Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 23
skárri viðureignar en hinir, því að þegar Jói skildi við hann, hafði hann verið kominn langt með að hlaða byssuna sína. Þegar Jói hafði lokið síðustu heimsókn- inni, til Sam Martins, var klukkan orðin yfir þrjú, og honum var ómögulegt að segja frú Prince, hver þeirra sex hefði verið verstur, það gat hann ekki fremur en hann gat flogið. Það virtist ekki-vera títuprjónshreidd á milli þeirra. Og með lífið í lúkunum fór hann nú beint til frú Prince, til þess að segja henni frá erindis- lokum og lamdi og lamdi að dyrum hjá henni. Hún hélt fyrst, að kofinn stæði í hjörtu báli og kom æpandi út í framdyrnar í náttkjólnum. Og þegar hún sá hver kominn var, var hún verri við að fást heldur en karl- mcnnirnir höfðu verið. Hún var þó orðin rólegri, þegar Jói kom til að finna hana næsta kvöld. Þá sajyði hún honum að segja sér nákvæmlega frá bví hvað beir sex höfðu sagt og gert. Hún sat Rlvep rólef? or hlustaði á hann fvrst i stað. Eftir dálitla stund fór hún að gefa frá sér einkenni- lept hl.ióð, bað kom úr hálsinum á henni Off líktist Ij'ótu' hóstahl.jóði, svo að Jói fór að verða hræddur. En loks stóð hún upp og gekk inn í bakherbergið. Þar v»r hún lehgi og tii hennar hevrðust skrítin hljóð. Þegar Jóa fór að leiðast, læddist hann á tánum að hurðinni og gægðist gegnum rifu og sá þá kerlu sitja á stól og leit út fyrir að hún hefði fengið snert af slagi; hún hafði lagt handleggina að sér og hossaði sé.r upp og niður og stundi þunsan. Jói stóð og: horfði á þetta eins og hann hefði verið frystur lifandi þarna vjð hurðina. Þó gat hann komizt til baka við illan leik, settist aftur og beið. Þegar frú Prince kom aftur til hans, sagði hún honum, að öll bölvunin, sem hann hefði orðið fyrir, væri Rill að kenna. Svo sat hún graf- kyrr í svo sem hálftíma og virtist hugsa mikið, síðan sneri hún sér að Jóa og sagði: „Kanntu að lesa?" „Nei", segir Jói og fór að hugsa um, hvað næst mundi koma. „Það er gott", segir hún, „því að ef þú værir læs,. þá gæti ég ekki gert það, sem ég ætla mér að gera". „Þarna sést það", segir Jói, „hve mikil óhamingja leiðir'af menntuninni. Ég hef heldur aldrei trúað á hana". Frú Prince kinkaði kolli, fór og sótti flösku með cinhverjum lejri í, off Jóa sýndist það bara vera brenni- vín. Hún náði sér í penna og pappírsblað og skrifaði eitthvað á blaðið, límdi það á flöskuna og sat svo kyrr og starði á Jóa og hlustaði. „Farðu með þessa flösku upp í „Blómkálið", segir hún, „komdu þér vel við Bill, gefðu honum eins mikið af bjór og hann vill drekka og gefðu honum dálítið af því, sem er í þessari flösku, og láttu góðan slatta af leginum út í hverja krús hans. Ef hann drekkur það, þá verður þú svo sæll, að þú hefur aldrei verið sælli í lífi þínu. Þá lomarðu úr álögunum. Og taktu nú eftir. Þegar hann er búinn að drekka töluvert, þá skaltu setja flöskuna á borðið, mundu það nú!" Jói þakkaði nú frú Prince og lét flösk- una í vasa sinn og labbaði áleiðis til „Blómkálsins". BiII Jones var þar, einnig Peter Lamb og tveir eða þrír aðrir. Fyrstu ávörpin, sem Jói fékk, voru ekki alveg af betri endanum. Það var eittvhað um, að hann hefði vakið þá upp úr fasta svefni nóttina góðu. „Við eigum að gleyma misgjörðunum, Bill minn góður", segir Jói. „Fáðu þér glas með mér". Hann bað nú um tvær merkurkönnur af bjór og settist við hliðina á Bill, og eftir fimm mínútur voru þeir orðnir eins og beztu bræður. „Fáðu þér brennivínsdropa saman við það", segir Jói, og tók flöskuna úr vasa sinum. Bill þakkaði honum fyrir og fékk sér ögn saman við ölið, og svo spurði hann Jóa, hvort hann vifdi ekki fá sér dropa sjálfur. En Jói- sagði að hann hefði tannpínuskolla og þetta væri ekki gott við henni. „Ég gæti þegið bragð út í ölið mitt", segir Peter Lamb. „Ekki núna, kunningi. Hann Bill á að fá það allt. Ég- fékk það svona bara handa honum", segir Jói. Bill tók í hönd Jóa, og þegar Jói bað uni eina möi'k af öli handa honum og lét góðan slurk úr flöskunni út í hjá Bill, sagði hann að Jói væri sá göfugasti og hjarta- bezti maður, sem hann hefði nokkurntíma þekkt. „Þetta sagðirðu ekki fyrir hálftíma", segir Bill. „Þú ert fljótur að skipta um skoðun", segir þá Peter. Þessu anzaði Bill ekki. Hann var að hugsa um annað, hallaði sér aftur á bak í bekknum og starði á flösk- ur.a, sem nú stóð á borðinu, og gat ekki trúað sínum eigin augum. Hann var orðinn náfölur í framan. Það stirndi á andlit hans og hárið var orðið rennvott, eins os; höfðinu á honum hefði verið difið niður í vatnsfötu. „Sérðu draug, Bill?" sagði Peter Lamb og starði á hann. En Bill rak upp hræðilegt hljóð, það orgaði og sogaði f hálsinum á honum. En hann hélt áfram að stara á flöskuna, þangað til þeir héldu að hann væri orðinn br.iálaður. Þá laut Jasper Patts fram og fór að lesa það, sem á miðann var skrifað, og hann las það upphátt, e-i-t-u-r. „Eitur!" sagði hann. Svo las hann áfram: Eitur handa Bill Jones". En rödd hans bar vott um að hann trySi þessu ekki. Það hefði verið hægt að heyra títuprjón detta. Allir litu við og horfðu á Bill, þar sem hann sat og skalf og nötraði. Þá tóku þeir, sem gátu lesið, flöskuna og lásu upp aftur og upphátt, það sem á miðanum stóð: „Eitur handa Bill Jones". „Aumingja Bill", segir Peter Lamb. „Mig sló það strax, að hér væri' ekki allt með feldu". „Þú ert morðingi", segir Sam Martin og greip í Jóa. „Fyrir þetta verðurðu hengdur! Vesaling-s Bill, að eiga að deyja í blóma lífsins". „Hlaupið eftir lækni", segir einhver, og tveir af þeim þutu af stað og veit- ingamaðurinn kom að og sagði Bill að fara út, því að hann vildi ekki að sér yrði blandað inn í þetta. Hann garti drepist úti. En Jasper Patt sagði honum að hypja sig burt og beygði sig niður að Bill og spurði hann hvar verkurinn væri. „Og ég held að hann finni ekki mikið til verkjar", segir Peter Lamb, sem ávallt áleit sig hafa meira vit á öllu en alla aðra. „Þetta er nú bráðum búið, Bill. Við eigum allir ein- hverntíma að deyja", segir Sam Martin. „Betra að deyja ungur en að verða sjálfum sér til ama", segir Bob Harris. Og eftir þyí að dæma, hvernig þeir töluðu, sýndist öllum að Bill .Jones væri hinn hamingjusami, öllum, nema Bill sjálfum. „Ég — ég — ' er — ekki tilbúinn til að deyja", segir hann, og skalf. „Þið — þiö vitið ekki hvað ég hef verið vondur". Frh. á bls. 251. .VIKINGUR 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.