Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 18
- Leystur úr álögum - Smásaga „Galdrar", sagði gamli maðurinn um leið or- hann klóraði sér í þunnu vangaskegginu og var að hugsa sig um. „Nei, ég hef ekki heyrt neitt um þá hér um slóðir, lengi, lengi. Það var töluvert talað um þá hér, þegar ég var drengur. Nú, og það var líka dálítið talað um þá, eftir að ég var orðinn fullorðinn. En fólkið hér í Clayhury gerði ekki mikið að því. Það síðasta galdratal, sem ég man eftir, var fyrir um það bil f.íörutíu árum. Og það var nú meira flónska en galdr- ar. Það var þá hér maður, sem hét Joe Barlcomb. Hann trúði mikið á galdra og gerði allt, sem hann gat, til þess að verja sig fyrir þeim. Hann var nýkominn hingað til Claybury, en það var mikið um galdratrú þar sem hann hafði átt heima. Og það kvað svo mikið að þessu, að fólkið þar hugsaði varla um annað. Hann ver svoleiðis maður, hann Joe Barlcomb, að hann kom sér mjög vel — svona fyrst í'stað, sérstaklega hjá frún- um, vegna þess, að hann var svo kurteis við þær, að þær töldu hann fyrirmynd annarra manna, þegar þær töluðu við þá, og sögðu að þeir ættu að taka eftir, hvernig hann kæmi fram. Joe Barlcomb, já, hann væri eins og karlmenn áttu að vera, hann var fordæmið, svona fyrst eftir að bann fluttist hingað. En þegar þær (frúrnar) fengu að vita af hverju hann væri svona kurteis í þeirra garð, að það væri af því, að hann hélt að helmingur þeirra væri galdranornir, og hann vissi ekki hvor helmingurinn það var, þess vegna varð hann að vera kurteis við þær allar. Og þegar þær fréttu þetta, þá breyttu þær um skoðun. Og í einn eða tvo mánuði var hann athlægi byggðar- lagsins. En það, sem var þó verra fyrir hann sjálfan, vr.r, að hann gerði allar qamlar konur sér óvinveittar. Sumar þeirra voru opinskáar við hann, svo að hann gat. ekki sofið um nætur sökum hugsunarinnar um það, hversu miklar hörmungar þær gætu leitt yfir hann. f fyrstu var hann afar órólegur út af þessu. En þar eð okkert sérstakt skeði og hann komst vel áfram, fór hann að gleyma þessum ótta. En svo var það einu sinni þegar hann kom heim til sín, að konan hans var komin í rúmið, fótbrotin. Hún hafði staðið í brotnum stól við að ná einhverju niður úr hillum, þegar slysið vildi til. Og Joe var nú bent á það, að þetta hefði getað skeð, þó að engum göldrum hefði verið beitt. En hann sagð- ist nú vita betur og að þessi brotni stóll hefði verið notaður árum saman til þess að standa á honum, til þess að skemma ekki hina stólana með því að standa á þeim, og það hefði ekkert komið fyrir. Það var ekki liðin vika frá þessu, þegar þrjú af ungu börnunum hnns lögðust í mislingum. Og af því að konan lá í rúminu, sendi hann til móður hennar og bað hana að hjálpa til með að hjúkra þeirn. „Það er eins satt eins og ég sit hérna, að vesalings gamla konan var ekki búin að vera meira en tvær klukkustundir í búsinu, þegar hún varð að leggjast í rúmið, í gulu“! Joe Barlcomb varð nú nær því vitstola. Honum hafði nú'raunar aldrei verið um tengdamóður sína gefið. Og honum hefði ekki komið til hugar að fá hana á heim- ilið, hefði hann ekki verið neyddur til þess að fá hana til þess að hjúkra sjúklingunum, börnunum. Og þegar hún var komin, og varð að leggjast í rúmið, og einhver varð að stunda hana, fannst honum að hann gæti ekki haft nógu mikla óbeit á henni. Hann var alveg sann- færður um það, að einhver hefði lagt hann í galdra- fjötra. Og þegar hann kom út tveim eða þrem dögum eftir þetta, fann hann bezta grísinn sinn dauðan í stíuborninu. Nú gafst hann upp, fór inn í húsið og sagði sjúklingunum, að þau yrðu öll að deyja, því að r.ú gæti hann ekki gert meira fyrir þau. Konan hans, tengdamóðir hans og öll börnin fóru að gráta. Nú, og svo fór Joe Barlcomb (æ, við skulum bara kalla hann Jóa) að vatna músum. Já, þegar Jói fór að hugsa uni da.uða grísinn, fór hann líka að gráta. Það er ekki til að hlægja að, svona ástæður! Jói sofnaði seint þetta kvöld. Og þegar hann var búinn að velta þessu fyrir sér á alla vegi, hugsa það eins vel og hann gat, herti hann upp hugann og ákvað að fara stvax til frú Prince, gamallar konu, sem bjó alein og alveg út af fyrir sig í kofa, nærri bænum hans Smiths. Hana hafði hann álitið vera það, sem hann kallaði „hvíta norn“, og þessar hvítu nornir voru beztar allra norna og fást aðeins við eitthvað öðrum til góðs, eitthvað nytsamt, svo sem eins og að ná burt vörtum og svona eins og segja ungum stúlkum fyrii; um manninn þeirra og þess háttar. Og svo næsta eftirmiðdag, þegar hann var búinn að segja henni tengdamóður sinni, að ferðalög’ og hreint lcft væri bezta ráðið við gulu, lagði hann af stað til þess að finna frú Prince. Frú Prince sat við útidyrnar sínar og var að fóstra kettina sína þrjá, þegar hann kom. Hún var ófríð, já, ljót, lítil kona, með stingandi, svört augu og krókanef, og það var eitthvað hæggert, slægðarlegt og leyndardóms- fullt við hana, sem varð til þess að fólk fékk óbeit á henni. Svo var það við hana, að hún sýndist alltaf vera að gera gaman að öðrum, og svo var það líka, að hún virtist geta lesið hugsanir annarra, og það kemur sér nú ekki vel hjá fólki. „Gott veður, madama góð“, sagði Jói. 242 VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.