Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Qupperneq 17
Og svo, með viðbjóðslegt mannát framundan, dróg- um við hlutina. Ég útbjó þá og rétti þá að kapteininum. Hann dró þann lengri. „Hvað táknar þetta?“ spurði harin, titrandi milli vonar og ótta. „Vinn ég?“ „Nei, Leki“, sagði ég hnugginn, „þér tapið“. * * Ég get ekki farið mörgum orðum um næstu dag- ana — það voru langir, kyrrlátir dagar letilegra drauma; ég styrktist smátt og smátt eftir sveltuna. Þetta voru, kæri lesandi, dagar innilegs friðar, og þó get ég ekki minnzt þeirra án þess að fella tár vegna hins hughrausta manns, sem gerði mér þá þannig. ' Það var á fimmta degi, að ég vaknaði af værum blundi við það, að flekinn stóð við fjöruna. Ég hef líklega etið yfir mig og þessvegna ekki tekið eftir landi í nágrenninu. u * Framundan mér var eyja, og þegar ég gáði betur að, kannaðist ég strax við hana. „Gulleyjan!" hrópaði ég. „Loksins hlýt ég laun fyrir allan minn hetjuskap". í mikilli eftirvæntingu flýtti ég mér inn á miðja eyna. Hvaða sýn blasti við mér þar? Stór hola í sand- inn, tóm ferðataska hjá henni og á fjöl, sem stungið var í sandinn, þessi boðskapur: „Sósuskálin, október 1867“. Einmitt! níðingarnir höfðu gert við skipið, stefnt til eyjarinnar, sem þeir höfðu komizt á snoðir um af kortinu, sem við höfðum verið svo gálausir að skilja eftir á borðinu, og rænt mig og vesalings Leka okkar velforþénta fjársjóði! Yfirþyrmdum af umhugsuninni um vanþakklæti mannanna hné ég niður í sandinn. Eyjan varð heimkyni mitt. Þar dró ég fram vesældarlíf, nærðist á sandi og möl og klæddist kaktusjurtum. Ár liðu. Sand- og malarát gróf smásaman undan minni ágætu líkams- hreysti. Ég varð veikur. Ég dó. Ég gróf sjálfan mig. Betur að aðrir, sem skrifa sjóferðareyfarasögur, gerðu slíkt hið sama. \rSmul skipshöfn. — Skipverjar á seglskipinu „Huginn". VÍKINGUR 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.