Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 7
Áreksturinn varð rétt fyrir miðnætti, og rétt eftir miðnætti sendi loftskeytamaðurinn út fyrsta neyðarskeytið, eftir fyrirskipun Smiths skipstjóra. Og á miðnætti hafði loftskeytamað- urinn á California — aðeins tuttugu sjómílur í burtu, aðeins einnar stundar ferð! — lagt af sér heyrnartólið og lagzt til svefns! Loftskeyta- maðurinn á Carpathia hafði heyrt neyðarkallið, en Carpathia var 48 sjómílur frá slysstaðnum. En þá vissi enginn, hve lengi Titanic mundi haldast á floti, en Carpathia hélt strax í áttina til hins sökkvandi skips. Skip, sem voru enn lengra í burtu, heyrðu Hka neyðarkallið, sem náði brátt til Englands og Ameríku. Á rit- stjórnaskrifstofunum fengu blaðamennirnir nóg að gera við að undirbúa aukaútgáfu til að skýra almenningi frá, að Titanic hefði rekizt á haf- ísjaka en væri enn á floti og héldi áfram með eigin vélum. Um borð á Titanic voru björgunarbátarnir hafðir tilbúnir — en farþegarnir höfðu litla löngun til að fara í þá. Titanic virtist svo ör- uggt, en bátarnir sýndust svo veikbyggðir, þegar þeir voru látnir síga niður í ískaldar bylgjurn- ar. Það höfðu ekki verið haldnar björgunarbáta- æfingar, og áhöfnin var ekki svo æfð, að hún gæti neytt hina ófúsu farþega til að fara í bát- ana. En skipun hafði verið gefin um að setja bátana á flot, og skipun varð að hlýða. Ef far- þegar vildu ekki fara í bátana, þá varð að setja þá niður án farþega. Yfirmennirnir felldu rang- an dóm um ástandið, en skelfing gerði ekki vart við sig. Skipshljómsveitin, sem spilaði ýmis lög af efnisskránni, hjálpaði til að minnka hættuna á hræðslu, en hún olli því einnig, að farþegarnir fengu alranga hugmynd um neyðarflugeldana, sem sendir voru upp. En hvorki flugeldar né þilfarið, sem hallaðist meir og meir, né hinar al- varlegu bendingar áhafnarinnar, já, ekki einu sinni björgunarbátarnir á hafinu, gátu komið farþegunum til að hreyfa sig. Enginn skildi, hve alvarlegt ástandið var. Þegar skip sekkur, kemur vanalega svo fljótt á það slagsíða, að helming björgunarbátanna er ekki hægt að setja niður. En Titanic hélt sér á réttum kili og aðeins stefnið seig hægt niður í djúpið. Þess vegna var hægt að setja alla bátana niður án þess að nokkurt slys bæri að höndum. Hafið var spegilslétt. Bátarnir voru settir heilir, en hálftómir, á sjóinn. Hefði Murdock ekki — sem skylda hans var — reynt að halda aftur á bak frá isjakanum, mundu fremstu og minnstu vatnsþéttu rúmin hafa pressazt saman, og skipið hefði haft meiri möguleika til að haldast á floti. Ef vörðurinn hefði orðið jakans var fimm sekúndum síðar, ef áreksturinn hefði verið enn öflugri, svo að farþegarnir hefðu skilið alvör- una, ef slysið hefði hent annað skip en einmitt Titanic, sem hafði það orð á sér að geta ekki sokkið, ef loftskeytamaðurinn á California hefði beðið mínútu lengur, — sérhvert þessara „ef“-a hefði getað bjargað þúsundum mannslífa. Það var fyrst klukkustund eftir áreksturinn, að það rann upp fyrir farþegunum, hve alvar- legt ástandið var, og þá lá Titanic svo djúpt, að landkrabbarnir voru farnir að taka eftir því. Vatnið hélt áfram að fossa inn í vélarúmin, og brátt yrði ekki til gufa og þar með ekkert raf- magn til lýsingar og loftskeytasendinga. Nú var ekki erfitt að fylla bátana, það var bara svo sorglegt, að þeir bátar, sem þegar höfðu látið frá, höfðu haft ónotað rúm fyrir hundruð farþega. En undir engum kringumstæðum hefði verið rúm fyrir alla í bátunum. Yfir- mennirnir voru neyddir til að segja: „konur og börn fyrst!“ Nú kom að fullu í ljós sjálf- stjórn og agi skipshafnar og farþega. Eigin- menn fylgdu konum sínum að bátunum og gengu sjálfir til baka til að deyja. Umliyggju- samir menn hugsuðu um að konan væri nógu vel klædd. Augnablik greip skelfing farþegana á þriðja farrými, en allt varð rólegt aftur. Póst- þjónarnir köstuðu póstinum í hrúgu á þilfarið í þeirri von að hægt væri að bjarga honum. Hljómsveitin spilaði allan tímann og loftskeyta- maðurinn hélt áfram að senda út neyðarskeyti. Ef California hefði náð sambandi við þá um þetta leyti, mundi mörgum mannslífum hafa verið bjargað.. Astor ofursti kom konu sinni fyrir í björg- unarbát og kvaddi hana rólega. Benjamín Guggenheim brosti og gerði að gamni sínu. Kyndararnir — þessar nafnlausu hetjur — voru á sínum stað og héldu gufunni við, vegna ljósanna og loftskeytanna, enda þótt þeir horfð- ust í augu við dauðann. Tíminn, sem engu líkara var en staðið hefði kyrr fyrstu stundina, þaut nú af stað. Titanic hafði lyft afturhlutanum upp úr öldunum, og stefnið var sigið svo djúpt, að sjórinn náði upp að bátadekkinu. Menn fóru að flytja sig aftur á, til að fá að lifa ennþá nokkrar mínútur. Þeir yfirmannanna, sem enn voru um borð, leituðust v í K I N □ U R IZt

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.