Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 20
Knattspyrnumaðurinn (við systur sína): — Það bregst mér ekki, að þú hefur verið í peysunni minni! Jón Bergmann Bjarnason hefur sent Víkingnum all- mikið af gamansömum vísum og smákvæðum, sem hann hefur kveðið við ýmis tækifæri. í bréfi til Víkings kemmst hann m. a. svo að orði: „Af fylgjandi vísum er heimilt að birta það, sem ykkur sýnist, en það skal tekið f-am, að ég þykkist ekki, þótt engin verði talin hæf til birtingar. Þetta eru dægurflugur, miðaðar við líðandi stund, en ekki kveðnar í því skyni að afla mér skáldfrægðar, enda að minum dómi einskis virði, nema þeim, sem atvikin þekktu, sem þær áttu við“. Koma hér nú nokkur sýnishorn úr syrpunni. Afmæliskveðja til Lárusar Guimundssonar (23. ágúst 1950). Fyrir árum fjörutíu fæ.’.dist sveinn, efnilegri aldrei þótti annar neinn. Lárus heitir hýr og fagur höfðinginn, hann kom síðsta hundadag í heiminn inn. Ungur löngum undi bezt við úfinn sjó, til sín drengsins hug og hjarta hafið dró, frumvaxta því fékk sér pláss á Freyjunni, og þar hlaut hann alveg sérstakt uppeldi. Tók þar strax til fósturs fríðan frægðarmann Sigurður, sem mörgum meyjum margoft ann, einstakur að aga og siða ungmenni, listir allar löngum kenndi Lárusi. Fé er jafnan fóstra h'kt var fyrrum skróð, að það hérna eigi við er ekkert háð, því er alveg eðlilegt að allir vér virðum þennan væna mann sem verðugt er. A FBlV Óskum honum láns og langra lífsdaga, æfin verði eintóm gleði og ánægja, sé hans gæfa söm og jöfn um sjó og land, unz hann siglir æfiknör í algert strand. r~' ~ Vindgári tekinn í misgripum fyrir sildartorfu. Mestar Lári menntir ber mörgu fári eyðir ei til fjár, en frægðar sér flesta gára veiðir. Valið úr torfum. Vorir afla víkingar vel úr málum greiða, úrvals torfur eintómar elta þeir og veiða. Skipt um veiðisvæði. Síldin vestra þykir þunn, þar vill enginn dvelja. Skal nú út á Skagagrunn skreppa til að velja. „Barómetið“ Honum mikið hrósað get hann til stórra nytja er ekkert betra barómet býst ég við að fáist hér. Undir logn og ládeyður lítið mjög á pilti ber, fúll í skapi og fámæltur forðast allt, sem glaðvært er. Ef hann sleppir allri ró ólátast með glaðri lund, eykur vind og ýfir sjó eins og skot á sömu stund. Einmanna, þrátt fyrir allt. Oftast sést hann einn í för yzt á stræta jöðrum á þó bæði kofa, knör og konu — á móti öðrum. JTP&fe Guðmundur „bóndi“ Guðmund metið mest ég get manna hér, sem verðugt er 244 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.