Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 27
& Stoltze brennsluhverfill. tannhjólakerfi er látið snúa steikarteini. Vélin er mjög einföld og frumstæð (athygli vekur hægra leg steikar- teinsins), en hún sýnir það, að hugmyndin að notfæra sér heitan loftstraum sem aflgjafa, er gömul. Mikið seinna, eða árið 1791, fær Englendingur að nafni John Barber einkaleyfi á vél, sem við i dag köllum brennsluhverfil, hugmynd hans varð þó aldrei að neinni hagnýtri vél. Á síðari helming fyrri aldar fengust margir hug- vitsmenn við þetta viðfangsefni og allmörg einkaleyfi voru veitt, m. a. eitt hinum kunna eimhverflasmið de Laval árið 1893. Um siðustu aldamót voru hinir fyrstu brennslu- hverflar smíðaðir og nokkrir þeirra eru ennþá í notk- un, en vinna allskosta ófullnægjandi. 2. mynd er af einum þessara gömlu hverfla. Mun Þjóðverjinn Stolze hafa fundið hann upp árið 1872, og var hann smíðaður og reyndur á árunum 1902—1903. Hann er heitaloftsvél, þ. e. í staðinn fyrir brunahol er lofthitari, en í honum er loftið frá þjöppunni hitað um leið og það streymir í gegnum nokkrar pípur, sem hitaðar eru að utanverðu. Þessi hverfill hafði þann galla, eins og hinir tilraunahverflarnir, sem voru smíð- aðir um þetta leyti, að þó hann gæti snúist álagslaus, gat hann ekkert drifið. Tilraunum þessum var því hætt og það varð, eins og kunnugt er, eimhverfillinn sem smíðaður var eftirfarandi áratugi og náði útbreiðslu. Það var þó einn maður, sem gafst ekki upp við að fást við hugmyndina um brennsluhverfillinn, en vann ótrauður áfram að henni, það var Þjóðverjinn Holz- warth. Árið 1906 fann hann upp hverfilgerð þá, er við hann er kennd, og árið 1908 gat hann látið hverfil- inn snúast nokkurn veginn fullnægjandi. Hverfill Holz- warth var sprengihverfill (3. mynd), sem í aðalatriðum var eitt eða fleiri brunahol, sem höfðu innstreymis og útstreymisloka, ásamt skófluhjóli. Innstreymislokarnir voru í sambandi við þjöppu, sem þrýsti lofti og gasi inn í sprengiholin með hæfilegum þrýstingi. Eftir að innstreymislokarnir lokuðu, kveikti raf- magnsneisti í hleðslunni, sem olli sprengingu og háum þrýsting. Nú opnuðust útstreymislokarnir og hið brennda gas streymdi út um þá og stýrisgöngin að skófluhjólinu. Þegar þrýstingurinn var fallinn, opn- uðu innstreymislokarnir fyrir loftið og brunaholið skolaðist hreint og um leið kældust skóflurnar af hin- um kalda loftstraumi. Því næst lokuðust útstreymis- lokarnir og brunaholið fylltist aftur af gasi og lofti og nýr vinnuhringur hófst. I hvert sinn, sem sprenging varð og tilheyrandi útstreymisloki opnaðist, fékk skóflu- hjólið orku. Holzwarth-hverfillinn var, eins og augljóst er, marg- V I K I N □ U R 141

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.