Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 16
hann að líkindum tekið stjórnpallinn eða brotið stórlega. En lengdin á framþilfari slæfði afl öldunnar, sem þó virtist skella á yfirbygging- unni með miklum krafti og alveg upp að skjól- segli á stjórnpalli. Þórður 3. stýrimaður hafði rétt áður en ólagið kom, gengið fram í háseta- klefa og til baka aftur. Var hann að koma upp á stjórnpall, þegar áfallið varð. Hefði ekki sagt meira af honum eða öðrum, sem þá stund hefðu á framþiljum verið staddir. Það var unnið af kappi við að koma lýsis- fötunum fyrir, velta þeim fram eftir, því mest- ur haugurinn var aftur við yfirbygginguna og aftur í stjórnborðsgangi, eins og áður er sagt, og leysa upp kaðla og víra, og binda á ný. Þó skipinu væri haldið upp í á hægri ferð, vorum við þó alltaf undir ágjöf. Sjóklæði okkar Krist- jáns a. m. k. voru nokkuð slitin og héldu því illa ágjöfinni, og svo rann niður með hálsmáli og víðar, þegar gusurnar komu á okkur hálf- bogna við vinnuna. Urðum við því fljótlega al- votir og stígvélafullir, en til kulda fundum við ekki meðan unnið var, því ekki var slegið slöku við og ekki kalt í veðri. Við höfðum lokið frágangi á lýsisfötunum eftir rúma fjóra tíma, en ekki var frágangur- inn nærri eins góður og áður hafði verið, enda trékubbarnir flestir horfnir. Við talningu á föt- unum kom í ljós, að vantaði, að mig minnir, rétt innan við 30, sem skolast höfðu út, og til þeirra sáum við aldrei neitt. En þessi þilfars- farangur rótaðist ekki framar á léiðinni til Nor- egs, þótt okkur líkaði ekki sem bezt frágang- urinn í annað sinn. Þegar við höfðum lokið verkinu, svo sem föng stóðu til, bar 2. stýrimaður okkur orð frá skip- stjóra að koma allir, bæði skipverjar og við Kristján, upp á efra þilfar (farþegaþilfar), því inn gátum við hvergi komið, þar sem sjórinn rann úr klæðum okkar, eins og við hefðum verið nýdregnir upp úr hafinu, en þarna var skjól. Þangað kom skipstjóri til móts við okkur, ásamt bryta skipsins, sem bar vínföng í flöskum og tóm vatnsglös í eins konar skjólu. Skipstjóri kvaðst þakka okkur starfið og bauð okkur þar með hressingu eftir volkið. Brytinn skenkti í glösin, eftir því sem hver vildi, hálft eða nokk- urn veginn fullt, með fyrirmannaborði þó, og held ég að flestir hafi tekið skammtinn fullan. Þó man ég eftir einum háseta, ungum manni, sem ekki vildi í glasið, sagðist aldrei smakka vín, og bauð hverjum okkar sem vildi sinn skammt, en ekki man ég hvort nokkur tók því kostaboði. Við klingdum glösum, til heilla Lagarfossi og lýsistunnunum, lukum úr þeim, og þökkuðum 13D skipstjóra hressinguna. Síðan dreifðist hópur- inn hver til síns verustaðar, með líf og yl í hverri taug, til að kasta vosklæðum og taka síðan til daglegra hátta, án æfintýra, eftir því sem hyer var settur á því fljótandi heimili, Lagarfossi gamla. Raufarhöfn á þorranum 1951. Hólmsteinn Helgason. Helgi frá Súöavík: Ekki er allt sem sýnist Þó sungiö sé glatt á sjómannadag séð er ei vel fyrir þeirra hag, sem gullið úr djúpinu draga; á ævikjörumim aldrei lag, það er eldgömul hörmungasaga. Þegar stormurinn æðir um hauður og haf er það hreystin og þolið, sem drottinn gaf, sem forðar oft fári þungu, þær hlæja mót stormi og hækka traf hetjurnar gömlu og ungu. Þótt sitji þær stundum við sultarlaun þær sigla um hafið og æðrast ei baun j og aulca við þjóðarauðinn. Þær efla sinn hróður við ægis raun þó ógni þeim kaldair dauðinn. Misjafnt er gæðunum mannlífsins skipt og margsinnis af því slcorið og klippt, sem náð er með súrum sveita. En þá, sem mest hafa landinu lyft letingjar ranglæti beita. Sjómannastéttin er þjökuð og þreytt og þessum lífskjörum fæst elcki breytt meðan ranglætið vasast í völdum. Hvenær fæst þeim að fullu greitt sem farast í hafsins öldum? V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.