Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 26
BREMNSLUHVERFILLINN (Gasturbinen) Eftirfarandi grein er erindi, sem hr. vélskóla- kennari, Eyvind Jensen hélt fyrir vélstjóra í hin- um stærri bxjum Danmerkur. Erindið birtist seinna í „Tidsskrift for Maskinvæsen“, og hefur höfundurinn og ritstjóri tímaritsins góðfúslega leyft mér að frijða og birta erindið í íslenzku vélstjórariti. Andrés Guðjónsson. holið. Einfaldasta kerfi brennsluhverfilsins er því brunahol, hverfill og þjappa. Eldri gerðir brennsluhverfla. Hugmynd að þessum vélum er nokkuð gömul. Þegar á miðöldum var vélin, sem sýnd er á 1. mynd, þekkt. Þar gefur á að líta opið eldstæði. Reykurinn er látinn snúa mjög frumstæðu hjóli, sem með þar til gerðu í lok heimsstyrjaldarinnar síðustu komu oft fréttir um nýjungar á hinu tekniska sviði, m. a. um nýjar afl- vélar og það, sem sérstaklega vakti athygli vélstjór- anna var brennsluhverfillinn, eða gashverfillinn eins og hann er stundum nefndur. Það er ætlunin með erindi þessu, að leitast við að útskýra hverfillinn, þróun hans, hvernig hann lítur út í dag og hverjir framtíðarmöguleikar hans eru. Hvað er brennsluhverfill? Hverfillinn er vél, sem knúin er á þann hátt, að heitur loftstraumur eða gas- straumur snýr „skófluhjóli". Þegar loftstraumurinn er framleiddur með brennslu kallast vélin brennsluhverfill. Aðalhlutar brennsluhverfilsins eru: brunaholið, þar sem eldsneyti, sem er olía eða gas, blandast andrúms- lofti og brennur. Hið brennda gas streymir síðan með geysi hraða inn í hinn raunverulega hverfill, sem er eitt eða fleiri skófluhjól, fest á ás, sem snýst þegar mVn(^ gasstraumurinn rekst á skóflurnar, nákvæmlega eins Eldvélin frá 16. öld. og í eimhverfli. Loftþjappa þrýstir lofti inn í bruna- yfir 5 manna fjölskyldu, sem kosti 100—150 þúsund krónur eða jafnvel meira. En báturinn, aðalframleiðslutækið, hann má helzt ekki vera nýr, því þá kostar hann of mik- ið, eða eitthvað þessu svipað virðist mér við- horfið í dag. Hugsum okkur gömlu skipin, þessi elztu. í mörgum þeirra eru nýjar og góðar vélar og öryggistæki (ég á hér við mótorskipin), en bol- ur skipsins ellihrumur og stórvarhugaverður. í viðtali við suma af eigendum þessara skipa, er ég hef minnst á það, hvort ekki væri heppi- legast að byggja nýjan skipsbol, þar sem vélar og önnur ný og góð tæki væru notuð úr gamla skipinu og komið fyrir í því nýja, er svarið oftast, á þá leið, að veðhafar gamla skipsins séu öllum hugmyndum til fyrirstöðu, um að slíkt gæti átt sér stað, en þeim sjálfum ofvaxið að borga veðskuldir og byrja á nýjan leik. Útkoman verður því sú, að gamla skipið verð- ur að ganga sér til húðar, í þeirri góðu von, að áhöfn þess fylgi því ekki síðasta áfangann. Að endingu þetta: Það verður að vinna á- fram að endurbyggingu fiskiflotans. Þótt góður áfangi sé þegar stiginn, er þó mikið óunnið. Sýnum þann þjóðarmetnað, að gera allt í þeim efnum sjálfir, sem við frekast getum gert. Við skulum, a. m. k. í bili, hvíla bæði Svíana og aðra góða nágranna okkar á því, að útsjá fyrir okkur nýtt lag á fiskibátum okkar, á með- an við sjálfir höfum yfir að ráða eins góðu og betra lagi á fiskibátum og fiskiskipum. Við skulum efia og endurnýja hin gömlu og góðu tengsl millum fiskimannsins og fiskiskipa- smiðsins. 140 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.