Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 9
Annan morguninn hljóp Ása Nymoen grönn og tindilfætt eftir Perlustræti til Goodmans- veitingahúss fyrir klukkan sjö. Á meðan hún raðaði stólum og breiddi hvíta dúka á borðin, lá Kaspar Ellingson í sínu rúmi. Stundarfjórð- ungi fyrir átta hringdi klukkan, og hann ark- aði með stírurnar í augunum fram í bað- herbergið. Hér kom enginn og barði á hurðina á meðan hann lá í baðkerinu, það var þó munur sem hann kunni að meta. Því í tólf ár hafði hann dvalizt í matsöluhúsum. Ágætan ilm af kaffi og steiktu fleski lagði á móti honum, þegar hann fór niður stigann. Og Alma Skogen brosti angurvært, roðnaði ofurlítið og sat þétt og fast á stólnum gegnt honum og borðaði morgunverð með honum. Þegar hann arkaði af stað gegnum garðinn, vel mettur og brosandi á leið til sinnar góðu vinnu hjá Hoisting & Machinery Company, tautaði hann fyrir munni sér: „Hún er svei mér þá sæt". Félagarnir í skrifstofunni kinkuðu kolli til hans, litu aftur á hann og urðu á svipinn eins og menn verða í návist manns, sem geislar frá sér heilbrigði, góðvild og vellíðan. Forstjórinn gaf honum gætur og hugsaði: Þarna hef ég mann, sem ég get treyst, verulega duglegan og staðfastan og öruggan. Hann er ef til vill ekk- ert framúrskarandi skarpur, en það er nú ekki allt fengið með því. Þegar svo Kaspar Ellingson kom heim til kvöldverðar klukkan sex, var Ása Nymoen á þönum við borðið, rétti honum matinn og var „sæt". Þennan síðdag átti hún frí, en Alma Skogen var hjá Goodman og kom ekki heim fyrr en klukkan tólf. Næsta dag borðaði hann morgunverð með Ásu og kvöldverð með ölmu. „Þær eru sætar báðar tvær", sagði hann við sjálfan sig æ ofan í æ. Svona liðu dagarnir, með eina í einu, aðra til morgunverðar, hina til kvöldverðar, og aldrei báðar nema á sunnudögum. Þá fóru þau öll þrjú í langar gönguferðir. Og þegar þaU gengu heim á kvöldin og leiddust öll þrjú, gat það ekki verið betra, eða „sætara", eins pg Kaspar Ellingson hugsaði. Bros ölmu Skogen var ekki framar angur- vært. Hún brosti bara hlýlega og kvenlega. Og Ása Nymoen hló, ljúf og ánægð og eins og hún hefði þroskazt í seinni tíð. Kaspar Ellingson vissi allt, sem um þær var að vita. Það höfðu þær sagt honum í góðu tómi. Þær voru ekkert að þykjast alveg ósnortnar. Nokkra kærasta höfðu þær báðar átt, eins og gengur og gerist með árunum, þegar maður fer að heiman og vinnur hingað og þangað. Jú, sum tilfellin höfðu verið dá- lítið „alvarleg", fannst Ásu hún verða að játa. Og ALma Skogen, hún hafði verið óhamingju- söm í tvö löng ár vegna tryggðarofa. Þess vegna var þetta angurværa bros áður fyrr. „En nú?" spurði Kaspar Ellingson. ,0 nú er það allt liðið hjá", svaraði Alma Skogen. „Ég var bara kjáni. Það er svo barna- legur kjánaskapur í svoleiðis ást. Nei, nú er allt gott". Og kossinn, sem hann fékk. var ótrúlega heitur. Svipuðu máli var að gegna um Ásu Nymoen. „Nú er allt svo öruggt og gott", sagði hún. Og hún vafði grönnum handleggjunum um hálsinn á honum og kreisti næstum goluna úr þessum þreklega manni. Dálítið viðurkenndi hann nú líka, í trúnaði fyrir hvorri um sig. „Ég hef kynnzt nokkrum stúlkum", sagði hann. „En það varð aldrei neitt úr því". „Ekki sakar það stórt", sögðu stúlkurnar hvor um sig. „Þó það væri nú, að svona stór og sterkur karlmaður hefði þekkt nokkrar stúlkur", sagði Ása Nymoen. Hún faðmaði hann í ákafa. „Það er ekki nema sjálfsagt", sagði Alma Skogen. Hún kyssti hann heitt. „Knosandi sætar stúlkur, báðar tvær", hugs- aði Kaspar Ellingson. Kyrrð, gleði, já, mikil og örugg ást ríkti í litla húsinu við Perlustræti. Enginn heimsótti þau, og þau heimsóttu engan. Þau stunduðu vinnu sína og nutu heimilisgleðinnar í ríkum mæli. En, en —. Með haustinu dró dimm ský á himin. Ástin hafði sínar afleiðingar. Báðar stúlkurnar áttu von á barni. Og börn, já börn, þau eiga nú reyndar ekki við, þegar maður- inn á tvær konur, ekki í siðfáguðu landi með góðum lögum. Ef nú Kaspar Ellingson og kvinnur hans tvær hefðu búið í öðru landi langt í burtu, landi með öðruvísi lögum, já, þá hefðu börnin verið velkomin, og enginn hefði haft ástæðu til að pískra um það. Þvert á móti, vinir þeirra hefðu skreytt sig blómum og dansað þeim til heiðurs. Og Kaspar Ellingson hefði ekki fundið til neins, sem kallað er samvizkubit, og kvinn- urnar hefðu lofað skaparann og ekki grátið. 1 slíku landi langt í burtu myndu þau hafa haldið áfram að búa saman ennþá öruggari og ánægðari en áður. En nú bjuggu þau sem sagt ekki í slíku VIKlN G U R 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.