Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 26
sem lof tsstraumurinn veitir, þegar hann streymir aftur úr mótornum og flugvélinni. Þessi mótorgerð hefur haft stóra þýðingu fyrir þróun brennsluhverfilins, vegna þess, að með þennan mótor hafa verið gerðar ótal tilraunir og rannsóknir og hafa Englendingar staðið þar í fremstu röð. Þessir mótorar höfðu í byrjun mjög lélega endingu, nokkur hundruð 16. mynd. Brennsluhverfill og þjappa, lokið er tekið af. A hverfillinn B þjappan tíma, og varð því fljótt að endurnýja þá. Það er einkum varðandi brunaholin, sem dýrmæt reynsla hefur fengizt í þessum efnum. Áður en skilið er við þessa sambyggingu mótora og hverfla, er vert að minnast lauslega á athyglisverðar tilraunir er „Sulzer" í Sviss vinnur nú að, en þær eru í því fólgnar að nota þrýstihleðslu með háum þrýstingi í dieselmótora í sambandi við útblástursgashverfla. í stuttu máli er kerfið þannig, að dieselmótorinn vinnur eins og gasaflgjafi (gasgenerator) fyrir hverfil, sem verður hin eiginlega aflvél. Smíöi brennsluhverfla. Eftir þessum línum, sem nú hafa verið dregnar, og með aðstoðar hinnar tæknilegu þróunar, varð brennslu- hverfillinn til. Hann var smíðaður á stríðsárunum og að stríðinu loknu komu hinir fyrstu nothæfu hverflar fram á sjónarsviðið, flestir all stórir. 14. mynd sýnir eina slíka vél, sem er í aðalatriðum eins og 4. mynd, en er auk þess útbúin með lofthitara. Lofthitarinn er hylki, sem líkist stórum eimsvala, með fjölda pípna, er liggja á milli tveggja pípuplatna. Loftið frá þjöpp- unni er leitt í gegnum pípurnar til brunaholsins og hitnar á leiðinni af útblástursgasinu frá hverflinum, er streymir utan um pípurnar. Við þetta nýtist tölu- vert af hitanum úr útblástursgasinu og nýtni kerfisins verður mun betri. Lofthitarann er hægt að smíða úr ódýru efni, venju- legum járnplötum og soðnum pípum, því þrýstingurinn í honum er lágur og tæring á ekki að geta átt sér stað. 14. mynd er eins og 4. mynd af Brown-Boveri hverfli. 15. mynd er ljósmynd af snúð úr slíkum hverfli. Myndin minnir mjög á snúð úr yfirþrýsti eimhverfli. 16. mynd sýnir samstæðu af hverfli og» þjöppu, sem lokið er tekið af. Brunaholin er hægt að smíða á margan hátt, en í aðalatriðum eru þau smíðuð eins og 17. mynd sýnir. Þar sézt brunahol, sem smíðað er í Englandi. Loftið kemur inn í brunaholið í gegnum rör, sem er beygt i rétt horn. Inn í því er komið fyrir stýrisskóflum. Sjálft brunaholið er smíðað eins og fyrr hefur verið talað um. 17. mynd. Brunahol úr brennsluhverfli (ensk smíði) Það eru notaðir 4 brennarar, sem eru festir að framan- verðu ásamt kveikitæki. Vegna þess, að pípan er beygð í rétt horn, er mjög auðvelt að skifta um brennarana. Olían hitnar af hinu heita lofti, er leikur um brennar- anna inn í pípunni. Brennarnir eru festir með byssulás (bajoetlás) og er hægt að skifta um hvern fyrir sig þó hverfillinn starfi. Til að koma í veg fyrir að logarnir slái út þegar skift er um brennara, er í stuttri pípu, sem er til hliðar við brennarana, stálkúla, sem fellur niður og lokar' gatinu, sem brennarinn er í, ef hann er tekinn úr. Þetta sést ekki á myndinni. Brown-Boveri hverfillinn er sýnishorn af hinni venju- legu gerð hverfla, sem nú eru í smíðum. Auk þessa hverfils verða nefndir tveir aðrir, er líta dálitið öðru- vísi út. (Niðurlag næst). Andrés Guðjónsson. Frd hafi til hafnar Stærsti hvalur, sem veginn hefur verið, vai? veiddur af japönsku hvalveiðiskipi 1948. Það var kven-bláhval- ur 89 feta langur og tók 80 manns 4 klst. að skera hann. Allur hvalurinn, meðtalið blóð og inny'fli, vóg 136,4 smálestir. Lýsið sem unnið var úr hvalnum, vóg 22,5 smálestir (133 föt), kjötið 61,4 smálest. Lýsið og kjötið var áætlað 450 þús. króna virði. —0— Árið 1950 veiddu norskir fiskimenn alls 1.240.000 smálestir fiskjar, sem var upp úr sjó 350 milj. norskra króna virði. Útflutningsverðmætið nam rúml. 560 milj. norskra króna. Þar af voru 35.500 smálestir af niður- soðnum fiskafurðum og seldist fyrir 140 milj. krónur. Bandaríkin keyptu einn þriðja af niðursuðuvörunum. í þessu sambandi væri fróðlegt að athuga til saman- burðar hlutföllin á milli þess hvað íslendingar og Norð- menn flytja mikið út af niðursoðnum sjávarafurðum, miðað við heildarafla beggja. Útkoman yrði víst harla óglæsileg fyrir íslendinga og gæti ef til vill vakið menn til umhugsunar um ástandið hjá okkur í þeim efnum. 2SD VIKlN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.