Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 14
STEPHEN LEACOK Sjórænin gjasaga í gömlum stíl Höfundur eftirfarandi skopsöyu er Kanadamaður að ætt, lönyu heimsfrægur fyrir yamansöyur sinar. í þess- ari söyu gerir hann gys að Idnum fjarstæðukenndu sjó- ræninyjareyfurum, eins oy ylöygt kemur fram í sögu- luk. Koma hér og fram mörg hin sömu atriði, sem algeny eru í slíkum samsetningi, manndráp, leit að fólgnum fjársjóðum, mannakjötsát, óskaplegir hrakningar o. s. frv. Það var í ágúst árið 1867, að ég gekk um borð í Sósuskálina, að gegna störfum annars stýrimanns. Fyrst ætla ég að segja nokkur orð um sjálfan mig. Ég var hár, laglegur náungi, þrekinn og hraustur, brúnn af sól og mána og svipurinn bar allur vott um heiðarleik, skynsemi og óvenjulegar gáfur, ásamt trú- rækni, hógværð og lítillæti. í því ég sté á þiifarið, gat ég ekki varizt lítilsháttar stolti, þegar ég kom auga á sjómannslegt yfirbragð mitt speglast í tjörutunnu, sem stóð hjá siglutréinu, og litlu síðar átti ég bágt með að bæla niður velþóknun, þegar ég sá það aftur spegiast í skólpfötu. „Velkominn um borð, hr. Harðfari", kallaði Leki kapteinn út úr kompásskýlinu og rétti mér höndina. Ég sá fyrir mér glæsilegan sjómann, á milli þrítugs og sextugs, sléttrakaðan, að undanskildu heljanniklu yfirvarasnúinskeggí, vangaskeggi og hökutopp, sterk- lega vaxinn og mikinn aftanfyrir að sjá, svo að á buxnasetuna hefði hæglega mátt rita alla sögu brezka flotans. Hjá honum voru fyrsti og þriðji stýrimaðui', báðir hæglátir piltar og litlir fyrir menn að sjá. Skipið var á förum. Á þilfarinu gat að líta þesskonar hamagang og handapat, sem sjómanninum er svo hug- þekkt. Menn voru önnum kafnir að negla upp siglu- trén, hengja bugspjótið út yfir síðuna, bera gljákvoðu á austuropin og hella heitri tjöru niður um hágluggann. Leki kapteinn, með gjallarhorn fyrir munninum, kallaði til manna sinna á grófa sjómannavísu: „Svona, ofreynið ykkur nú ekki, herrar mínir, gjörið svo vel að minnast þess, að við höfum nógan tíma. Hlífið ykkur fyrir sólinni eins og hægt er. Farðu var- lega í reiðanum, Jónas, ég er hræddur um að hann sé of hár fyrir þig. Tutt, tutt, Villi, ataðu þig ekki svona út á tjörunni, það verður ekki sjón að sjá þig“. Ég stóð og hallaði mér fram á meginseglásinn og hugsaði — já, hugsaði, kæri lesandi, um móður mina. Ég- vona þú leggir mér það ekki til lasts. Æfinlega, þegar útlitið er skuggalegt, halla ég mér fram á eitt- hvað og hugsa um móður mína. Ef það verður veru- lega svart, stend ég á öðrum fæti og liugsa um pabba. Eftir það get ég horfzt í augu við hvað sem er. „Allt tilbúið?" kallaði kapteinninn. „Já, já, herra“. „Dragið þá akkerið um borð og sendið mann niður til að opna barinn". Opna barinn! Síðasta athöfn fyrir burtför. Hversu oft hefi ég ekki séð það á sjóferðum mínum, lítinn hóp manna, sem brátt munu vei'ða útlagar frá heimilum sínum, standandi daprir á svip, horfandi á manninn með lýkilinn opna barinn. * * Næsta morgun, í góðu leiði, höfðum við buslað fyrir hornið á Englandi og héldum suður Ermarsund. Ég veit enga fegurri sýn, fyrir þá, sem aldrei hafa séð hana, en Ermarsund. Það er þjóðvegur veraldar- innar, skip alira þjóða sigla þar fram og aftui', hollensk, skozk, tyrknesk og jafnvel amerísk. Kínverskar galeiður þjóta fram og aftur. Herskip, mótorbátar, borgarísjakar og timburflekar eru út um allt. Ef ég læt þess einnig getið, að þokan er þar svo svört, að ekki sér handaskil, geta lesendur mínir gert sér hugmynd um tíguleika þess. * * Við höfðum nú verið þi'já daga á sjó. Mér var að batna sjóveikin, og ég hugsaði minna um pabba. Að morgni hins þriðja dags kom Leki kapteinn niður í káetu mína. „Hr. Harðfari", sagði hann, „ég verö að biðja yður að standa tvöfaldar vaktir“. „Hvað keirur til?“ spurði ég, „Hinir tveir stýrimennirnir hafa fallið fyrir borð“, sagði hann órólega og forðaðist að líta framan í mig. Ég lét mér nægja að segja: „Gott, herra minn“, en ég gat ekki va rizt að hugsa sem svo, að það væri dálítið skrýtið, að báðir stýrimennirnir skyldu falla fyrir borð sömu nóttina. Það var áreiðanlega eitthvað dularfullt við þetta. Tveimur morgnum seinna kom kapteinninn til morgun- verðar með sama órólega og flóttalega augnaráðinu. „Nokkuð að, herra?“ spurði ég / „Já,“ svaraði hann og reyndi að láta á engu bera, en teygði steikt egg milli fingranna af svo taugaóstyrk- um ákafa, að við sjálft lá, að hann sliti það í tvent. „Mér þykir það leitt, en ég hef misst bátsmanninn". 230 V í K I N G U Rl

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.