Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Page 22
önnur hálf-pennf, næstum áður en auganu varð rennt, og allir, sem selt höfðu hálfpenníið, fóru og keyptu sér „einn b.iór" og fengu sín tíu penní til baka, og drukku „skál" Jóa. „Það virðast vera nokkrir aurar í umferð núna“, segir veitingamaðurinn, þegar Sam Martin, hinn síðasti þeirra, var að drekka úr ölkollunni sinni. Sam svegldist á og setti hnallinn frá sér svo hart, að söng í. Qg hann og allir hinir fimm voru þotnir út úr dyrunum og sigldu í góðu leiði upp veginn, með tíu penníin sín í vasanum, áður en veitingamaðurinn var búinn að draga andann. Hann stóð þarna og klóraði sér í höfð- inu og starði, en skildi ekki neitt í þessu, þangað til maður einn, sem hafði orðið of seinn til að selja hálf- penní, gaf sig fram og sagði honum alla söguna. Hávaðinn, sem hann gerði út af þessu, var ógurlegur. Shillingarnir lágu í lítilli hrúgu á hillu bakatil í kránni, og Hann hafði allt, sem honum datt í hug, í frammi við þá, til þess að sanna, að þeir væru falskir, og ógnaði Jóa og hótaði honum lögreglunni. En loks sá hann þó að hve miklu fífli hann hafði gert sig, og eftir að hann var nær því búinn að mölva úr sér ternurnar, við það að bíta í þá, fleygði hann þeim niður í skúffuna og hringlaði þeim innan um hina shillingana, sem voru þar. Næsta kvöld fór Jói til frú Prince, og hún spurði hann margra spurninga um mennina, sem höfðu selt honurn hálf-penníin. „Fyrsti hlutinn h'efur gengið vel“, sagði hún og kink- aði kolli til hans. „Ef þú „klárar" nú eins vel það, sem eftir er, muntu bráðlega fá að vita hver óvinur þinn er“. „En ekkert lífgar grísinn minn aftur", segir Jói. „Það er nú hætt við því, að meiri ógæfa vofi yfir þér en />nð“, segir frú Prince fremur höstug. „Hlust- nðu nú á það, sem ég ætla að seg.ia við þig! Þegar klukkan slær tólf í nótt“ . . . „En ég hef enga húsklukku", sagði Jói. „Þá verðurðu að fá lánaða klukku, sem slær, og þegar hún slær tólf, verður þú að fara af stað til allra þeirra, sem seldu þér koparskildingana og selja þeim hálf-penníin fyrir shilling". Nú leit Jói á frú Prince. „Hvernig á ég að fara að því?“ segir hann fremur stuttlega. „Á sama hátt og þú seldir þeim shilling fyrir hálf- penní", segir hún. „Það kemur ekki málinu við, hvort þeir kaupa hálf-penníin eða ekki. Það eina, sem þú þarft að gera, er að bið.ia þá að kaupa af þér hálft penní fyrir shilling, og sá af þeim, sem tekur vei'st undir þetta, eða gerir mest veður út af þessu, er maðurinn, sem valdið hefur óhamingju þinni". „Nú — en — ja — það virðist vera nokkuð mikið í kringum þetta", segir Jói. „Hvað!“ æpir frú Prince og stekkur upp. H-v-a-ð! Farðu þína leið. Ég vil ekki liafa neitt meira með þig að gera. Og — kenndu mér svo ekki um neitt það, sem fyrir kann að koma. Það er afleitt að snúa sér til galdranorna um ráðleggingar og gera svo ekki það, sem þær ráðleggja. Það ættir þú þó að vita“. „Eg skal —■ já, ég skal gera það, frú“, segir ,Tói, og nú skalf hans eins og strá, „Það væri þér nær!“ segir frú Prince. „Og mundu þetta! Segðu ekki eitt einasta orð um þetta við nokhurn mann!“ Þessu lofaði Jói, lagði svo af stað og fékk lánaða klukku, sem sló, hjá Albert Price. Klukkan tólf um nóttina stökk hann upp úr rúminu, klæddi sig og lézt ekki heyra til konu sinnar, þegar hún spurði hann nvert hann ætlaði. Það var koldimm nótt, hvassviðri og hellirigning, svo að allt fólk var gengið til náða fyrir löngu. Fyrsti kofinn, sem Jói kom að, var kofi Bill Jones. En af því að Jói þekkti skaplyndi hans, stóð hann lengi og beið úti, en gat ekki komið sér að því að berja að dyrum. En hann herti þó loks upp hugann og réðist á hurðina með göngustaf sínum. Rétt á eftir heyrði hann, að svefnherbergisglugginn var opnaður og Bill Jones stakk höfðinu út um gluggann, kallaði og spurði hvað gengi á og hver þarna væri. „Það er ég, .Toe Barlcomb", segir Jói. „Eg- þarf að tala við þig um alveg sérstakt mál“. „Jæja, talaðu þá“, segir Bill. „Far þú inn í bak- herbergið", segir hann við konu sína. „Til hvers?“ segir frú Bill Jones. „Nú, auðvitað af því að ég veit ekki hvað Jói vill mcr“, segir Bill. „Svona, farðu inn, áður en ég læt þig inn!“ Konan hans fór, en nöldrandi, og þá sagði Bill við Jóa, að hann skyldi flýta sér að koma því út úr sér, sem hann þyrfti að segja. Hann væri fáklæddur og veði'ið væri ekki hlýrra en það þyrfti að vera. »Ég — ég seldi þér shilling fyrir hálft penní í gæi'- kvöld, Bill“, segir Jói. „Langar þig til þess að selja mér fleiri?" spyr Bill, og þreifaði með hendinni þar, sem buxnavasinn átti að vera. „Ekki beinlínis það“, segir Jói. „Núna ætla ég að selja þér hálf-penní fyrir shilling, vil að þú seljir mér shilling fyrir hálf-penní“. Bill hallaði sér út úr glugg- anum og starði niður á Jóa, svo öskraði hann með þrumurödd: „Er það til þess arna, að þú kemur og vekui' mig upp úr fasta svefni, og það á þessum tíma nætur", segir hann. „En ég þarf endilega að fá shilling, Bill"^ segir Jói. „Jæja þá, ef þú vilt bíða svolítið", og nú reyndi Bill að tala kurteislega. „Ég skal koma og láta þig fá hann“. En Jóa leizt ekki sem bezt á hljóminn í rödd Bills, en hann beið. Og eins og byssuskot þau Bill út úr dyr- unum og réðist á Jóa. Báðir voru' þeir vel að manni, og þegar áflogunum lauk, voru þeir báðir svo þreyttir, að þeir gátu tæplega staðið á fótunum. 'Bill fór í rúmið, en Jói hvíldi sig dálítið og lagði svo af stað og barði upp hjá_ Peter Lamb. Peter Lamb var Htill maður vexti og enginn bardagamaður. En orðin, sem hann sagði við Jóa um leið og hann skók hnefann framan í hann, voru þyngri að bera en högg hans mundu hafa orðið. Hann æpti eins og hann gat í fullar tíu mínútur og svo skellti hann glugganum aftur og fór að sofa. Jói var orðinn dauðlúinn, en áfram hélt hann og fór að hugleiða, hvor þessara tveggja hefði verið verri við að eiga. Þegar hann svo skildi við Jasper Patts, var hann í ennþá meiri óvissu um, hver þeirra hefði verið yerstur, Jasper hafði ekki verið

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.