Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 21
Samnorræn sundkeppni Á komandi sumri mun fara fram sund- keppni milli Norðurlandaþjóðanna fimm, og vinnur sú þjóð keppnina, sem getur tilkynnt um hlutfallslega flesta einstaklinga, unga og gamla, karla og konur, er liafi einhverntíma á vissu tímabili synt bringusund 200 metra vega- lcngd. Hafa verið ákveðnar jöfnunartölur, sem reikna skal eftir stig þjóðanna að keppni lok- inni. Jöfnunartala Islands er ákveðin lang- hæst, og þarf því þátttakan hér að vera mjög almenn, ef von á að vera um sigur í þessari skemmtilegu keppni. Meðal íslenzkra sjómanna eru nú orðið, sem betur fer, margir sundfærir menn. enda hefur reynslan kennt þeim, hve ómetanleg sundkunnáttan getur verið til að forða slys- um við hin hættulegu sjómannsstörf. Sjómenn munu því skilja manna bezt, hvílík nauðsyn er að efla sundíþróttina, og eru vafalaust fúsir til að styðja liverja þá viðleitni, sem að því miðar. En það er vafalaust, að hin fyrir- hugaða samnorræna sundkeppni, sem fram mun fara í sumar, getur átt verulegan þátt í að auka áhuga íslenzku þjóðarinnar á þessari fögru og hollu íþrótt. Þess er því að vænta, að sjómenn láti ekki sinn lilut eftir liggja um þátttöku í sundkeppninni. Væri æskilegast, að allir syndir skipverjar á hverju íslenzku skipi yrðu samtaka um það, að velja einhvern hent- ugan tíma, þegar vel stæði á, til að ljúka liinu umrædda 200 metra sundi við lögmæt skilyrði. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ríkisins, sem hefur með höndum framkvæmdastjórn sundkeppninnar hér á landi, kemst þannig að orði í bréfi til ritstjóra Víkings, um leið og liann biður blaðið að birta ávarp um keppnina: „Þetta er ekki svo að skilja, að sjómennina okkar skorti áhuga fyrir sundíþróttinni, heldur óska ég aðeins að atliygli þeirra yrði vakin á þessari keppni og þeir beðnir um að vera þátttakendur. Ég veit, að landdvalartími þeirra er oft stuttur og þeim veitir ekki af honum í heimahöfn, til þess að sinna fjölskyldum sín- um, en tækifæri geta boðist, bæði í heiina- höfn og er þeir liggja í öðrum liöfnum, þar sem við eigum nú starfandi sundlaugar á eftir- töldum stöðum: Vestmannaeyjum, Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík, Akranesi, Patreksfirði, Flateyri, ísafirði, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Nes- kaupstað, Seyðisfirði, Þórshöfn og Búðum í Fáskrúðsfirði. Hver veit, nema skipshöfn taki sig saman og taki þátt 1 keppninni. Ég veit af reynslunni, að sjómennirnir okkar eru áhugasamir um sund og margir þeirra vel sundfærir. Nærtæk eru dæmi um frábær sund- afrek þeirra. Hver veit, nema koma mætti á fót einhverj- um viðurkenningum til þeirra skipshafna, sem ættu t. d. 75% skipshafnarinnar sem þátttak- endur“. Hér fer á eftir ávarp um þátttöku í norrænu sundkeppninni: Þing hins norræna sundsambands hefur ákve'Ö iÖ aÖ efna til sundkeppni milli NorÖurlandaþjóð- anna í sumar. ísland tekur þátt í þeirri keppni. ÞingiÖ áikvaÖ jöfnunartölur, sem reikna skal eftir stig þjóÖanna aÖ keppni lokinni. Jöfnunartala Islands var ákveÖin hœst, vegna þess aÖ þingfulltrúar töldu íslendinga mestu sundþjóö Evrópu. Sund- skyldan mun eiga sinn þátt í þeim dómi. V I K I N G U R 135

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.