand, því aö upp frá gildistöku lians dró heldur úr ágangi brezkra togara innan hinnar umsömdu landhelgislínu. En utan hennar voru mörg beztu og auöugustu fiskimiö landsmanna, og þar þóttust nú erlendir fiskimenn, ekki aöeins Bretar, heldur togveiöimenn allra þjóöa, bdöum fótum í jötu standa. Þegar litiö er á allar forsendur samnings þessa, veröur ekki annaö sagt, en aö hann hafi veriö alger nauöungarsamningur, enda geröur aö fslendingum for- spuröum. Meö glöggum og skýrum rökum má sýna fram á þaö, a8 landhelgisrœma þessi er svo lítil, aö hún er hvergi nærri nœgileg vernd þeim stofni nytjafiska, sem upp vex hér viö land. Margar stoöir renna og undir þá skoöun, aö vér íslendingar eigum stórum meiri og ótvírœöari rétt en aörar þjóöir til fiskimiöanna umhverfis landiö. A þessum forsendum hefur veriö aö því VÍKINQUR 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.