Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 15
Skipstjóri á e.s. Lagarfossi var þá Júlíus Júliníusson, 1. stýrimaður Ásgeir Jónasson, sem lengi síðar var skipstjóri á e.s. Selfossi, 2. stýri- maður var Lárus Blöndal Bjarnason frá Siglu- firði, núverandi skipstjóri á tankskipinu Þyrill, og 3. stýrimaður hét Þórður, mig minnir Jóns- son. Hef ég heyrt, að hann hafi andazt nokkr- um árum síðar. Honum kynntist ég þó einna mest af yfirmönnunum, því ég vann mest undir hans stjórn. Var hann mjög ötull maður og sinnugur og drengur hinn bezti. Ásgeiri Jónas- syni kynntist ég mest síðar, að ágætum, eftir að hann var tekinn við e.s. Selfossi og ég orð- inn afgreiðslumaður fyrir Eimskipafélagið hér á Raufarhöfn. — Ásgeir var gamansamur og stundum dálítið stórorður, en græskulaus þó. Man ég eftir að hann sagði við mig í gamni, þegar hann greiddi mér vinnulaunin og ég far- seðilinn, en þá hafði ég dálítinn afgang: „Það er hart, að þurfa að borga fyrir að flytja á þér helv.... skrokkinn til útlanda“. Við hlógum báðir. Síðasta höfnin, sem við komum á, var Stöðv- arfjörður, hafði verið farið þar fram hjá til Djúpavogs sökum óhagstæðs veðurs. Þar var legið heila nótt, eftir að afgreiðslu var lokið, og unnið við að gera sjóklárt og þaðan lagt í haf. Yfirbygging með stjórnpalli á e.s. Lagarfossi náði eigi lengra fram en um miðskips, og tvö farmrúm framan við hana, 1. og 2. lest, og eng- in yfirbygging fram á. Var því þilfarið langt frá yfirbyggingu og fram í stafn og gengið nið- ur í hásetaklefa (lugar) um kappa framarlega á þilfarinu. Á þetta svæði allt, frá yfirbygg- ingu og fram að akkerisvindu, var stúað lýsis- fötum upp á endann. Var aðalverkið þessa nótt að reyra þau föst og skorða. Voru til þess not- aðir vírar og kaðlar, til að binda allt sem tryggi- legast við borðstokka og vindur, og hvar sem festingu var að finna, og auk þess voru timbur- stakkar og pokar fylltir ösku, til að skorða af, þar sem nokkurt lát var hugsanlegt. Þegar við höfðum lokið verkinu skömmu fyrir dögun um morguninn, man ég að stýrimaður og bátsmað- ur sögðu það, að ekki kæmi til mála að þetta gæti haggast, hvað sem á gengi á siglingunni, nema þá að það flyti upp, en til þess þurfti skipið að fara alveg í kaf að framan. Milli klukkan sex og sjö að morgni, minnir mig, var leyst og stefna tekin í haf. Við Kristján horfð- um eitthvað til lands, eftir að lagt var af stað, en gengum síðan til híbýla okkar og tókum til að ræsta okkur upp og skipta klæðum, en lögð- um okkur ekki fyrir á eftir, þar sem svo stutt var til morgunverðar, sem skyldi étinn klukkan rúmlega níu. Veðri var svo háttað, að vindur gekk fremur upp með morgninum af suðaustri, og mun hafa verið um 7—8 vinstig eða rúmlega það, þegar kom frá landinu, og nokkur alda í sjó, því aust- læg átt hafði verið undanfarna daga, og var ekki hægt að ganga á þilfari meðfram yfir- byggingu, nema í sjóverjum, enda var skipið fullhlaðið og þungt í sjó. Þegar við vorum að ljúka morgunverði á 2. íarrými, sem var aftast á skipinu, um klukkan hálf tíu, fundum við harðan kipp. Við hentumst til í sætunum, og það brakaði í skipinu, eins og það hefði rekist á eða strandað. Einhver leit út og sagði, að allt væri í lagi, við flytum á sjónum. Við fórum að tala um, að dætur Ægis klöppuðu ekkert liðlega Lagganum á vangann, að þess skyldi gæta svo aftur í skut, en vorum hinir rólegustu. En rétt sem við vorum að ræða þetta, birtist Þórður 3. stýrimaður í dyrum 2. farrýmis, æðrulaus að vanda, og biður okkur Kristján að „galla“ okkur og koma fram á og hjálpa skipverjum til að ganga frá dekklest- inni. Öll lýsisfötin á fordekkinu voru komin á rú og stú. Við urðum að einu spurningarmerki. Hvað hafði komið fyrir? Hafði þá dekklestin flotið upp? Já, það var nú meira en svo, og mik- ið lán að ekki varð meira að. Þórður sagði ekki meira þá, en hvarf úr dyrunum. Við spruttum á fætur, skiptum fötum á ný og tókum á okkur sjóverjur og gengum síðan fram á þilfar. Þar gafst á að líta. Lýsisfötin lágu í haug- um um þilfarið, og aftur í göngunum, meðfram yfirbyggingunni, einkum stjórnborðsmegin. Sá gangur var fullur af þeim langt aftur eftir. Vírarnir og böndin, sem við höfðum strengt með, var allt í einni þvælu. Við gengum fram að hásetaklefa. Frívaktin var að koma upp. Þar var ekki fínlegt um að litast. Klefinn var nær hálfur af sjó. Aftast, næst stiganum, var sjórinn upp fyrir neðri koju, en grynnra framar. Við tókum til starfa, ásamt hásetum og tveim- ur stýrimönnum, 2. og 3., sem skiptu liðinu á milli sín, sinn með hvoru borði, og lenti ég í liði 2. stýrimanns, Lárasar Blöndals. Á stjórn- palli gekk Júlíus skipstjóri fram og aftur, en Ásgeir 1. stýrimaður stóð við stýrið, var okkur sagt, en hann sáum við ekki neðan af þilfari. Héldu þeir skipinu upp í vind og sjó á hægri ferð. En vélamenn og kyndarar gegndu sínum störfum undir þiljum. Stýrimenn sögðu okkur það, að ölduskaflinn, sem féll yfir skipið, hefði verið svo hár og kraftmikill, að hefði hann komið öðruvísi á en beint framan á stafn, hefði VÍKINGUR 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.