Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 6
Saga eftir Arthur Omre ^4öt CtPŒUníPj sem enda vel Kaspar Ellingson, piparsveinn, krana- og lyftivélateiknari, snyrtilegur, traustur og ró- lyndur maður, átti, þó undarlegt kunni að virð- ast, við vandamál að stríða. Hann gat aldrei látið sér nægja eína kærustu í einu. Honum þótti vænt um kvenfólk og kvenfólki þótti vænt um hann. Hann þarfnaðist þeirra, og þær þörfnuðust hans, eins og eðlilegt var. Hann var líka í alla staði hinn sómasamlegasti, hvar sem á hann var litið, skapaður til að vekja traust og sterkar og ljúfar vonir um hring á réttan fingur, kyrrlát kvöld í ruggustólum í sólbyrginu, hvítan kjól með slóða og alvar- lega athöfn í litlu kirkjunni á horninu, átta daga dvöl í gistihúsinu við Niagarafossana, þægilega íbúð og bíum, bíum. Þegar Kaspar Ellingson, ljós yfirlitum og fámáll, fylgdi þeim heim úr kvikmyndahúsinu fimmta kvöldið í röð, voru þær öruggari og hikuðu ekki við að bjóða honum upp í verönd- ina í ruggustólana eða inn í setustofuna á legubekkinn og heita kossa. Og Kaspar kyssti þær gjarnan. Honum var það svo einkar eðli- legt, og þegar hann kyssti þær, fannst þeim það líka einkar eðlilegt og notalegt og tryggt. Það gat hreint ekki betra verið. Okkur íslendingum er hollt að líta í eigin barm og bera okkur saman við þessa keppinauta í fiskveiðunum. Þar sem ég hef unnið að fiskimati, þá var mér mikil forvitni á því að skoða fiskinn í Rifsnesinu. Ég hafði heyrt því fleygt, að fisk- ur veiddur við Vestur-Grænland væri sér- staklega magur. Ég gerði mér því ferð um borð í skipið og reif ofan af stæðunum eitt hundrað fiska, sem ég skoðaði. Enginn þess- ara fiska var magrari heldur en venjulegur vorfiskur hér við land. Og ég vil alveg sér- staklega taka það fram, að fiskur þessi var hvítur og fallegur, enda vel með farinn á allan hátt. Reykjavík, 7. júlí 1951. En eftir sæmilega langt turtildúfulíf, svona um það tvo mánuði, þegar allt hefði raunar átt að vera reiðubúið fyrir athöfnina og ör- ugga höfn og trausta hlekki, varð sá góði Kaspar Ellingson hikandi. Ekki svo að skilja, að hann væri farinn að kólna. Honum var kvenmaðurinn kærari en nokkru sinni fyrr. Ef hann hefði átt þess kost, myndi hann hafa krafizt skjalanna strax í fyrramálið. En hvað átti hann að gera, þar sem hann hafði síðasta mánuðinn setið í ann- arri verönd, í öðrum ruggustól, eða í annarri setustofu á öðrum legubekk og kysst aðra stúlku, sem smám saman varð honum nákvæm- lega jafnkær þeirri fyrri? Þrátt fyrir megnustu heilabrot og grufl fram og aftur, var honum gersamlega ómögulegt að komast að því, hvor stúlkan var honum kærri. Hann var nákvæmlega jafnástfanginn af þeim báðum. Ekki svo að skilja, að Kaspar Ellingson væri neinn flautaþyrill! Síður en svo. Yfirverkfræð- ingurinn mat hann mikils og öllum geðjaðist vel að honum og voru hreyknir af honum. Þess vegna hefði hann getað fengið nýja stúlku á hverjum degi, því stúlkur voru þá, eins og æfinlega, tilleiðanlegar, þegar þær hittu fyrir rólegan, traustan mann á bezta aldri í góðri stöðu. Nei. Kaspar Ellingson flögraði ekki frá einni stúlku til annarrar eins og eitthvert fiðrildi. Til þess var hann of værukær og reglusamur. Hefði það ekki verið vegna þessarar ósælu hneigðar til að elska tvær í einu, myndi hann fyrir löngu vera orðinn sá staðfastasti og tryggasti eiginmaður sem nokkur kvenmaður gat óskað sér. Því hann gat ekki sem bezt staðið framan við altarið með sína elskuna við hvora hlið, þó að hann væri raunar farinn að dreyma um þá úrlausn. Því presturinn hefur nú ekki nema tvær hendur til að leggja á tvö höfuð, og auk þess eru viss bjánaleg ákvæði í lögum. Já, Kaspar Ellingson hugsaði einatt hlýtt til Mú- 23D VIKINGUfi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.