Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 12
 haustið talið bezti tíminn til að sigla til Græn- lands, og þetta hefur ekki breytzt. Og nú að haustinu viltu ekki fara langt norður með vesturströndinni ? Það er óþarft, ég vil ekki fara nema rétt vestur fyrir suðurodda Grænlands, eða réttara sagt, ég vil veiða á svæðinu milli 60-61° nbr. út af syðsta hluta vesturstrandarinnar. Á hverju byggir þú það, að vilja reyna fyrst þarna? Fyrst og fremst á því, að ekki er nema stein- snar héðan vestur á þessi Eystribyggðarmið. Það var í fornöld talið 14 tylftir danskra mílna. Ég geri ráð fyrir, að það yrði 2-3 daga sigling fyrir vélbáta nú, og einhverntíman hefur nú verið lengri sigling á miðin! Tæknin hef ur gert f jarlægðirnar að engu. Og 'þú heldur, að gott sé um þann gula þarna? Já, það tel ég hiklaust. 1 grennd við suðurodda Grænlands að vestan morar sjórinn í fiski á haustin. Seint í september 1909 fann Adolf Jensen fiskifræðingur öll sund og víkur syðst í Eystribyggð morandi í fiski. Svona hafði þetta verið haustið áður, og svona kvað það vera á hverju hausti. Er Sigurður búnaðarmálastjóri var að kanna Eystribyggð snemma vetrar (að mig minnir 1924), var Ketilsfjörður (sýðri stór- fjörðurinn, er skerst beint vestan í landið) pakkfullur af þorski, og golarnir stukku þar í sjónum eins og lax í vatni! Þeir munu hafa verið að elta loðnu, og verið svona sprettharðir. Grænlendingar veiða þorsk í Eystribyggðar- fjörðum allan veturinn. Og Eystribyggð hefur verið einasta svæðið, þar sem Grænlandseinok- unin hefur keypt þorsk að vetrinum. Og svo vil ég enn telja það því til framdrátt- ar, að við reynum þarna í haust, að Eystribyggð er suðlægt land á líku breiddarstigi og Björgvin og Osló, og því með háum sólargangi á haustin og blíðri veðráttu, eftir að ísinn er farinn. En hvenær telur þú að allur ís sé farinn? Hann er allur farinn í júlímánuði eða snemma í ágústmánuði. Um mánaðamótin júní- júlí sáu Rifsnesingar þarna engan ís í sumar. Það kvað vera haustgott þarna? Já, ákaflega haustgott og haustfagurt. Þarna inni í fjörðunum stóð til forna bændabyggð Islendinga, en þeir bændur sóttu líka sjóinn. Hlíðarnar eru vafðar í gróðri, lyngi, birki- og víði-kjarri. Bæjarústir feðra vorra sjást greinilega, og túnin rudd og enn í rækt kringum þær. Grasjð á þeim er svo hátt, að skógurinn hef ur ekki getað lagt þau undir sig. Ár og lækir eru pakkfullir af fiski, stórum, feitum sjávar- silungi og sumstaðar er lax, og allskonar fiski 236 er í lygnum f jörðum rétt við bæjarvegginn. — Út við hafið er gróðurlítið. Inn í þessar sveitir má víst enginn koma nú, ekki svo mikið sem til að sjá eða horfa á fegurð- ina? Já, Grænland allt (nema Færeyingahöfn) er nú harðlokað land, fyrir landnámsþjóðinni, sem fyrst fann það, fyrst nam það og fyrst af öllum mannlegum verum steig fæti á það sunnan jökla, og á allt Grænland enn með lögum og rétti. —- Landhelgi við Grænland er reiknuð eins og hér við land. — Færeyingum og Dönum stendur allt opið hér og mega fá hvað, sem þeir vilja, en samt er Islendingum bannað að lenda á Grænlandi og fyrirmunað allt þar. Já, fyrir- munað allt, nema þeir mega taka þar drykkjar- vatn og leita í landvar undan ofviðri og annari hafsnauð. — En þetta er andstætt alþjóða lög- um, og fær ekki staðist, er farið verður að fiska við Grænland og íslenzka landsstjórnin tekur Grænlandsmálin í sínar hendur. En það kemst hún ekki hjá að gera, er fiskveiðarnar eru hafnar við Grænland í stórum stíl. Og hvað segir þú um fiskimiðin þarna ? Þarna eru há fjöll með bröttum hlíðum, og mjóir firðir. Þessi lögun landsins heldur á- fram neðansjávar langt á haf út. En nyrzt í flóanum út af Breiðafirði og rétt sunnan við 61° nbr. virðast vera flatneskjur neðansjásrar. En þarna mun um fleiri fiskitegundir að ræða en þorsk? Já, í álnum, eða þegar komið er yfir 150 faðma dýpi, má búast við, auk þorsks, að fá a línuna mikið af grálúðu, einnig eitthvað af karfa, lúðu og hlýra. Þeir, sem á þessi naið fara, ættu að búa sig undir að geta hirt af stórri grálúðu og flyðru, því þetta er mjög verðmætur fiskur. Söltuð grálúðuflök (pækil- söltuð í tunnur) eru reykt og höfð í álag á brauð og að mínum smekk stendur ekki laxi að balci að gæðum. — Og í álana þarna þarf sterkar línur. En við vitum ekki enn, hvort leggja beri í álana eða eftir hryggjunum neðansjávar, þvi ekkert Norðurálfuskip hefur fiskað þarna síðan íslenzka bændabyggðin fór í auðn, svo reynslan er að þessu leyti engin. En það er áreiðanlegt, að ekki dugir þarna að leggJa þvert yfir ála og hryggi, því línan festist a hryggjunum og nær alls ekki að sökkva niður í álana. Menn hafa glæpst til að gera þetta norðar, við Vestur-Grænland, þar sem líkt hátt- ar til. Og þú vilt láta bátana sigla hingað heim með aflann? Já, þetta er svo stutt, að það er ekki stein- snar fyrir 70-80 tonna báta eða þaðan af stærri. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.