Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 24
Runólfur Jóhannsson: Síðari grein íslenzk skipasmíði I veiðistöð eins og Vestmannaeyjum vita allir, að afkoma fólksins, sem þar býr, veltur á því, að hægt sé að ná sem beztum afla, á tiltölulega skömmum tíma, sem aðalfiskimagnið er hér á vetrarvertíð yfirleitt. Til þess að slíkt geti orð- ið, þurfa bátarnir að vera á allan hátt sem bezt í stand settir. Þetta vita sjómennirnir bezt, sem á þeim róa, og haga sér samkvæmt því. Það er með sanni hægt að segja, að fyrir hvert aðalúthald eru fiskibátarnir hér stand- settir svo vel sem frekast verður á kosið, og á þetta sér stað nær undantekningarlaust, og það er einmitt þetta, sem hjálpar til að forða slys- unum, og að bátar geta furðu lengi verið ör- uggir og vel sjófærir, þótt gamlir séu, sé þeim vel við haldið. í skjóli hafta og sljórra stjórnarvalda hef- ur hnignun innlendrar skipasmíði beðið þann hnekki, sem tíma tekur að endurbæta, og ef ekki verður hafizt handa, hefur hér það tjón orðið fyrir þjóðina í heild, sem vart er hægt að sjá hvern endi hefur. Efnilegir ungir menn, sem hér lærðu skipa- smíði á árunum 1941—1947, hafa nú flestir tekið sér annað starf fyrir hendur, og sumir byrjað nám í öðrum iðngreinum. Skipasmíða- stöðvar þær, sem hér störfuðu með blóma og uppgangi þessi ár, eru sumar hættar, en aðrar hjara að heita má, og efni allt til skipa og báta að mestu til þurrðar gengið. Og í verstöð eins og hér, sem hefur haft sína 60—80 fiskibáta, væri það sízt of mikið, þótt tveimur bátum væri árlega hleypt af stokkunum að meðaltali. Það væri sízt meira en nauðsynlegt viðhald og endurnýjun fiskiflotans í þessu byggðarlagi. * Ég minntist á það í upphafi þessarar grein- ar, hversu rík tengsl hefðu verið millum fiski- mannsins og fiskiskipasmiðsins. Á þessu hefur hin síðari ár orðið allmikil breyting til hins verra. í millum þessara aðila hafa smeygt sér bæði einstaklingar og stofnanir, sem fyrst og fremst hafa það að markmiði, að ná sem mestum ráð- er þjóðarnauðsyn um, og í skjóli þeirrar ráðsmennsku stutt að sínum eigin hag. Skipasmíðaiðnaðurinn íslenzki hefur að vísu löngum átt við ýmis konar erfiðleika að etja, og keppninauta, sem gjarnan hafa viljað hann feigan. Innlendir áróðursmenn erlendra skipasmíða- stöðva hafa löngum verið á næsta leiti og notað hvert það tækifæri sem gafst, sínu áhugamáli til framdráttar. Það var háttur sumra kaupsýslumanna, að panta báta frá útlöndum, og eiga svo part í þeim á eftir, og voru að þessu allmikil brögð hér í Vestmannaeyjum um nokkurt skeið. En þrátt fyrir mjög mikinn aðstöðumun innlendra og erlendi-a skipasmíða, bæði með efnivið og vinnutæki, varð aldrei svo langt gengið, að inn- lenda iðnaðinum á þessu sviði stafaði bein hætta af. Kann hér tvennt að hafa komið til greina, í fyrsta lagi, að allmikill kostnaður varð við að sækja bátana og lagðist tiltölulega mikið á hverja smálest, því hér var oftast um frekar litla báta að ræða, eða frá 12—30 smál. í öðru lagi, að þénusta umboðs- eða kaupsýslumanns- ins hér hafi jafnað það, ,sem á vantaði, og er það mjög sennilegt. Ég minnist áranna 1919—1930. Á þessum ár- um var hér mjög mikið smíðað af nýjum bát- um, þótt að vísu einn og einn flyti með frá út- löndum. Það var á þessu tímabili, eða árið 1926, að Árni Helgason á Eyrarbakka hafði hug á að fá sér bát, og að sjálfsögðu var honum opin leið að fá hann tilbúinn frá Fredrikssund, sem þá var aðallega verzlað við með þá báta, sem hingað fluttust tilbúnir. En það var nú svona og svona fyrir Eyrbekk- ingana að fá bát frá útlöndum. Þeir vildu hann heldur heimagerðan, ef þess væri nokkur kostur. Þar voru fastgróin tengsl milli fiskimannsins og fiskiskipasmiðsins og höfðu verið það um langan aldur. Það var því afráðið, að byggja bátinn þar heima, en allt efni sem til hans þurfti var ákveðið að fá frá Fredrikssund í Danmörku. 13B V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.