Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1951, Blaðsíða 29
hverfillinn láti í té 8000 hestöfl og af því notast 6000 til að snúa þjöppunni, en aðeins 2000 hestöfl komi að notum til hagnýtrar vinnu. Þau 6000 hestöfl, sem þjappan notar, eru þó ekki alveg- töpuð, nokkur hluti þeirra kemur aftur með loftstraumnum, sem þjappan blæs inn í brunaholið. 6000 hestöfl er því sú vinna, sem hring-sólar í þjöppunni, brunaholinu og hverflin- um. Úr brunaholinu verður því að fást sú orka, sem nægileg- er til þess að vegna á móti tapinu í kerfinu og au kþess sú orka, sem þarf til þess að framkvæma þá vinnu, sem hverflinum er ætlað að skila. Bæði hverfillinn og þjappan hafa ákveðið innra nota- gildi, en það er, að hverfillinn breytir aðeins hluta af þeirri orku, sem hann fær úr hinum heita loftsstraumi, sem til hans streymir, í nothæfa vinnu, sama er að segja um þjöppuna, hún skilar litlum hluta af þeirri orku, er hún fær frá hverflinum, í loftstrauminum, sem hún gefur frá sér. Ef hinn áðurnefndi hverfill hefði hæfilega hátt nota- gildi, bæði í hverfli og þjöppu, og ef hið innra nota- gildi hverflsins yrði aðeins 1% minna, hvað myndi þá ske? Hverfillinn myndi þá framleiða: %oo ' 8000 = 80 hestöfl minna, og þar sem þjappan notar 6000 hestöfl eins og áður, þá myndi kerfið skila 80 hestöflum minna en áður, eða 2000 -5- 80 = 1920 hestöfl. Þessi 80 hestöfl er því tap sem nemur: 80 • 100 2000 þ. e. ef notagildi hverfillsins minnkar um 1%, minnkar notagildi kerfisins um 4%. Eitthvað svipað þessu verður það ef athugað er samskonar dæmi um þjöppuna. Ef við athugum þetta nánar, er hægt að hugsa sér að notagildi hverfilsins og þjöppunnar yrði 10% minna hvers, og afköst kerfisins myndi þá minnka um: 10 10 jÖQ • 8000 + öoo ' 6000 = 800 + 600 = 1400 hestöfl. þ. e. að í staðinn fyrir 2000 hestöfl myndi kerfið aðeins skila 2000 -f- 1400 = 600 hestöflum. Er þá augljóst, að ef notagildið minnkaði enn meir, myndi fljótlega koma að því, að kerfið skilaði engri nothæfri vinnu. Þó þessi dæmi, sem hér hafa verið sýnd, séu ein- faldari en raunveruleikinn, sýna þau þó ljóslega, að hægt er að slá föstum tveim megin-staðreyndum varð- andi brennsluhverfilinn, en þær eru þessar: Hverfill og þjappa verða að hafa ákveðið lágmarks notagildi til að kerfið skili nokkurri orku. Notagildi kerfisins breytist mikið við litla breytingu á notagildi hverfils eða þjöppu. Nú hefur verið skýrt, hvers vegna hinar fyrri til- raunir með brennsluhvefla mistókust. Hverfillinn og þó einkum þjappan höfðu of lágt notagildi og notuðu of mikla orku, þannig að það varð alltof lítið eftir til hinnar nothæfu vinnu. Það er því skiljanlegt, að möguleikarnir fyrir hverfillinn urðu fyrst tímabærir þegar hægt var að smíða hverfla og þjöppur með hæfi- lega háu notagildi. Nú er innra notagildi hverfla um 86% og er stöðugt unnið að því að bæta það, því eins og 1% lækkun á notagildi hverfilsins orsakaði 4% lækkun notagildis kerfisins, eins mun 1% hækkun eins notagildis orsaka 4% hækkun á notagildi kerfisins. Ef meta á sparneytni véla, er það ekki hið innra nota- gildi, sem er mikilvægast, heldur notagildi hitans (ter- misk virkningsgrad). Þetta notagildi er hlutfallið á milli þeirrar orku, er vélin skilar, reiknað í hitaeining- um og orkuinnihaldi eldsneytisins sem vélin fær, einnig reiknað í hitaeiningum. Þessi jafna er mest notuð: 632 11 — Ci • H Ci er eldsneytiseyðslan á framleidd hestöfl í ldukku- stund og H er hitagildi eldsneytisins. Fyrirfram reikningur á notagildinu er frekar flók- inn, en það hefur verið leitt í Ijós, að fyrir utan hið fyrrnefnda notagildi fyrir hverfil og þjöppu, mun nota- gildi hitans fara mikið eftir þjöppunarhlutfallinu í þjöppunni og hitastigi loftsins þegar það fer inn í hverfillinn. Hvað viðvíkur þjöppunarhlutfallinu, er það þannig, að við ákveðið hitastig á loftinu þarf ákveðið hlutfall til þess að ná hæsta notagildi hitans. Þetta hlutfall er hægt að reikna út, því það er hægt að velja það þjöpp- unarhlutfall sem vinna á með og það er auðvitað valið þannig, að notagildið verði sem hæst. Ef hitastigið við innstreymið er 650° er þetta hlutfall um 6. Það er stærra við hærra hitastig og minna við lægra. Öðru máli er að gegna með hitastigið við innstreymið. Það er þannig, að því hærra sem innstreymishitastigið er, því hærra verður notagildi hitans (termisk v.). Eftir- farandi dæmi skýrir þetta: Ef hugsanlegt væri að brennsluhverfill, sem hefur innra notagildi, sem er óháð hitastiginu og hefði hæfi- lega hátt gildi (um 85%), og notað væri þjöppunar- hlutfall, sem bezt hæfði hitastiginu, mundi þessi hverfill hafa 20% hitafræðilegt notagildi (termesk v.) við 600° C, 30% við 800° C og 40% við 1200° C. Með þessu er hægt að finna nýja kenningu um þróun hverfilsins, sem er: Því hærra hitastig, þeim mun betri nýtni, en því meiri sem nýtnin er (hærri hiti), þeim mun verr þolir efnið hina miklu áreynslu, sem því er ætlað að þola. Það er því greinilegt, að útvegun á efni er þolir háan hita og um leið mikla áreynslu, er aðalvandamálið, sem þarf að leysa til að geta smíðað sparneytinn hverfil. Hér kemur ein skýringin enn á því, af hverju hinir eldri hverflar voru eyðslufrekir. Það er því efalaust, að þróun brennsluhverfilsins í framtíðinni er háð því, hvort það tekst að framleiða efni er þolir ennþá hærra hitastig. Nú hefur verið skýrt frá því af hverju tilraunirnar lánuðust ekki með hina eldri hverfla. Það var ekki fyrr en hverflar og þó einkum þjöppur, sem höfðu sæmi- lega góða nýtni, og efni sem þoldi hátt hitastig, voru fyrir hendi, að hægt var að smíða brennsluhverfil, sem gat talist nothæf vél. Þróun hverfilsins sem sjálfstæð aflvél, lagði þó krók á leið sína, því hann var fyrst tekinn til raunhæfrar notkunar sem hjálparvél, er var byggð á margra ára reynslu og vísindalegum rann- sóknum, einkum hvað snerti smíði skóflanna og efnis- rannsóknum, en þetta varð þó til þess, að hægt var að smiða brennsluhverfilinn eins og hann lítur nú út. Framhald. V I K I N □ U R 143

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.