Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 16
nú í krákustígum, og þar eð veðrið var hagstætt, sigldum við fram og aftur á fleygiferð í spegilsléttum sjó. A fjórða degi kom sjóræningjaskip í Ijós. Lesandi góður, ég veit ekki, hvort þú hefur nokkurntíma séð sjóræningjaskip. Sjón sú var nóg til að skelfa hið hraustasta hjarta. Allt skipið var málað svart, svart flagg blakti á siglutoppnum, seglin voru svört, og á þilfarinu gengu svartklæddir menn fram og aftur og leiddust arm í arm. Orðið „Sjóræningjaskip" var málað hvítum stöfum á kinnunginn. Skipshöfn okkar varð bersýnilega allsmeyk við þessa sjón. Jafnvel hundur hefði ekki getað horft á það óttalaus. Skipin voru nú lögð hlið við hlið. Síðan voru þau rammlega njörfuð saman með pokasnærum og seglgarni og göngubrú lögð milli þeirra. Eftir andartak þyrptust sjóræningjarnir um borð til okkar, ranghvolfdu augun- um, gnístu tönnum og brýndu neglurnar. Svo byrjaði bardaginn. Hann stóð í tvær stundir — með fimmtán mínútna matarhléi. Það var hryllilegt. Menn fálmuðu hver í annan, spörkuðu í bakhlutann hver á öðrum, löðrunguðu hvern annan, og misstu í mörgum tilfellum alla stjórn á skapi sínu og reyndu að bíta hvern annan. Ég tók eftir einum risavöxnum náunga, veifandi knýttu handklæði og berjandi á báðar hendur menn okkar, unz Leki kapteinn réðist að honum og sló hann beint á munninn með banana- hýði. Eftir tvær klukkustundir var því lýst yfir, með gagnkvæmu samþykki, að bardaginn væri jafntefli, en þá voru stigin sextíu og eitt og hálft gegn sextíu og tveimur. Skipin voru leyst sundur, hvor skipshöfn gaf frá sér þrjú húrrahróp, síðan héldu þau áfram ferð sinni. „Jæja þá“, sagði kapteinninn við mig í hljóði, „lát- um okkur sjá hversu margir af skipshöfninni eru nógu lúnir til að þeim sé fleygjandi fyrir borð“. Hann fór niður. Eftir stundarkorn kom hann aftur, náfölur „Harðfari", sagði hann, „skipið er að sökkva. Ein- hver af sjóræningjunum (hreint slys, auðvitað, ég ásaka engan) hefur sparkað gat á síðuna. Við skulum hlusta austurrúmið". Við lögðum eyrað við austurrúmið. Það var vatns- hljóð. Mennirnir voru settir við dælurnar, og þeir hömuðusl af þeim örvæntingarfulla ákafa, sem þeir einir geta skilið, sem drukknað hafa á sökkvandi skipi. Kl. 6 e. h. mældist hálfur þumlungur vatns í austur- rúminu, um miðnætti þrír fjórðu þumlungs og í dögun, eftir þrotlaust erfiði alla nóttina, sjö áttundu úr þumlungi. Um nónbilið næsta dag hafði vatnið hækkað í fimmtán sextándu úr þumlung, og um kvöldið sýndi mælingin þrjátíu og einn þrítugasta og annan úr þumlungi. Ástandið var örvæntingarþrungið. Með slíkri áfram- haldandi hækkun gat fár, ef þá nokkur, sagt um, hversu hátt það myndi stíga á nokkrum dögum. Um nóttina tók kapteinninn mig á eintal í káetu sinni. Hann sat með bók með stærðfræðilegum töfl- um fyrir framan sig, og stórar arkir með leiðin- legum brotareikningi lágu eins og hráviði út um allt gólf. „Skipið er dæmt til að sökkva“, sagði hann; „og í rauninni er það að sökkva, Harðfari. Ég get sannað það. Það getur tekið hálft ár, eða nokkur ár, en ef svona heldur áfram, hlýtur það að sökkva. Það er ekki um annað að gera en yfirgefa það“. Þá um nóttina, í svartamyrkri, meðan skipshöfnin var önnum kafin við dælurnar, bjuggum við kapteinn- inn til fleka. Án þess nokkur tæki eftir, hjuggum við niður siglu- trén, bútuðum þau niður í hæfilegar lengdir, lögðum bútana i kross og reyrðum þá saman með skóreimum. í flýti fleygðum við á flekann kössum af matvælum og flöskum af drykkjarvökva, sextanti, sjóúri, gas- mæli, hjólhestadælu og nokkrum fleiri vísindatækjum. Og svo, með því að nota okkur veltur skipsins, tókst okkur að setja út flekann, renndum okkur niður á hann í kaðli og rerum síðan út í kolsvart hitabeltis- myrkrið, burt frá hinu dæmda skipi. Þegar dagaði vorum við ekki annað en örlítill depill á Indlandshafi. Við vorum álíka stórir og þetta (.). Um morguninn, er við höfðum klætt okkur og rakað vandlega, opnuðum við kassa okkar af mat og drykk. Þá varð okkur ljós hinn ofboðslegi hryllingur á- standsins. Kapteinninn tíndi hverja dósina eftir aðra af niður- soðnu keti upp úr kassanum. Við töldum fimmtíu og tvær í allt. Kvíðandi og mæddir á svip horfðum við á, þar til síðasta dósin var komin upp úr kassanum. Þá reis kapteinninn upp á flekanum og starði til himins, æðislegum augum. „Dósahnífurinn!“ æpti hann. „Miskunnsami drottinn, dósahnífurinn!“ Hann féll endilangur. Á meðan opnaði ég flöskukassann skjálfandi hönd- um. í honum voru stórar bjórflöskur, allar með smelltri hettu. Ég tíndi þær allar upp. Það voru fimmtíu og tvær í allt. Ég hrópaði upp yfir mig: „Hlutinn! Hlutinn! Ó, ljúfi drottinn! Hlutinn til að opna þær með!“ Ég féll endilangur ofan á kapteininn. Við vöknuðum við það, að við vorum enn ekki annað en depill á hafinu. Okkur fannst við minni en áður. Uppi yfir okkur var brennandi hitabeltishiminninn. Oldurnar sleiktu flekabrúnirnar. Allt umhverfis okkur lágu ketdósir og stórar bjórflöskur. Þjáningar okkar næstu dagana voru ólýsanlegar. Við börðum á dósunum með hnefunum. Og jafnvel hættum við á að skemma dósirnar óbætanlega með því að berja þeim heiptar- lega í flekann. Við tróðum á þeim, bitum í þær og bölvuðum þeim. Við slitum og klóruðum í flöskurnar með höndunum og slógum þeim við dósirnar, hirtum jafnvel ekki um, að við kynnum að brjóta glerið og' ónýta þar með flöskurnar. Það kom allt fyrir ekki. Og svo, dag eftir dag, sátum við í drungalegri þögn, nagaðir af hungri, með ekkert að lesa, ekkert að reykja, og næstum ekkert að tala um. Á tíunda degi rauf kapteinninn þögnina. „Hafið hlutina tilbúna, Harðfari", sagði hann. „Að því verður að koma“. „Já“, svaraði ég dapurlega, „við horumst dag frá degi“. 24D VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.