Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 21
KTINN enginn betur bætir net bændur gerast vel að sér. Lengi hrós til lands og sjós lýði hjá mun kappinn fá oft með drósum fer í fjós fæstir sjá hvað gjörist þá. Góður matsveinn (sléttubönd) Prýði sveina fríðan flokk, færir hreina kæti, lýðir meina kosta kokk karl á einum fæti. „Fyrsta flokks alikálfakjöt" Tæpast get ég tannasnauður tuggið bitann minn, hann hefur orðið ellidauður alikálfurinn. / síldarleysinu. Sýnist hvergi síld að fá, suma grípur reiði, aðrir treysta spámanns spá —i spá um mikla veiði. Aösókn. Ula dreymir Ólaf minn, af því gleymist friður, undirheima höfðinginn liann vill teyma niður. „Skarð fyrir skildi" Engar hendur föng oss færa, flest á bendir nauð farinn Gvendur, kempan kæra, „kojan" stendu'r auð. Sá með snilli sífelt gáði sultar stilla þrá magafylli margoft náði matarspilli frá. Eftir sig. Leiki 'ann sér í landi nótt —: ljót en rétt er saga — hefur ekki hálfan þrótt hetjan næstu daga. —i Það var ekki á öðru von. Ég kynntist sjómanni, sem ekki hafði verið í landi í hálft árl Óveður. Vindur tautar versin snjöll, vaxa þrautir höldum, humra brautar háu fjöll hvítum skauta földum. Vélstjórabænin. x i Hlaup ei mín sál með hásetum heimskunnar krókavegi. Fylg ekki þeirra fordæmum, forsjál því gleym þú eigi. Varfærin vak og bið. Veittu þeim aldrei lið. Einskis met aula þá, orð þeirra hlýð ei á heldur en hundar geyji. Formannsvísa. Gísli snjall um hrannar hjall hefur fagurt sóknariag. Plytur kallinn frægann dall, fyrir Skagann oft á dag. —0— Jón gamli var orðinn ósköp heyrnardaufur, en vildi sem minnst láta á því bera. Einhverju sinni kom hann í heimsókn til prestsins og tóku þeir tal saman. Spurði þá prestur hann, hvernig konunni hans liði. Jón gamli heyrði aðeins síðustu orðin í spurningunni og hélt, að prestur spyrði um heilsu sína, en hann þjáðist af þung- um og langvinnum hósta og mæði. „Þakka yður fyrir, prestur góður", svaraði hann. „Heldur lélega; ég geri allt, sem í mínu valdi stendur, til að losna, en það er , vístjnága, sem ég verð að þola til dauðadags. Þó tek- ur út yfir á nóttunni, þá hef ég engan stundlegan frið". * Pétur gamli kemur í 30 stiga gaddi inn í verzlun og biður um vasaklút. Kaupmaðurinn: — Svo að þú hefur fengið kvef; það er von í þessum kulda. Pétur: — Nei-nei, ég hef ekki kvefazt, en treyjuerm- ín mín er stokkfrosin í þessum heljargaddi, svo að ég má til að fá klút. VIKl N B U R 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.