Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 15
„Bátsmanninn?" hrópaði ég. „Já," sagði kapteinninn ofurlítið rólegri, „hann er farinn útbyrðis. Ég kenni sjálfum mér um það, að sumu leyti. Það var snemma I morgun. Ég lyfti honum upp, svo hann gæti séð borgarísjaka, og svo — alveg í ógáti, get ég sagt yður — missti ég hann útbyrðis". „Leki kapteinn", spurði ég, „hafið þér gert nokkrar ' ráðstafanir til að ná honum aftur?" „Ekki enn þá", svaraði hann órólega. Ég horfði hvasst á hann, en sagði ekkert. Tíu dagar liðu. Leyndardómurinn var æ svartari. Á fimmtudag var tilkynnt, að tveir menn væru horfnir af stjórnborðsvakt. Á laugardagskvöldið gerðist atburður, þó smávægilegur væri, sem gaf mér vísbendingu um, hvað væri á seyði. Þar sem ég stóð við stýrið um miðnætti, sá ég kaptein- inn nálgast í myrkrinu, haldandi á káetudrengnum á vinstra fætinum. Drengurinn var viðfelldinn náungi, sem' oft hafði glatt mig með uppátækjum sínum, og ég horfði á með nokkurri forvitni til að sjá, hvað kapteinninn ætlaði að gera við hann. Þegar Leki kapteinn var kominn aftur í skut, leit hann gætilega umhverfis sig og lét drenginn svo detta í sjóinn. Andartak birtist höfuð drengsins í kjölfarinu. Kapteinn kastaði í hann stígvéli, andvarpaði þungan og fór síðan niður. Hérna var þá lykillinn að leyndarmálinu! Kapteinn- inn var að tína skipshó'fnina fyrir borð. Næsta morgun hittumst við við morgunverðinn eins og venjulega. „Aumingja Villi litli hefur dottið útbyrðis", sagði kapteinninn og beit í fleskbita, næstum eins og hann hugsaði sér að eta hann. „Kapteinn", sagði ég, í mikilli æsingu og stakk hnífn- um í brauðsneið", þér fleygðuð drengnum fyrir borð!" „Það gerði ég", sagði Leki kapteinn og var allt í einu orðinn rólegur. „Ég fleygði þeim öllum útbyrðis og ætla að fleygja afganginum. Hlustið nú, Harðfari, þér eruð ungur, metorðagjarn, og heiðarlegur. Eg ætla að trúa yður fyrir öllu". _____ Hann var nú orðinn alveg rólegur, gekk að skáp, sýslaði þar andartak og dró þaðan út gulnað skjal, sem hann breiddi úr á borðinu. Það var einskonar kort. Á því miðju var hringur. I miðjum hringnum var punktur og stafurinn P, öðrumegin á því var stafurinn N. og beint á mótí því stafurinn S. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Getið þér ekki séð það?" spurði kapteinvinn. „Það er eyðiey". „Á!" sagði ég, og rann upp fyrir mér ljós, „og N þýðir norður og S þýðir suður". „Harðfari", sagði Leki kapteinn og barði í borðið svo rúgbrauðin hoppuðu, „þér hafið hitt á það. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug". „Og stafurinn P?" spurði ég. „Fjársjóðurinn —¦ grafni f jársjóðurinn", sagði kapteinninn, sneri við kortinu og ías: „Punkturinn F táknar staðinn, þar sem fjársjóðurinn er grafinn í sandinn, hann er hálf miljón spænskir dollarar, og hann er grafinn í brúnni leðurtösku". „Og hvar er eyjan?" spurði ég, f rá mér af æsingu. „Það veit ég ekki", sagði kapteinninn. „Ég ætla að sigla fram og aftur um breiddargráðurnar, þangað til ég finn hann". „Og þangað til?" „Það fyrsta, sem þarf að gera, er að fækka skips- höfninni, svo auðurinn skiptist á færri hendur. Svona, svona", bætti hann við alúðlega, svo mér varð hlýtt til mannsins, þrátt fyrir galla hans, „viljið þér vera með mér í þessu? Við fleygjum þeim öllum út, geymum kokk- inn þar til síðast, gröfum upp fjársjóðinn og verðum ríkir það sem eftir er æfinnar". Lesandi, áfellist þú mig fyrir að segja já? Ég var ungur, metnaðargjarn, fullur af björtum vonum og ungl- ingsákafa. „Leki kapteinn", sagði ég og rétti honum höndina, „ég er yðar maður". „Gott", sagði hann. „Farið nú fram í og kynnið yður, hvað mennirnir hugsa". Ég fór fram í — það var viðhafnarlaust herbergi framan til í skipinu með fremur grófu gólfteppi, fáeinum látlausum hægindastólum, skrifborðum, skraut- lausum hrákadöllum og litlum látúnsrúmum með blá- grænum blæjum. Það var sunnudagsmorgunn, og menn- irnir sátu flestir á morgunsloppunum. Þeir stóðu upp, þegar ég kom, og.hneigðu sig. „Herra", sagði Tómas, varabátsmaður, „ég tel skyldu mína að segja yður, að það er töluvert um óánægju meðal mannanna". Nokkrir kinkuðu kolli. „Þeim geðjast ekki að því, að menn skuli stöðugt falla fyrir borð", hélt hann áfram og talaði sig upp í æsing. „Það er beinlínis óhæfa, herra minn, og, ef mér leyfist að segja það, mennirnir eru alls ekki ánægðir með það". „Tómas", sagði ég einbeittlega, „þér verðið að skilja, að staða mín leyfir mér ekki að hlusta á slíkt uppreisnar- tal". Ég fór til kapteinsins. „Ég held þeir hyggi á upp- reisn", sagði ég „Gott", sagði Leki kapteinn og neri saman lófunum, „Það mun losa okkur við marga þeirra, og vitanlega", bætti hann við íbygginn og leit út um kýraugað á breiðar öldur Kyrrahafsins, „á ég von á sjóræningjum þa og þegar, og það myndi fækka þeim drjúgum. En samt" — og nú hringdi hann á káteuþjóninn —¦ „gjörið svo y.el að biðja Tómas að koma hingað". „Tómas", sagði kapteinninn, „verið svo vænn að stíga upp á kistuna og líta út um kýraugað og segja mér, hvað þér álítið um veðrið". Tómas sté upp á kistuna og laut út um augað. Við tókum um sinn hvorn fót og stungum honum út. Við heyrðum hann skella í sjóinn. „Tómas var auðveldur", sagði Leki kapteinn. „Afsakið mig meðan ég færi dauða hans inn í sjóferðabókina". „Já", sagði hann svo, „ það yrði stórum betra, ef þeir gerðu uppreisn. Ég býst við þeir geri það, fyrr eða síðar. Það er venjan. En ég ætla ekki að gera meiri ráðstafanir til að flýta fyrir því, fyrr en við höfum lent í höggi við sjóræningja. Ég á von á þeim á þessum breiddargráðum þá og þegar. En þangað til, hr. Harð- fari", sagði hann og stóð upp, „ef þér ættuð hægt með að láta einn eða tvo útfyrir á viku, yrði ég mjög þakklátur". Þrem dögum síðar fórum við fyrir Góðravonahöíða og komum inn í bleksvart Indlandshafið. Stefnan var VÍKINGUft ?.rm

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.